Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 38
Vikublað 29.–31. júlí 201438 Fólk
„Við erum mjög náin“
Chris Martin tjáir sig um skilnaðinn
E
nski tónlistarmaðurinn Chris
Martin ræddi um skilnað sinn
og bandarísku leikkonunnar
Gwyneth Paltrow í útvarps-
þættinum Valentine in the Morn-
ing á dögunum. Martin og Paltrow
höfðu verið gift í ein ellefu ár þegar
þau tilkynntu í mars síðastliðnum
að þau hefðu slitið samvistir. Síð-
an þá hafa hjónin fyrrverandi sést
ósjaldan saman ásamt börnum sín-
um, þeim Apple og Moses, og virð-
ist vinskapur Martins og Paltrow
því enn til staðar.
„Sannleikurinn er sá að mér lík-
ar ekkert sérlega að tala um þessa
hluti. En það sem við sögðum öll-
um í byrjun ársins er satt. Við erum
mjög náin, við erum ekki saman,“
sagði Chris í viðtalinu. „Það er mik-
il ást. Svo það er enginn skandall er
ég hræddur um. Ég vildi að ég gæti
gefið ykkur skandal.“
Í apríl sagði Martin í viðtali að
hans persónulegu vandamál hafi
átt þátt í því að samband hans og
Paltrow slitnaði. „Ef þú getur ekki
opnað sjálfan þig þá kanntu ekki að
meta undrið að innanverðu,“ sagði
hann þá. „Svo þú getur verið með
einhverjum mjög yndislegum en
vegna þinna eigin vandamála getur
þú ekki fagnað því á réttan hátt.“ n
ritstjorn@dv.is
Meðan allt lék í lyndi Chris og
Gwyneth voru gift í ellefu ár og eiga
saman tvö börn, átta og tíu ára.
Polanski
verðlaunaður
Forsvarsmenn Locarno-kvik-
myndahátíðarinnar hyggjast
verðlauna pólska leikstjórann
Roman Polanski fyrir framlag sitt
til kvikmyndalistar. Verðlaun-
in verða afhent á hátíðinni, sem
fram fer helgina 14. til 16. ágúst
næstkomandi. Ásamt því að veita
viðurkenningunni viðtöku mun
Polanski halda fyrirlestur um sýn
sína á kvikmyndagerð og veita
ungum og upprennandi leikstjór-
um góð ráð. Þá mun hann kynna
nýjustu mynd sína, Venus in Fur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Polanski hlýtur verðlaun fyrir
störf sín en hann vann sem kunn-
ugt er Óskarsverðlaunin fyrir
kvikmyndina The Pianist.
Harington
og Leslie
saman á ný?
Game of Thrones-stjörnurnar Kit
Harington og Rose Leslie sáust
saman á LAX-flugvellinum í Los
Angeles á dögunum. Að sögn
sjónarvotta fór vel á með parinu
fyrrverandi og kyndir það undir
orðróm þess efnis að þau hafi
tekið saman á ný. Líkt og frægt er
orðið eiga persónur Harington
og Leslie í Game of Thrones í ást-
arsambandi og fór svo að leik-
ararnir byrjuðu saman árið 2012.
Upp úr sambandinu slitnaði þó
ári síðar en undanfarið hefur sá
orðrómur verið á kreiki að Kit og
Rose séu byrjuð saman aftur. Til
að mynda voru þau nánast límd
saman á Comic Con sem fram
fór í San Diego fyrir skemmstu og
eftir að hafa flogið saman í vik-
unni eru margir þess fullvissir að
fiskisagan um parið fyrrverandi
sé sönn.
Hundafár í
Hollywood
Það er löngu vitað að hundurinn er besti vinur mannsins og á það að sjálfsögðu
einnig við um fræga fólkið. Fjölmargar stjörnur eru nefnilega hundaeigendur og
sjást iðulega úti að ganga með fjórfætta vini sína. DV tók saman nokkra heims-
fræga hundaeigendur.
Klæðir
hundinn
sinn upp
Ástralski leikarinn Hugh
Jackman á tvo hunda; þá
JJ og Dali. Sá síðarnefndi
er franskur bolabítur sem
bættist við fjölskyldu
Jackmans árið 2010 og
fara þeir félagar oft
saman í göngutúra. Það
sem hefur þó vakið einna
helst athygli er hve gjarn
Jackman er á að klæða
hundana sína upp, sér í
lagi ef illa viðrar, og þá
ekki ósjaldan í stíl við
sjálfan sig.
Tekur þá hvert sem er Bandaríska
leikkonan Sandra Bullock er mikill hundaunnandi og hefur tekið að
sér þrjá hunda með líkamlega fötlun; þá Poppy, Ruby og BeBe. Poppy
er þrífættur, Ruby tvífættur og BeBe eineygður en alla hundana fékk
leikkonan í dýraathvarfi í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hundana
þrjá tekur Bullock oft út að ganga og ekki nóg með það, heldur einnig
á kvikmyndasett. Raunar segist leikkonan taka hundana með sér
hvert sem hún fer og að vel komi til greina að hún taki að sér fleiri
hunda sem eigi við einhvers konar fötlun að stríða.
„Allir hundar sem skortir eitthvað eru velkomnir í okkar hús,“ sagði
leikkonan góðhjartaða eitt sinn í viðtali.
Ein stór fjölskylda
Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum er
mikill hundaunnandi og ver miklum tíma
með hundunum sínum þremur, þeim
Max, Freddy og Simba, og talar ósjaldan
um þá í viðtölum.
„Það er algjörlega bráðfyndið
þegar Max og Freddy prumpa,“ sagði
fyrirsætan í viðtali við tímaritið People
á dögunum.
„Þá stökkva þeir upp vegna þess að
hávaðinn hræðir þá.“
Klum segist elska að eiga hunda.
„Ég elska þegar við erum í sund-
lauginni í garðinum um helgar og,
óhjákvæmilega, dýfa Max og Freddy sér
beint út í vatnið. Simba er örlítið varkár-
ari þegar kemur að sundlaugarpartíun-
um okkar, svo hann bíður á brúninni og
þykist vera lífvörður … Við erum ein stór,
hamingjusöm fjölskylda.“
Alltaf á Instagram Bandaríska leikkonan Amanda
Seyfried elskar hundinn sinn meira en nokkuð annað. Um er að ræða ástralskan
fjárhund að nafni Finn sem fylgir leikkonunni hvert fótmál, en auk þess að taka
Finn iðulega með sér á almannafæri er Seyfried dugleg að deila myndum af
þeim félögum saman á myndasíðunni Instagram.
Andlit Topshop
Það má með sanni segja að Cara
Delevigne sé ein vinsælasta fyrir-
sæta heims í dag. Þrátt fyrir að
vera aðeins 21 árs þá hefur hún
náð mjög langt í tískuheiminum
og keppast hönnuðir um að láta
hana klæðast fötum þeirra. Cara
er nú nýtt andlit tískuvörurisans
Topshop fyrir nýjustu auglýsinga-
herferð hans fyrir haust/vetrar-
línu merkisins. Þetta er í fyrsta
skipti sem ein fyrirsæta er andlit
heillar herferðar hjá breskri tísku-
vöruverslun. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Cara auglýsir fyrir
merkið en í fyrsta skipti sem hún
gerir það ein.
Ástin í lífi Goslings
Hjartaknúsarinn Ryan Gosling sést ósjaldan
með sínum besta vini; hundinum George,
og er meira að segja til heil vefsíða tileinkuð
myndum af þeim félögum. George er tólf
ára blendingur sem vakti mikla athygli
er hann fylgdi eiganda sínum í spjallþátt
Jimmys Fallon og skartaði þar hanakambi.
Raunar tekur Gosling hundinn gjarnan með
sér í viðtöl og talar ósjaldan um hann.
„George er stóra ástin í lífinu mínu,“
sagði Gosling eitt sinn í viðtali.
„Venjulega tek ég hann með hvert sem
er. Ég er með sérstaka pappíra svo hann geti
ferðast með mér hvert sem ég fer.“