Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 27
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Lífsstíll 27 að þetta verði allt í lagi, þrátt fyrir allt. Er alltaf til staðar, frá morgni til kvölds, hvernig sem allt hvolfist og fer. Býður honum ósjálfrátt góðan daginn og óskar honum góðra nátta.“ Lísa Pálsdóttir Rás 1 „Rökstuðningur; málið er dautt.“ Broddi Broddason Rás1 „Það er allt solid sem hann segir, fuglafréttir, veðurfréttir eða venjulegar fréttir, Broddi á að lesa allt á Rás 1, messa líka á sunnudagsmorgnum.“ Eiríkur Guðmundsson Rás1 „Eini sanni Bowie ljósvakans, fæddur fyrir vestan en talar eins og heimsmaður og skæruliði, rokkari og ljóðskáld í einni og sömu röddinni!“ Snorri Helgason Alvarpið „Annar útvarpsmaður sem getur líka sungið er Snorri Helgason, en rödd hans kemur vel út í þættinum Fílalag á Alvarpinu.“ Bergur Ebbi Benediktsson Alvarpið „Bergur Ebbi er líka með einstaka útvarpsrödd sem fær að blómstra í sama þætti. Hann þarf að nefna þótt hann rappi ekki eða syngi mikið.“ Saga Garðarsdóttir Alvarpið Saga er með leikaramenntuðu útvarpsröddina. Tilvalin í þess háttar útvarps- verkefni. En hún getur líka gleymt sér og verið prýðileg alþýðurödd.“ Andrea Jónsdóttir Rás 2 „Hún er bara rödd Rásar 2, búin að vera svo lengi, og skemmtileg útvarpskona.“ Atli Freyr Steinþórsson Rás 1 „Hann er með svo flauelsmjúka og ómþýða rödd sem maður tekur einhvern veginn eftir, en samt ekki. Ég vil að hann segi útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík við mig á morgnana og óski mér gleðilegra jóla þegar kirkjuklukkurnar hafa lokið sér af klukkan sex á aðfangadag.“ Andri Freyr Viðarsson Rás 2 „Hress og skemmtilegur. Þau Gunna eru dúnd- urdúett.“ Sólmundur Hólm Rás 2 „Kemur virkilega á óvart. Uppá- tækjasamur og ekkert skemmtilegra en þegar þeir Andri syngja veðurfréttirnar.“ „Með hina fullkomnu, klassísku útvarpsrödd“ 4-8 Lana Kolbrún Eddudóttir Rás 1 n „Sei nó mor. Þvílíka yfirvegun og ró er hvergi að finna á þekktum tíðnum. Getur auðveldlega gert dauðþurrkaða menn að æstum djassgeggjurum. Kveikir von um betra líf. n „Allt það besta sem í Rás 1 býr samankomið í einni rödd.“ 4-8 Hallgrímur Thorsteinsson Rás 1 n „Hann hefur svo fallega rödd, og áheyrilega. Hann er skýrmæltur og það er gott að hlusta á hann.“ n „Hann er líka á mínum lista með skýra og góða rödd.“ Álitsgjafarnir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Gunnleifur Gunnleifur landsliðsmarkmaður Helga Ólafsdóttir fjáröflunarstjóri UNICEF Jana Salóme Jósepsdóttir efnafræðingur Katrín Júlíusdóttir þingkona Katrín Oddsdóttir lögmaður Oddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemi Sigurður H. Einarsson vélvirki Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður Þórey Birna Björnsdóttir mannfræðinemi 4-8 Máni Pétursson X-ið 977 n „Sjálfstraustið geislar af Mána og það kemur fram í rödd hans. Rödd hans segir í raun: Ég segi það sem ég vil hvenær sem ég vil.“ n „Máni Pétursson er kannski grjótharður, en hefur einstak- lega mjúka rödd sem notalegt er að hlusta á.“ 4-8 Salka Sól Rás2 n „Fædd með útvarpsrödd og þessi hása áferð bæði töff og geislandi fersk.“ n „Mér finnst Salka Sól í Sumarmorgnum á Rás 2 með alveg frábæra útvarpsrödd. Svo örugg, traustvekjandi en björt og hress um leið. Svo er ekki verra að útvarpsfólk kunni að syngja og rappa.“ 4-8 Guðrún Dís Emilsdóttir Rás 2 n „Einstök rödd, glaðvær og grallaraleg.“ n „Svolítið skræk en skemmtileg og er alltaf í góðu skapi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.