Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 9. október 2013 Dorrit dúkkar upp n Lífgar upp á samkomur F orsetafrú Íslendinga, Dorrit Moussaieff, dúkkaði upp á Íslandi í vikunni öllum til gleði og hleypti af stokkun­ um Forvarnardeginum með eig­ inmanni sínum. Dorrit gekk glað­ lega á milli fólks og ræddi við það eins og henni er einni lagið – á al­ þýðlegan og hlýlegan máta. Dorrit hefur lítið sést á landinu síðan hún flutti lögheimili sitt til Bretlands. Þar sér hún um skart­ gripaverslun foreldra sinna, Shlomo og Alisu. Faðir Dorritar er einn af rík­ ustu mönnum Bretlandseyja – er í 315. sæti samkvæmt lista Sunday Times frá 2011 – og eru eign­ ir hans eru taldar nema um 220 milljónum punda, rúmlega fjöru­ tíu milljörðum íslenskra króna. Dorritar hefur verið saknað af skerinu enda setur hún ávallt sterkan svip á þær samkomur sem hún sækir. Ólafur Ragnar var einn við þingsetningu í byrjun mánað­ ar en á þeim hefur Dorrit vakið mikla athygli. Sér í lagi árið 2010 þegar hún lét sér ekki nægja að brosa og veifa mótmælendum þegar þing var sett heldur klifraði yfir girðingu til að heilsa þeim og ræða við þá. Flutning lögheimilisins af landinu hefur Dorrit rökstutt með vísan til þess að hún hefði lof­ að foreldrum sínum fyrir margt löngu að taka við skartgripafyrir­ tækinu auk þess sem hún nefndi í yfirlýsingu að sú staðreynd að Ólafur Ragnar hefði getað misst forsetaembættið á síðasta ári hefði spilað inn í: „Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráð­ stafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtæk­ inu, eru nú háaldraðir,“ sagði Dor­ rit í yfirlýsingunni. n kristjana@dv.is Alþýðleg og hlý Dorritar er saknað af íslenskum vettvangi en hún dvelur mikið í London um þessar mundir. Mynd Sigtryggur Ari Í megrun á flat- botna skóm n „Mér finnst þessi barátta oft fara út í öfgar hér á Íslandi“ É g hef eiginlega aldrei drukkið gosdrykki, það kem­ ur örsjaldan fyrir að ég detti í eitthvað skyndibitasukk. Kannski tvisvar, þrisvar á ári,“ segir ísdrottningin og þokka­ gyðjan Ásdís Rán Gunnarsdóttir í samtali við DV en hún er stödd á Íslandi um þessar mundir. Ás­ dís Rán starfar sem fyrirsæta og hugar því eflaust sérstaklega vel að heilsu og útliti starfs síns vegna en hún hefur sett sér það markmið að ná af sér nokkrum aukakílóum með, að eigin sögn, öflugri aðferð. „Ég heiti því að ganga í íþrótta­ fötum og flatbotna skóm þang­ að til ég er búin að missa þrjú kíló. Þá má ég setja hælana og dressið aftur á! Ég geng á hælum alla daga þannig að þetta verð­ ur ástand sem ég á eftir að reyna að koma mér úr á sem skemmst­ um tíma,“ segir Ásdís Rán í léttum dúr um uppátækið en annars seg­ ist hún leggja stund á líkamsrækt nokkrum sinnum í viku. Jafnréttissinni Ásdís Rán klæðist gjarnan bleiku um þessar mundir. „Bleiki litur­ inn er alltaf í uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að taka hann út í ystu æsar þessar vikurnar til heiðurs krabbameinsátakinu,“ segir Ás­ dís Rán sem vill leggja sitt af mörkum. Jafnréttismál eru henni einnig mikilvæg að eigin sögn. „Sem kona, móðir og atvinnurek­ andi styð ég jafnrétti kynjanna og er femínisti á mörgum sviðum en alls ekki öllum. Mér finnst þessi barátta oft fara út í öfgar hér á Ís­ landi.“ gull, tígrismynstur og leður Ásdís Rán hefur löngum haft áhuga á tísku og smekklegum fylgihlutum en segist ekki eiga neitt uppáhaldsvörumerki. „Ég er smá „label frík“ og geng mikið í merkjavörum og nota fylgihluti líka. Ég á mest af Gucci, Louis Vuitton, Guess, DKNY og Cavalli en svo kaupi ég líka mikið í Zöru, Mango og fleiri álíka búðum og mixa þessu öllu saman,“ segir Ás­ dís Rán og segir stíl oftar en ekki byggjast upp út frá ákveðnu lita­ vali. „Þeir litir sem ég er hrifin af núna eru gull, tígrismynstur, grár og auðvitað bleikur sem er alltaf í uppáhaldi. Ég fíla stóra massífa skartgripi, blandaða úr ýmist gulli, svörtum lit eða leðri. Ein­ faldur og „glamorous“ vetrarstíll,“ segir Ásdís Rán um stíl sinn þessa dagana en hún segist ferðast mik­ ið og fá sífellt nýjan innblástur. „Ég er til dæmis alæta á tónlist, fer bara eftir staðsetningu og fíling. Ég ferðast svo mikið og hef lært að meta hina ýmsu tónlist um allan heim,“ segir Ásdís Rán. Á fitusnauðu fæði Ásdís Rán segist gefa sér góðan tíma fyrir líkamsrækt og hefur komið upp góðum venjum. „Það sem virkar best fyrir mig er að lyfta í klukku­ tíma og taka smá brennslu í lokin þrisvar til fimm sinnum í viku. Ég er ekki mikið fyrir að fara í eins­ taka tíma nema þá helst spinningu. Mér finnst líka æði að hlaupa eða skokka úti í góðu veðri erlendis, en ég er ekki viss um að ég geri mikið af því á íslandi,“ segir Ásdís Rán um þá líkamsrækt sem er í uppáhaldi og hún stundi hvað mest. Hún ætlar sér einnig að taka góða rispu í matar­ æðinu. „Ég vel einfaldlega léttari fituminni mat. Ætla að taka matar­ æðið vel í gegn núna í október til að losna við þessi extra kíló,“ segir Ás­ dís Rán að lokum. n svala@dv.is Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Strengir heit „Ég heiti því að ganga í íþróttafötum og flatbotna skóm þangað til ég er búin að missa þrjú kíló. Þá má ég setja hælana og dressið aftur á!“ segir Ásdís Rán. Ásdís rán fylgist með tískunni „Bleiki liturinn er alltaf í uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að taka hann út í ystu æsar þessar vikurnar til heiðurs krabbameinsátakinu.“ Ráðherrar sprella Þeir sprella mikið þessa dag­ ana, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð­ herra og Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra. Þeim sást bregða fyrir í Stund­ inni okkar þar sem þeir tóku lagið saklausir á svip, þá ákváðu þeir að styrkja gott málefni og bregða sér í gervi Captain Kirk og Spock úr Star Trek til að safna fé fyrir Bleiku slaufuna, fjáröflunar­ og árvekniátak Krabbameinsfélagsins. Sátu þeir fyrir á ljósmynd sem verð­ ur boðin upp. Gíslataka Gísli Marteinn Baldursson efn­ ir til kosninga um nafn á nýjum spjallþætti á RÚV á Facebook­ síðu sinni. Hann biður fólk um að kjósa á milli tveggja tillagna: Vikan með Gísla Marteini eða Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini. Vinir hans á Facebook leggja ólmir til fleiri valkosti og sumir þeirra eru ansi kostulegir. Til að mynda Sunnudagssteikin með Gísla Marteini Gíslataka, Gíslasaga Marteins og Afsakið hlé. Iðandi kolkrabbi á disknum „Maturinn hreyfist á disknum hjá mér,“ segir Ragnar Bragason þegar blaðamaður slær á þráð­ inn til hans. Ragnar er staddur í Kóreu á Busan International Film Festival, einni virtustu og stærstu kvikmyndahátíð Asíu, þar sem hann kynnir kvik­ myndina Málmhaus. „Ég er að snæða kolkrabba, ég hef nú ekki fengið mér nema einn bita, því mér sýnist hann enn lifandi,“ sagði Ragnar hálfefins um lystisemdirnar. Á meðal annarra íslenskra mynda sem hafa verið sýndar á hátíðinni eru Sveitabrúðkaup, The Good Heart og Englar al­ heimsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.