Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 29.–31. júlí 201428 Lífsstíll Afslappaður og smekklegur stíll Ó skarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence er orðin ein skærasta stjarna Hollywood. Hispurslaus og skemmtileg framkoma henn- ar í viðtölum hefur gert hana að einni vinsælustu leikkonu heims, svo ekki sé minnst á leiklistarhæfileika henn- ar og útgeislun. Lawrence er þó ekki síður orðin að tískufyrirmynd, en stíll leikkonunnar þykir bæði afslappað- ur og smekklegur og hefur henni ver- ið hrósað í hástert fyrir fataval sitt og tískuvit. n horn@dv.is n Jennifer Lawrence er mikil tískufyrirmynd n Afslöppuð og smekkleg Rómantískt Jennifer klæðist hér víðri, hvítri blússu við blátt pils og rautt belti. Hvítu skórnir setja svo punktinn yfir i-ið. Afslöppuð og þægileg en jafnframt glæsileg fatasamsetning sem fer vel við liðað hár leikkonunnar. Sjóðheit Leikkonan vakti mikla athygli er hún mætti í þessum rauða kjól á Óskarsverðlaunahátíðina árið 2012. Kjóllinn er úr smiðju Calvin Klein og fer Jennifer einstaklega vel. Eldrauði liturinn er æpandi en kjóllinn er einfaldur í sniði og með því að halda skartgripum og fylgihlutum í lágmarki tókst leikkonunni að skapa fágað og fallegt útlit. Töffaraleg Ljós blazer-jakki við fallega sniðnar buxur, leðurhæla og rautt naglalakk á tánum. Töffaralegt útlit sem er fullkomnað með háu tagli og dökkri augnmálningu. Fágað Jennifer var sérlega glæsileg á kvikmynda- hátíðinni í Cannes vorið 2013. Þar klæddist hún svörtum og hvítum kjól frá Christian Dior við svarta hæla, rauðan varalit og hafði hárið liðað og afslappað. Jenni- fer sést iðulega í hönnun frá Dior, en hún hefur verið helsta andlit tískurisans undanfarin ár. Óhrædd Jennifer er óhrædd við að klæðast skærum litum og á kappakstrinum í Mónakó árið 2012 tók hún sig vel út í þessu appelsínurauða maxi-pilsi. Þrátt fyrir æpandi litinn er útlit Jennifer látlaust og afslappað. Afslappað Jenni- fer klæðist hér drapplituðum jakka við dökkar gallabuxur og vínrauða flatbotna skó. Jakkinn er hér aðalatriði en skórnir eru skemmtileg viðbót við annars einfalt, flott og þægilegt útlit. Glæsileg Jennifer var stórglæsileg á Óskarsverð- launahátíðinni árið 2013 í þessum hlýralausa kjól frá Christian Dior. Skartgripaval leikkonunnar vakti ekki síður athygli en lillableiki kjóllinn, en hún bar sítt hálsmen sem náði niður á bert bakið og fallega demantseyrnalokka við. Smekkleg Jennifer hefur hér þægindin í fyrirrúmi, en tekst að líta glæsilega út um leið. Íklædd síðu, hvítu pilsi og dökk- bláum bol við sandala og svarta tuðru. Allir í inniskóm „Hallærislegir“ inniskór eru aðalmálið í dag Flestir þekkja Birckenstock- sandalana sem þykja einkar þægilegir skór. Einhverra hluta vegna hafa þeir gjarnan verið kenndir við náttúruverndarsinna og verið vinsælir meðal þeirra. Þeir hafa sjaldnast ver- ið taldir mjög smart en þó átt sínar stundir í gegnum tíðina. Til dæmis hefur ofurfyrisætan Heidi Klum alltaf verið mikill talsmaður skónna og leikkonan Gwyneth Paltrow lét einu sinni hafa eftir sér: „Birckenstock og Gucci, það er mín hugmynd um það sem er svalt.“ Undanfarin misseri hafa þó margar helstu stjörnurnar sést skarta þessum óumdeilanlega þægilega fótabúnaði í miklum mæli. Þetta er kærkomið „trend“ fyrir flesta enda væntanlega leit að þægilegri fótabúnaði. 64% kvenna óánægðar með magasvæðið Í fyrsta skipti í nokkur ár virðist sundbolurinn vera orðinn vin- sælli en bikiní. Hjá vinsælu vef- versluninni George á síðunni asda.com gerðist það í fyrsta skipti í sumar að sundbolir urðu vin- sælli en bikiní. Sundbolir hafa verið mjög vinsælir meðal stjarn- anna undanfarin misseri og virðist það vera skila sér til almennings. Stjörnur eins og Kelly Brooke, Ellie Goulding, Rita Ora og Beyoncé hafa allar tekið sundboli fram yfir bikiní. Það eru eflaust margir sem fagna þessu nýja „trendi“ þar sem sundbolurinn hylur meira en bikiníið. Í könnun sem George gerði meðal viðskiptavina sinna sagðist yfir helmingur þeirra kvenna sem svöruðu að þær væru óöruggar með líkama sinn í sundfötum og sögðu 64 prósent að magasvæðið væri þeirra helsta vandamál. Það taka því eflaust margir þessum niðurstöðum fagnandi. n ritstjorn@dv.is Beyoncé Rita Ora Bikiníið víkur fyrir sundbolnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.