Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 29.–31. júlí 201422 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonLaunaskrið Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Slíta stjórnmála- sambandi strax og hætta að versla vörur frá Ísrael.“ Arnar Sigurðsson tjáir sig um hvað Ísland geti gert vegna átakanna á Gaza. 11 N ú rennur senn upp verslun- armannahelgin og vænta má að umferð aukist á veg- um landsins en margir nýta helgina til að fara um landið, sækja útihátíðir nú eða bara til að njóta lífsins í sumarbústað í faðmi fjölskyldu og vina. Umferð um versl- unarmannahelgi hefur þó á síðustu árum dreifst nokkuð þar sem margir velja að leggja fyrr af stað og koma fyrr heim meðan öðrum finnst betra að nýta síðari hluta helgarinnar. Þetta gerir það að verkum að umferðarþungi dreifist nokkuð yfir helgina en þó er alltaf gott að hafa þolinmæði og tillitssemi með í för. Til að mynda er mikilvægt að öku- menn haldi jöfnum hraða, fari hvorki of hægt né of hratt og forðist óþarfa framúrakstur. Hins vegar geta skapast aðstæður þar sem réttlætanlegt er að fara fram úr en þá verður að gæta fyllstu var- úðar. Heil óbrotin lína á miðjum vegi eru til merkis um að framúrakstur er bannaður. Áður en tekið er fram úr þarf að ganga úr skugga um að ekkert ökutæki sé að koma á móti, hvorki bíll, mótorhjól né hjólreiðamaður. Einnig er mikilvægt að athuga hvort einhver annar sé byrjaður að taka fram úr. Ef ætlunin er að gefa öku- manni, sem er fyrir aftan ökutækið, merki um að óhætt sé að fara fram úr þá er gefið stefnuljós til hægri, í áttina að vegbrúninni. Ef það er hins vegar ekki óhætt þá er gefið stefnu- ljós til vinstri þ.e. í átt að miðlínu vegarins. Bílbelti bjarga mannslífum Það hefur margoft sýnt sig að einstaklingur sem ekki er spenntur í bílbelti er mun líklegri til að slas- ast alvarlega og jafnvel látast lendi hann í slysi. Á hverju ári verða banaslys sem rekja má til bílbelta- leysis. Miðað við slysatölur undan- farinna ára má ætla að nokkur hluti þeirra sem létust í umferðinni í bif- reiðum hefði komist nánast ör- ugglega lífs af með því að nota ör- yggisbelti. Í mörgum tilfellum var verið að fara stuttar vegalengdir og hraðinn oft á tíðum ekki mikill. Árið 2005 var t.d. ökumaður í lífshættu eftir árekstur sem hann lenti í á 50 kílómetra hraða en hann var ekki í öryggisbelti. Þá létust tvær stúlk- ur, fæddar 1997 og 1998, um versl- unarmannahelgina í fyrra en þær voru í bíl sem valt á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg. Stúlkurnar köstuðust út úr bílnum en hvorug þeirra var í bílbelti. Rann- sóknarnefnd samgönguslysa hefur nýlokið við skýrslu um þetta tiltekna slys en í skýrslu nefndarinnar seg- ir m.a. að hraðakstur og vanhöld á bílbeltanotkun séu tvær algeng- ustu orsakir banaslysa í umferðinni. Nefndin ítrekar enn fremur fyrri ábendingar sínar um að ökumenn og farþegar noti alltaf bílbelti, hvort sem setið er í fram- eða aftursæti. Stórhættuleg myndavél Þá geta litlir og léttir hlutir, eins og t.d. fartölvur eða myndavélar, einnig skapað mikla hættu sé ekki geng- ið tryggilega frá þeim í bíl. Högg- þunginn getur orðið margföld þyngd hlutarins við árekstur eða í bílveltu. Fyrirstaðan getur verið höfuð öku- mannsins sem vitanlega þolir ekki höggið. Það er nánast undantekn- ingarlaust hægt að koma í veg fyrir þessi slys með því einfaldlega að setja allt sem er lauslegt í farangurs- geymslu, festa það eða skorða þannig að ekki sé hætta á að það kastist til við árekstur. Gæludýr er hægt að festa með sérstökum öryggisbeltum eða búrum sem fá má í gæludýraversl- unum og til eru sérstakar yfirbreiðsl- ur og grindur til að tryggja farangur í opnum farangursgeymslum. Áfengi og akstur Mörg alvarleg umferðarslys má rekja til áfengisneyslu. Það er ekki öllum ljóst hve mikil hætta stafar af ölvunarakstri en á hverju ári slasast að meðaltali 60 manns sökum ölvunaraksturs – þar af slasast 12 alvarlega eða láta lífið. Nú í að- draganda verslunarmannahelgar- innar er því vert minna ökumenn á að akstur og áfengi fer aldrei saman. Algengt er að daginn eftir neyslu áfengis telji menn sig fullfæra um að stjórna ökutæki en við mælingu á áfengismagni kemur annað í ljós enda tekur það langan tíma fyrir áfengi að brotna niður í líkamanum. Í sumum tilfellum getur borgað sig að bíða í allt að 18 klukkustundum eða lengur áður en sest er undir stýri eftir áfengisneyslu. Auk þess er mikilvægt að sýna umhyggju sína með því að koma í veg fyrir að aðrir setjist undir stýri eftir neyslu áfengis. Magn skiptir ekki máli í því sambandi. Að lokum vill Samgöngustofa minna á að öll berum við ábyrgð í umferðinni. Hvert slys er einu slysi of mikið og það er sameiginlegt mark- mið okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þau. Sýnum gott fordæmi, njótum helgarinnar og komum heil heim! n „Það er ekki öllum ljóst hve mikil hætta stafar af ölvunarakstri en á hverju ári slasast að meðaltali 60 manns sökum ölvunaraksturs. Verður þú „spenntur“ um verslunarmannahelgina? Bílslys Umferðaróhapp þarf ekki að eiga sér stað á miklum hraða til að mikil hætta skapist. Þóra Magnea Magnúsdóttir fræðslustjóri Samgöngustofu Kjallari „Ég mun aldrei, ALDREI, nokkru sinni fyrirgefa þeim sem brutu gegn mér né gefa þeim annan séns.“ Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík er ósammála Hildi Lilliendahl sem álítur að allir eigi rétt á öðrum séns, jafnvel þeir sem nauðgi. 13 „Mér finnst hún gera sig að fífli.“ Sigurvin Kristjónsson var ekki ánægður með Mörtu Maríu, sem setti sig í gervi ógæfukonu fyrir Smartland. 20 „Þessi drengur byrjaði að vinna í Bónus á kæli og var að raða vörum þar upp, hann vann sig einfaldlega upp og á að fá að njóta þess núna, enga öfund þetta er flottur strákur og drengur góður.“ Guðbrandi Jónatanssyni finnst 4,5 milljónir sem Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss hefur í mánaðarlaun árið 2013 samkvæmt tekjublaði DV, ekki of mikill peningur. 15 „Vinsældir mínar sem skemmtikrafts [hafa] aukist eftir að hommastríðið byrjaði fyrir einu ári og er hommastríðið nú orðið sex sinnum lengra en hjá Jörundi hundadagakonungi.“ Gylfi Ægisson er ósammála blaðamanni sem segir vinsældir hans hafa minnkað í kjölfar sjálfskipaðrar baráttu hans gegn gleðigöngunni, Gay Pride. 28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.