Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Page 26
Vikublað 29.–31. júlí 201426 Lífsstíll
Siggi Hlö
Bylgjan
„Ég hélt að maðurinn væri
svona 25 ára þegar ég
heyrði fyrst í honum. Ótrú-
lega björt og hress rödd.
Maður skilur konurnar sem
hringja úr sumarbústaðn-
um.“
Hulda G. Geirsdóttir
Rás 2
„Gjörsamlega frábær rödd, ótrúlega þægileg og góð
að hlusta á.“
Ívar Guðmundsson
Bylgjan
„Ívar Guðmundsson er einhvern
veginn fæddur í þetta.“
Gerður G. Bjarklind
Rás 1
„Útvarpsdrottningin Gerður G.
Bjarklind trónir án efa á toppnum.“
Þórður Helgi Þórðar-
son (Doddi litli)
Rás 2
„Doddi litli hefur einstaklega þokka-
fulla rödd og segir fimlega íþróttafréttir.“
Heiðar Austmann
FM 957
„Heiðar Austmann heldur manni ungum,
ekki bara með fagurri rödd, heldur
gömlum og gildum hnakkafrösum.“
Frosti Logason
X-ið 977
„Fær mann alltaf til að leggja vel við
hlustir með sinni valdamiklu rödd.“
Hanna G. Sigurðardóttir
Rás 1
„Hanna G. Sigurðardóttir er bæði róandi og vekj-
andi, gerir allt áhugavert sem hún fjallar um.“
Leifur Hauksson
Rás 1
„Hefur sérstaka gáfu til að vera framúrskarandi
áhugasamur og upplífgandi, sama hversu mikið dauð-
yfli hann talar við.“
Margrét Blöndal
Rás 2
„Kvenkyns Gestur Einar.
Eins og hún hafi alltaf verið
þarna. Maður býst alltaf við
því að eitthvað klúðrist en er
þó nokkuð viss um að það
gerist ekki. Samt ekki. Gerir
sakleysislega útvarps-
þætti að spennutryllum.“
Helgi Pétursson
Rás 1
„Gaurinn sem lætur manni finnast
Þessi voru einnig nefnd
„Með hina fullkomnu,
klassísku útvarpsrödd“
n Sigurlaug Margrét hefur bestu útvarpsröddina n Rás 1 með flestar tilnefningar
Í
dagsins önn eru fáar aðstæður
þar sem ekki er viðeigandi að
leyfa útvarpinu að óma. DV leit-
aði til álitsgjafa hvaðanæva að
úr þjóðlífinu og athugaði hver
hefði bestu útvarpsrödd útvarps-
stöðva á Íslandi. Sá útvarpsmað-
ur sem þeir álitsgjafar kunnu hvað
best að meta er Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir, gjarnan kölluð Silla.
Rödd hennar hefur lengi fengið að
hljóma í eyrum Íslendinga en hún
er í dag með þáttinn Segðu mér á
Rás 1. Hún hefur ekki langt að sækja
hæfileikana, en faðir hennar var út-
varpsmaðurinn Jónas Jónasson,
sem starfaði lengi á Rás 1. Raunar
fékk Rás 1 flestar tilnefningar álits-
gjafa, og mætti segja að útvarps-
stöðin sé sigurvegari á öllum víg-
stöðvum úttektarinnar. n
salka@dv.is
1 Sigurlaug M. Jónasdóttir
Rás 1
n „Sigurlaug þykir mér ansi skemmtileg. Mjög þægileg rödd og róandi.“
n „Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hefur undurmjúka og fallega rödd, og er
lagið að draga fram merkingu textans hverju sinni.“
n „Sigurlaug Margrét Jónasdóttir sem er með þáttinn Segðu mér á Rás 1 er
með hina fullkomnu, klassísku útvarpsrödd.“
n „Hún er mjög skýrmælt og það er gott að hlusta á hana. Hún er með góða
rödd. Hún er með þannig rödd að maður fer að hlusta.“
2-3 Ólafur Páll
Gunnarsson
Rás 2
n „Án vafa besti útvarpsmaður lands-
ins. Með yfirburðaþekkingu á við-
fangsefninu og kann að koma því til
skila til hlustenda líkt og þeir séu á pari
við hann sjálfan. Væri góður í jafningja-
fræðslu.
n „Oh Óli þægilega rödd, kemur með
alls konar fróðleik um tónlist og alls
konar á milli laga.“
n „Hrikalega fróður og skemmtilegur
útvarpsmaður sem virðist hafa óþrjót-
andi áhuga á tónlist.“
2-3 Þorgeir Ástvaldsson
Bylgjan
n „Mér finnst Þorgeir Ástvaldsson alltaf hafa mjög góða og hljómþýða rödd. Þegar ég
var 15 ára sjóveikur sjómaður í örfáa daga á trillu sem gerði út frá Patreksfirði 1981 þá
hljómaði allan liðlangan daginn í segulbandinu „ljósin á ströndum skína skær“ sem
Þorgeir söng. Jafnvel þótt minningin af sjóferðunum væri ekki sérstök þá bætti hljóm-
fögur rödd kappans líðanina verulega og síðan þá hefur rödd hans verið mér kær.“
n „Hans rödd er líka frábær. Svona fullkomin, róandi og um leið mjög þenkjandi rödd
sem tekst ítrekað að róa æstan mannskapinn, sem hringir inn til að ræða þjóðfélags-
málin, niður.“
n „Útvarpsrödd sem hefur fylgt þjóðinni í mörg ár. Alltaf skemmtilegur og þægilegur.“