Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 20
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða E itt af því sem fyrsta sem er- lendir ferðalangar taka eftir þegar þeir koma til Íslands er hversu fátt fólk er á landinu. Íslendingar átta sig kannski ekki eins vel á þessari mannfæð því þeir eru vanir henni. Þeim finnst ekkert óeðlilegt við að ganga inn á tóman veitingastað miðsvæðis í Reykjavík í hádeginu, að einungis tveir aðr- ir gestir séu í líkamsræktarstöð- inni þeirra eða að enginn gangandi vegfarandi sjáist þegar litið er yfir Borgar túnið um hábjartan dag. Hvar eru allir? En útlendingum finnst þetta skrítið. Bandarískur vinur minn sem dvelur hér á Íslandi í sumar furðar sig á þessu: „There are almost no people here,“ segir hann við mig. Þegar ég gekk með honum inn í Álftanes- laugina um hádegisbilið á sunnu- daginn var enginn í henni; yfirborðið á innilauginni var spegilslétt í gegn- um glerið á bak við afgreiðsluborðið og líktist einkalaug auðmanns í bandarískri bíómynd. Sú tilfinning sækir á ferðalanginn á Íslandi að hann sé einn í heiminum eins og Palli litli því það gerist varla í öðrum höf- uðborgum að hann sitji tímabundið einn um almenningslaug, göturnar í helsta fjármálahverfinu, borðin á veitingastað í miðbænum eða tæki í líkamsræktarstöð. Allt verður eins og það sé „einka“ og einstaklingurinn getur breitt úr sér í öllu plássinu sem hann hefur. Á Íslandi þarf enginn að bíða eftir neinu því það eru svo fáir um hituna og raðir heyra í mesta lagi framtíðinni til. Auðvitað eru margir í sumarfríi nú um stundir en slíkar að- stæður geta komið upp hvenær sem er ársins. Hvar eru allir? Ísland er auðvitað eitt fámennasta land í heimi miðað við íbúafjölda á hvern ferkílómetra. Einungis rúm- lega þrír íbúar eru um hvern ferkíló- metra í landinu og er ekkert annað land í Evrópu sem er eins fámennt. Á eftir Íslandi á heimslistanum yfir mannfæð koma lönd eins og Namibía, Mongólía og Grænland. En þessi tala um íbúafjölda á hvern ferkílómetra segir auðvitað ekki nema hluta sögunnar því stórir hlut- ar Íslands eru vart byggilegir af land- fræðilegum ástæðum. Fáir vilja hafa vetursetu við Langasjó, í Trékyllis- vík eða í Dyrhólaey. En eini þéttbýl- iskjarni Íslands á suðvesturhorn- inu ber þess líka glögglega merki að þar vantar fólk. Sú þjónusta í al- manna- og einkaeigu sem hefur ver- ið byggð upp gæti þjónað miklu fleir- um. Ísland sem heild er eiginlega tómt af fólki en suðvesturhornið er bara hálftómt. Hér á landi er ofgnótt af flestu, þjónustu og hlutum, en hörgull á fólki því Íslendingar hafa í áratugi tregðast við að hleypa öðr- um inn í landið í þeim mæli sem þeir gætu. Hvar eru allir? Til samanburðar við Ísland er landræman Gaza, sem ísraelski her- inn sprengir nú í tætlur á hverjum degi með bandarískum vopnum með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara, fimmta þéttbýlasta land- svæði heims með tæplega 4.800 íbúa á hvern ferkílómetra og Ísraelsríki sjálft er ekki langt þar á eftir. Deilan á milli Ísraels- og Palestínumanna snýst um búsetusvæði, lífsrými þar sem báðir aðilar vilja búa í sínum sjálfstæðu ríkjum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Afleiðingarnar af ófriðin- um á Gaza nú liggja ekki fyrir og hækkar tala látinna með degi hverj- um. Hundruð þúsundir af íbúum Gaza munu þó hafa misst heimili sín áður en yfir lýkur og gætu orðið land- flótta eftir að Ísraelsher hefur endan- lega lokið sér af. 2,5 milljónir af íbúum Sýrlands hafa þurft að yfirgefa landið á síð- ustu árum vegna borgarastyrjaldar- innar sem þar geisar og reyna að setjast að í öðrum löndum, með- al annars í Svíþjóð sem tók á móti tólf þúsund Sýrlendingum í fyrra. Sænska innflytjendastofnunin Migrationsverket greindi frá því í síð- ustu viku að nú væri reiknað með að um 80.000 flóttamenn kæmu til Sví- þjóðar á þessu ári í stað þeirra 56.000 sem reiknað var með í byrjun ársins. Þessir flóttamenn koma frá stríðs- hrjáðum svæðum eins og Sýrlandi, Afganistan, Sómalíu og Erítreu. Hér á Íslandi snúast fréttir um móttöku flóttamanna um staka einstaklinga, fimm frá Simbabve, tíu til fjórtán frá Afganistan eða tíu til fimmtán frá Sýrlandi – þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hefðu skorað á lönd heims- ins að taka við sýrlenskum flótta- mönnum. Svíþjóð tekur á móti flótta- fólki í þúsundum en Íslendingar taka við siðferðilegri handfylli, að því er virðist til að sýna lit. Á hverjum degi berast okkur frétt- ir frá öðrum löndum um stríð og deilur þar sem ásteytingarsteinn- inn er landsvæði og afleiðingin er landflótta fólk. Af hverju tekur Ís- land ekki á móti fleiri flóttamönnum og fylgir þar með til dæmis fordæmi Svía? Hér á Íslandi er allt til alls, al- veg eins og í Svíþjóð og fleiri velmeg- andi ríkjum þar sem miklu fleiri þarf að fæða og klæða, og enginn deyr úr hungri, nærri allir eiga eða leigja þak yfir höfuðið, velmegun er útbreidd og atvinnuleysi er í lágmarki í alþjóð- legu samhengi þrátt fyrir nýlegt efna- hagshrun. Er svona mikill munur á hjartalagi þjóðanna? Umræða fer nú í fram í samfé- laginu um hvort ekki sé rétt að Ís- land verði hluti af Noregi, sem sér- stakt fylki. Inntakið í þeirri umræðu er að sýnt sé að Íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálfir með góðu móti og að landið sé of fámennt til að vera sjálfstætt þjóðríki. Betra væri fyrir bananalýðveldið Ísland að komast undir skynsama og efnaða norska olíuríkið í austri. Ég er ekkert sér- staklega hrifinn af þessari hugmynd verð ég að segja því ég held að Ísland geti vel verið vel funkerandi sjálfstætt ríki ef Íslendingar einsetja sér það og uppræta meðal annars þá landlægu flokkspólitísku spillingu og sérhags- munapot sem viðgengist hefur í ís- lenskum stjórnmálum í áratugi. Eitt af því sem Ísland vantar til að svo megi verða er hins vegar fólk, fleira fólk og ólíkara sem kem- ur annars staðar að úr heiminum svo Ísland verði að fjölmennara fjöl- menningarsamfélagi og hætti að setja heimsmet í einsleitni. Svíar hafa tekið við miklum fjölda innflytjenda með góðum árangri síðustu áratugi þótt ákveðin vandamál geti líka fylgt miklum innflutningi fólks, líkt og Svíar vita einnig. Ísland er einfald- lega allt of fámennt; við glímum við vandamál sem eru andstæða vanda- mála margra annarra ríkja eins og til dæmis Ísraels og Gaza-svæðis- ins. Eitt af því sem bandaríski vin- ur minn sagði við mig í síðustu viku var að það sem Ísland vantaði hvað helst væru svona eins og tvær millj- ónir íbúa. Kannski getum við byrjað á því að vera aðeins hjálpsamari gagnvart fólki í neyð í öðrum ríkjum og hætta að telja flóttamennina sem landið tekur við á fingrum annarrar eða beggja handa. Ísland getur sannar- lega gert þetta en það er spurning hvort landsmenn vilji það. Breytni landsmanna, eða þeirra yfirvalda sem þeir kjósa yfir sig, er eins og þeir séu einir í heiminum og vilji helst vera það áfram. n Tómlegt Ísland Mitt líf er bara frí Eiríkur Hauksson hefur það gott í Noregi. – DV Bjarni platar Sigmund Samningar við kröfuhafa hafa ver- ið í langri biðstöðu vegna marg- háttaðs ágreinings milli stjórnar- flokkanna. Í fyrstu toguðust Bjarni Ben og Sigmundur Davíð á um hvor ætti að fara með forræði málsins. Það tók Bjarna næstum ár að tosa málinu endanlega yfir í sitt ráðuneyti og tókst það loks þegar hann féllst á 80 milljarða höfuð- stólslækkun skulda. Síðan tók við djúpur ágreiningur um hvort ætti að fara samningaleiðina eða gjaldþrotaleið Sigmundar Davíðs. Bjarni hefur hins vegar hægt og rólega fengið til liðs við sig marga alþjóðlega ráðgjafa, þar á meðal þekkta banka, sem aldrei munu mæla með gjaldþrotaleiðinni. Í röðum bankamanna velta menn fyrir sér hvenær Sigmundur Davíð hrekkur upp af værum svefni við að Bjarni Ben er búinn að snúa rækilega á hann varðandi kröfu- hafamálin. Sigmundur Davíð snarpur Margir voru ánægðir með skorin- ort bréf Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra til kollega síns Benja- míns Netanya- hu í Ísrael vegna gegndarlausra árása á Palestínu- menn. Það vakti athygli margra að forsætisráðherr- ann kvaðst í bréfinu einnig for- dæma árásir Hamas á „óhernaðar- leg skotmörk“ í Ísrael og má túlka orðalagið þannig að við þessar aðstæður sé eðlilegt að Hamas beiti sér gegn her Ísraelsmanna. Innan Framsóknar hafa menn ver- ið óhressir með vægast sagt linku- leg og „diplómataleg“ viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar utanrík- isráðherra við árásunum á Gaza. Flokksmenn eru ánægðir með að forsætisráðherrann hafi tekið fram fyrir hendurnar á Gunnari Braga og segja kominn tíma til að Sig- mundur Davíð „frelsi“ utanríkis- ráðherrann úr klóm diplómatanna sem virðast stjórna. Útlegð Margrétar Í byrjun apríl var Margrét Gísla- dóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga, færð úr utanríkisráðu- neytinu yfir í for- sætisráðuneytið til að „sinna sér- verkefnum á sviði upplýsingamála.“ Innan forsætis- ráðuneytisins lík- ar mönnum vel við Margréti og í hennar gamla ráðuneyti eru margir sagðir sakna áhrifa hennar á utanríkis- ráðherrann. Viðmælandi DV með langa reynslu innan stjórnsýsl- unnar kvað þessa ráðstöfun vera „mjög furðulega stjórnsýslu.“ Sjálf sagði Margrét í viðtali við DV að verkefnið væri til tveggja mánaða sem nú eru orðnir fjórir. Brauð fyrir Skúla Flutningur Sigríðar Bjarkar Guð- jónsdóttur, lögreglustjóra á Suðurnesjum, til Reykjavíkur þyk- ir vísbending um að eiginmaður hennar, séra Skúli Ólafsson, muni einnig verða færður frá Suðurnesj- um. Prestaköll heyra undir inn- anríkisráðuneytið rétt eins og lög- regluumdæmi. Nokkrir kærleikar eru á milli Sigríðar Bjarkar og ráð- herrans og því er spáð að Skúli fá fljótlega gott starf í Reykjavík. Ef ég hefði átt að fara þá hefði ég farið í turnunum Ég óttast að ekkert komi út úr þessu Hope Masike tónlistarkona var rænd á Grand hótel – DV Friðrik Þór Friðriksson átti bókað flug með fyrri vélinni sem flaug á Tvíburaturnana. – DV Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „There are almost no people here. Til varnar Agli P istill Egils Helgasonar Mann- legur hanaslagur olli þó nokkru fjaðrafoki er hann birtist á eyjunni fyrir nokkrum dögum. Ég tek undir með þeim sem segja Egil hafa farið offari í pistlinum um MMA-íþróttina og það sem mér þótti kannski verst, þá óskaði hann Gunnari Nelson ekki til ham- ingju með sigurinn í bardaganum við Zack Cummings kvöldið áður, en bar- daginn var þó tilefni pistilsins. Sjálf- sagt hefði mér þótt af Agli að óska nafna mínum til hamingju. Í pistlinum birtist lítið álit Egils á íþróttinni og ætla ég svo sem ekki að eyða orðum í það mál enda hef ég skrifað um það áður í pistlinum MMA og viðkvæmar sálir. En í þetta skiptið eru það umræð- urnar sem skapast í kommentakerf- inu hjá Agli sem vekja mann til um- hugsunar. Þar hópast inn aðdáendur MMA-íþróttarinnar og ekki er orðum aukið að Agli sé sagt til syndanna. Ég veit ekki hvernig MMA-fólki dettur í hug að íþróttin verði ekki undir smá- sjánni og að iðulega muni birtast sleggjudómar um hana, fólk muni ekki tjá andstyggð sína á sportinu eft- ir atvikum. Það er ekki nokkur leið að ætlast til þess að öllum muni líka við iðkun þessarar íþróttar, sérstaklega þegar umræður um hana verða jafn fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum og þær hafa verið að undanförnu. Aðstandendur UFC gera sér vel grein fyrir því að þessi íþrótt er ekki fyrir alla að horfa á og að ekki er sjálf- sagt að fyrir henni fáist leyfi. Svarið við þessum veruleika er einfalt. Keppend- ur í UFC sýna einstaklega vandaða og íþróttamannslega hegðun fyrir og eft- ir bardaga og annað heyrir til undan- tekninga. Þetta er stór þáttur í að vinna íþróttinni fylgi, að sýna fram á að ekki séu eintómir klikkhausar sem stundi hana heldur sé þetta íþrótt. Því er það svo að málflutningur MMA-áhuga- manna í kommentakerfum fjölmiðl- anna, skiptir máli. Að hann sé ekki hlaðin fyrirlitningu og ruddaskap þeim sem Egill varð fyrir barðinu á. Það er bæði sjálfsagt og nauðsyn- legt að leiðrétta misskilning manna, þegar rangt er farið með, en það ætti að gerast af háttsemi. Einungis það getur frætt og upplýst almenning um eðli íþróttarinnar og mögulega unnið henni fylgi. Að þessu sögðu þá má rýna í aðra hlið á þessu máli. Egill Helgason kallar bloggsíðu sína „Silfur Egils“ og meðan Silfrið gekk undir hans stjórn á RÚV þá var þetta verulega gagnrýnisvert, annars vegar átti hann að gæta hlutleysis undir merkjum Silfursins á RÚV. Hins vegar ritaði hann gildishlaðnar og persónulegar skoðanir sínar einnig undir merkjum Silfursins á Eyjunni. Þetta fyrirkomulag gekk aldrei upp en síðasti maðurinn til að viðurkenna það er Egill sjálfur. Stór hluti af pistlum Egils er stjórn- málarýni, rétt eins og mínir eigin pistl- ar. Þá er afar erfitt fyrir lesendur að eiga allt í einu að láta raungildi pistla bloggarans liggja milli hluta þótt hann taki óundirbúið upp einhverja dóma- dagsdellu eins og Egill gerði í pistlin- um Mannlegur hanaslagur. Það gefur auga leið að þú getur ekki ritað harða stjórnmálarýni dagsdaglega og skrifað síðan allt í einu bullpistil og ætlað þér að komast upp með það. Þarna ligg- ur ábyrgð Egils sjálfs rétt eins og okk- ar allra sem bloggum, að bera virðingu fyrir lesendum okkar og ganga ekki lengra en góðu hófi gegnir. Það er freistandi fyrir mann að rita ólík- ar tegundir af pistlum, allt frá háði og satíru út í pistla sem reka slorið ofan í menn. Hér áður fyrr var ég duglegri að skrifa hreina rannsóknarpistla sem að baki lá kannski margra vikna vinna og því meira sem menn misskildu háð- pistlana mína sem birtust inn á milli, þeim mun meira var mér skemmt. En eitt er alltaf hættulegt og það er að nota bloggið eins og almenningskló- sett þangað sem allt fer sem rennur í gegnum skolpleiðslur hugans. n „Það er bæði sjálf- sagt og nauðsyn- legt að leiðrétta misskiln- ing manna, þegar rangt er farið með, en það ætti að gerast af háttsemi. Gunnar Waage Af blogginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.