Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 23
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fréttir Stjórnmál 23
R
íkisskattstjóri lauk nýverið
útreikningum á álagningu
opinberra gjalda á einstak
linga en álagningin sem
reiknuð er út á þessu ári
miðast við tekjur til 31. desember
2013. Samkvæmt áætluðum tölum
sem ríkisskattstjóri veitti DV skil
ar sérstakur auðlegðarskattur 6,16
milljörðum króna til þjóðarbúsins
í ár og viðbótarauðlegðarskattur
á hlutabréfaeign 5 milljörðum. Til
samanburðar skilaði auðlegðar
skattur 5,6 milljörðum króna til
þjóðarbúsins árið 2013 og viðbótar
auðlegðarskattur á hlutabréfaeign
3,5 milljörðum. Þannig skilar auð
legðarskattur alls um 11 milljörð
um króna til ríkissjóðs í ár og skil
aði hann um 9 milljörðum í fyrra.
Auðlegðarskattur er lagður á hreina
eign gjaldanda. Um er að ræða verð
mæti heildareignar að frádregnum
heildarskuldum gjaldanda.
Auðlegðarskatturinn er til kom
inn vegna tímabundins ákvæðis
sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur kom á árið 2010 vegna mikils
halla á ríkissjóði eftir hrun. Ákvæð
ið átti að renna út eftir fjögur ár. Nú
í ár var því síðasta skiptið sem ríkis
skattstjóri reiknar sérstakan auð
legðarskatt inn í opinber gjöld. Ef
ákvæðið verður ekki framlengt,
verður ekki greiddur auðlegðar
skattur á næsta ári fyrir árið 2014.
Bjarni framlengir ekki
Bjarni Benediktsson fjármálaráð
herra tjáði fréttastofu RÚV í ágúst í
fyrra að tímabundin álagning auð
legðarskatts yrði ekki framlengd.
Samkvæmt því verður enginn auð
legðarskattur greiddur fyrir árið
2014 á næsta ári. Segja mætti að
ríkis sjóður verði þannig af tugi
milljarða króna vegna ákvörðun
ar ríkisstjórnarinnar um að fram
lengja ekki auðlegðarskatt.
Bjarni Benediktsson sagði við
fréttastofu RÚV í fyrra að með
al ástæðna fyrir því að ekki ætti að
framlengja ákvæði um auðlegðar
skatt væru þær að hann teldi það
hugsanlegt að auðlegðarskatturinn
bryti í bága við stjórnarskrána. Síð
an þá hefur Hæstiréttur hins vegar
úrskurðað að álagning auðlegðar
skatts bryti ekki gegn stjórnarskrá.
Það varð ljóst í apríl á þessu ári.
Ríkis stjórnin hyggst þrátt fyrir það
ekki framlengja ákvæði um auð
legðarskatt, enda sé afnám hans,
eða það að hann renni út, liður í
skattalækkunum ríkisstjórnarinnar
samkvæmt Bjarna Benediktssyni.
Frosti segir þörfina litla
Frosti Sigurjónsson, formaður efna
hags og viðskiptanefndar, segir
í samtali við DV að líklega verði
ekki ekki þörf á því að framlengja
ákvæði um auðlegðarskatt, þrátt
fyrir að hann skili ríkissjóði um tugi
milljarði króna. Ákvæðið hafi verið
tímabundið frá upphafi.
„Það var stefna fyrri ríkisstjórnar
að afnema skattinn, eða að hann
væri tímabundinn. Núverandi fjár
málaráðherra hefur gefið í skyn að
hann hyggist ekki framlengja hann.
Ég hef ekki heyrt neinn tala fyrir því
að það eigi að framlengja hann og
ég á því ekki von á að það verði gert,“
segir Frosti. Hann telur að missir af
auðlegðarskatti verði sennilega ekki
mikið fall fyrir ríkissjóð, enda standi
hann ágætlega.
„Það er útlit fyrir að rekstur ríkis
sjóðs verði hallalaus og það er ágætt
útlit þar, það er ekki sérstök ástæða
til að viðhalda þeim skattahækkun
um sem urðu hér eftir hrun, heldur
frekar fara að vinda ofan að þeim,“
segir Frosti.
Steingrímur vill framlengingu
„Ég er algjörlega á því að það ætti
að framlengja auðlegðar, eða ríkra
mannaskatt í einhverri mynd. Í
ríkisfjármálaáætlun til meðallangs
tíma þá var gert ráð fyrir þessari
tekjuöflun eða einhverri annarri í
staðinn ef hún hyrfi út. Þess vegna
mun muna um það hjá ríkissjóði
á næsta ári ef það vantar 10 eða
11 milljarða í kassann 2015, vegna
þess að auðlegðarskatturinn verð
ur horfinn og ekkert annað lagt á í
staðinn. Þetta er áhyggjuefni, hvað
þeir eru andvaralausir varðandi
ríkisfjármálin til lengri tíma,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon í samtali
við DV, en hann var fjármálaráð
herra þegar auðlegðarskatturinn
var settur á.
„Ef ekki ríkasta fólk á Íslandi á
að leggja þetta af mörkum áfram í
einhver ár, á meðan við erum að ná
okkur betur upp úr þessu, hverjir
þá? Hvar á þá að leggja þessa skatta
í staðinn? Auðvitað munar ríkið
um svona gríðarlega stóra tölu. Ég
tel það alveg fráleitt að láta þenn
an skattstofn hverfa með öllu,“ segir
Steingrímur.
„Þarf ríkasta fólkið á Íslandi á
11 milljarða skattalækkun að
halda?“
Aðspurður út ummæli formanns
efnahags og viðskiptanefndar
varðandi það að ríkissjóður myndi
standa ágætlega þrátt fyrir missi
auðlegðarskattsins segir Stein
grímur þetta ekki svo einfalt.
„ Ríkissjóður stendur fyrst og fremst
þetta vel vegna þess að við sem
ríkis stjórn á fyrra kjörtímabili lögð
um traustan grunn að tekjuöflun
ríkisins. Núverandi ríkisstjórn er að
uppskera árangurinn af því, að við
treystum tekjugrunn ríkisins, en
þessi ríkisstjórn er byrjuð að veikja
hann,“ segir Steingrímur en með
því á hann ekki einungis við auð
legðarskattinn, heldur einnig lækk
un tekjuskatts og veiðigjalds.
„Staðan gæti verið ennþá betri ef
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
Hversu hár er auðlegðarskattur
fyrir árið 2013 og 2014?
n Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðar-
skattstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.
n Af auðlegðarskattstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og
yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna
greiðast 1,5%.
n Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af saman-
lögðum auðlegðarskattstofni hjóna greiðast 2%.
**Skv. heimasíðu ríkisskattstjóra.
Hversu margir
greiða árið 2014?
n 8.123 gjaldendur greiða annaðhvort
auðlegðarskatt eða viðbótarauðlegðar-
skatt eða báða skattana árið 2014.
n 4.057 gjaldendur eru bæði með auð-
legðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt.
n 2.477 gjaldendur eru bara með auð-
legðarskatt.
n 1.589 gjaldendur eru bara með
viðbótarauðlegðarskatt.
Dæmi um þingmenn
sem greiða auð-
legðarskatt 2014
n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson -
7.821.250 kr.
n Pétur H. Blöndal - 541.648 kr.
n Bjarni Benediktsson - 328.125 kr.
n Jón Gunnarsson - 96.319 kr.
n Frosti Sigurjónsson - 83.653 kr.
„Ekki sérstök
ástæða til að
viðhalda þeim skatta-
hækkunum sem urðu
hér eftir hrunSíðustu dagar
auðlegðarskattsins
n Ákvæðið skilar 11 milljörðum á þessu ári n „Þetta kristallar muninn á hægri og vinstri stjórn“
menn héldu tekjunum inni og not
uðu þær til að byrja að borga nið
ur skuldir og bæta í það sem mest
þörf er á að gera betur, í velferðar
málunum og víðar,“ segir Stein
grímur. „Stóra spurningin er bara
þessi, þarf ríkasta fólkið á Íslandi á
11 milljarða skattalækkun að halda?
Er það forgangsverkefni? Það segir
þessi ríkisstjórn og ég er ósammála
því,“ segir hann.
„Þetta kristallar muninn á hægri
og vinstri stjórn. Við reyndum að
leggja byrðarnar á þá sem voru helst
aflögufærir en núverandi ríkisstjórn
byrjar á því að létta sköttum af ríku
stu 3.000–4.000 fjölskyldunum á Ís
landi. Pólitík verður ekki skýrari en
það,“ segir hann að lokum. n