Fréttablaðið - 30.01.2015, Síða 2
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hvað er eitt ár milli kvenna?
„Mér líður best á milli kvenna.“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri
Kvennablaðsins, telur að 100 ára kosninga-
rétti kvenna sé fagnað ári of snemma.
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
67
0
77
Allt að 20.000 kr. bókunarafsláttur á mann.Síðasti dagur bókunarafslátts í dag!
Bókaðu ferð
og
staðfestu inn
an 5 daga.
Sumar
2015
FJARÐABYGGÐ Bóndi á bænum
Kirkjubóli í Norðfirði er afar
ósáttur með það hvernig staðið var
að smalamennsku í sunnanverðum
Mjóafirði í nóvember í fyrra. Sjö
kindur, af þeim átta sem átti að
sækja, voru skotnar á færi.
„Mér þykir mjög dapurt að
fjallskilastjóri hafi farið af stað
án þess að ræða við okkur,“ segir
Ólafía Sigrún Einarsdóttir, bóndi
á Kirkjubóli.
Samkvæmt gangnaseðli Fjarða-
byggðar stóð til að smala sunnan-
verðan Mjóafjörð, frá Nípu að Súlu
við Reyki, 18. október síðastliðinn.
Myndi sveitarfélagið leggja til
fimm menn en ábúendur á Kirkju-
bóli einn.
Þegar gangnadagur rann upp
var veður slíkt að ekki þótti tækt
að standa í fjárrekstri og það sama
var uppi á teningnum daginn eftir.
Var smalamennsku frestað um
óákveðinn tíma.
Þann 3. nóvember lagði Sig-
urður Baldursson, fjallskilastjóri
Fjarðabyggðar og bóndi á Sléttu
í Reyðar firði, af stað í verkið við
þriðja mann. Kindurnar, sumar
hverjar útigengnar, hlupu í sjálf-
heldu og mat hann þann kost væn-
legastan að skjóta féð á færi. Einn
lambhrútur náðist lifandi.
„Hún telur sig hafa átt kindurn-
ar en vegna aðstæðna þá var ekki
hægt að markskoða hræin,“ segir
Sigurður Baldursson fjallskila-
stjóri. Kindurnar hafi hlaupið í
björg og hann hafi aðeins átt þann
kost að skjóta þær á færi. Þau hafi
náð ómörkuðum lambhrút lifandi
og getað markskoðað móður hans.
Honum var skilað til Ólafíu.
„Það lék aldrei neinn vafi á því
hvaðan þessar kindur væru. Við
áttum þær allar,“ segir Ólafía.
Hún kveður hræ kinda hafa rekið
á fjörur og að þau hafi borið henn-
ar mark. Henni fróðari menn telji
einnig að hvergi sé sjálfheldu að
finna á svæðinu.
Ólafía sendi bæjarráði Fjarða-
byggðar bréf í lok nóvember og
setti út á framkvæmd smala-
mennskunnar. Hún fór þess á leit
að ábúendum á Kirkjubóli yrði
bætt tjónið.
Bæjarráð svaraði bréfinu þann
12. janúar en í millitíðinni hafði
verið leitað umsagnar Matvæla-
stofnunar. Þar er gagnrýnt að
svæðið hafi ekki verið smalað
á tilskildum tíma og að það hafi
ekki verið smalað undanfarin ár.
Niður staðan er þó sú að úr því sem
komið var hafi Sigurði verið nauð-
ugur einn kostur að farga fénu.
„Það sem mér sárnar mest er
ekki tjónið heldur aðförin að kind-
unum. Það er mín tilfinning að
ekki hafi staðið til að ná þeim á
lífi,“ segir Ólafía.
johannoli@frettabladid.is
Fjallkóngurinn skaut
féð sem átti að smala
Sjö kindur voru skotnar á færi í Mjóafirði í fyrra eftir að þær hlupu í björg. Bóndi
í Norðfirði telur sig eiganda kindanna og segir framkvæmd verksins hafa verið
ábótavant. Fjallskilastjóri segir aðstæður ekki hafa boðið upp á markskoðun.
Það sem mér sárnar
mest er ekki tjónið heldur
aðförin að kindunum.
Ólafía Sigrún Einarsdóttir,
bóndi á Kirkjubóli
FJALLKÓNGUR
Sigurður Baldursson
ásamt hluta hópsins í
Mjóafirði.
M
YN
D
/ÞU
RÍÐ
U
R LILLÝ SIG
U
RÐ
ARD
Ó
TTIR
KLYFJAHESTUR Eldur beið úti á meðan myndin var sýnd og fékk að gæða sér á
örlitlu poppkorni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MENNING Í gær var kvikmyndin Reimt á Kili sýnd í fyrsta skipti í
Reykjavík. Á meðan á sýningu stóð var hesturinn Eldur fyrir utan Bíó
Paradís. Honum var ekki hleypt inn þar sem hann gat skemmt gólfið.
Sigurður Ingólfsson, leikstjóri myndarinnar, segir hana vera stutta,
leikna heimildarmynd. Umfjöllunarefnið er för Reynistaðabræðra
norður í land en líkt og alkunna er náðu þeir ekki alla leið.
Myndin verður sýnd aftur á morgun, laugardaginn 31. janúar. - jóe
Heimildarmynd um för Reynistaðabræðra í Bíói Paradís:
Hesturinn fékk ekki að fara inn
ATVINNULÍF Félag kvenna í atvinnu-
lífinu afhenti í gær árlegar viður-
kenningar.
FKA-viðurkenninguna 2015 hlaut
Guðbjörg Magnea Matthíasdótt-
ir, einn aðaleigandi Ísfélags Vest-
mannaeyja. Eiginmaður Guðbjarg-
ar féll frá á árinu 2000. Tveimur
mánuðum síðar brann nýtt frysti-
hús Ísfélagsins.
„Þetta var einn af fjölmennustu
vinnustöðunum í Vestmannaeyj-
um og ekki annað í boði en að taka
við kyndlinum og reka fyrirtækið
áfram,“ er haft eftir Guðbjörgu í til-
kynningu frá FKA.
Hvatningarviðurkenningu FKA
hlaut María Rúnarsdóttir, einn
stofnenda Mint Solutions. „Þegar
kom fram á unglingsár var hún
staðráðin í að stofna sitt eigið fyrir-
tæki bara um leið og henni dytti
eitthvað „sniðugt“ í hug,“ segir um
Maríu í tilkynningunni. Árið 2010
Félag kvenna í atvinnulífinu veitti þremur konum viðurkenningar í gær:
Heiðraðar fyrir árangur í starfi
HEIÐRAÐAR
Guðbjörg Matth-
íasdóttir, Guðný
Guðjónsdóttir og
María Rúnars-
dóttir tóku við
viðurkenningum
sínum í Hörpu.
MYND/FKA
stofnaði hún ásamt Ívari Helga-
syni, eiginmanni sínum, og Gauta
Reynis syni fyrirtækið Mint Sol-
utions og hófust þau handa um
þróun lyfjagreinis. „Við ætlum
okkur að sigra heiminn, einn bita í
einu,“ segir María.
Þakkarviðurkenninguna hlaut
síðan Guðný Guðjónsdóttir, eigandi
Mokkakaffis. „Það er ekki bara
Félag kvenna í atvinnulífinu sem
stendur í þakkarskuld við Guð-
nýju Guðjónsdóttur. Nafn hennar
og fyrirtæki er samofið íslenskri
menningu; á sér öruggan stað í
hjarta listamanna landsins sem og
listunnenda, sælkera, stúdenta og
hvers kyns spekúlanta,“ segir FKA
um Maríu, sem stofnaði Mokka-
kaffi fyrir 57 árum ásamt Guð-
mundi Baldvinssyni, eiginmanni
sínum. - gar
REYKJAVÍK Reykjavíkurborg og
Ríkisútvarpið hafa náð samkomu-
lagi um að borgin leigi hluta af
húsnæði RÚV að Efstaleiti 1.
Það sem um ræðir er hluti af
anddyrishæðinni auk tveggja
hæða þar fyrir ofan. Húsnæðið
mun koma til með að hýsa þjón-
ustumiðstöð Laugardals og Háa-
leitis sem hefur verið í Síðumúla.
Leigusamningurinn er til 15 ára
með mögulegri framlengingu til
fimm ára. Leigan nemur 4.900.000
krónum á mánuði. Fermetrafjöld-
inn er tæplega 1.900 í sérrýmum
auk 700 í sameiginlegum. - jóe
Borgin fær hluta Efstaleitis 1:
Reykjavík leigir
í Útvarpshúsinu
VIÐSKIPTI 43 starfsmönnum Lands-
bankans var sagt upp störfum
í gær. Þrjátíu þeirra störfuðu í
höfuð stöðvum bankans í Austur-
stræti og að auki fengu allir starfs-
menn útibúsins í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar uppsagnarbréf.
„Þetta eru ömurlegar fréttir
ofan á allt það sem á hefur gengið
undanfarin fjögur ár,“ segir Frið-
bert Traustason, framkvæmda-
stjóri Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja (SSF). Hann segir
að síðan í hruninu hafi fjármála-
fyrirtæki fækkað starfsfólki um
þriðjung eða um ríflega 2.000
manns.
Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsbankans, segir
að uppsagnirnar nái til flestra
sviða. Aukin áhersla á rafræna
afgreiðslu leiði til fækkunar og
hagræðingar á sviðum sem áður
þörfnuðust starfsfólks. Uppsagn-
irnar í flugstöðinni séu síðan var-
úðarráðstöfun þar sem óvíst sé
hvort starfsemi bankans haldi
áfram þar.
„Ég hélt að mesta umrótið væri
búið eftir hrunið en svo fær maður
fréttir á borð við þetta reiðars-
lag,“ segir Friðbert. „Það er varla
hægt að halda kerfinu gangandi ef
fyrir tækin taka upp á því að halda
áfram að fækka fólki.“
Hann segir að uppsagnirnar
komi auðvitað langverst við þá
sem verða fyrir þeim. Nokkrir
hafi haft samband við SSF í dag
og Friðbert gerir ráð fyrir því að
þeim sem það geri muni fjölga á
næstu dögum. - jóe
Uppsagnirnar ná til flestra sviða. Framkvæmdastjóri SSF stóð í þeirri trú að það versta væri yfirstaðið:
Landsbankinn segir 43 starfsmönnum upp
DÓMSMÁL Saksóknari fer fram á
allt að þriggja ára fangelsi yfir
Hannesi Smárasyni, fyrrverandi
stjórnarformanni og forstjóra FL
Group, vegna fjárdráttar.
Hannesi er gefið að sök að hafa
millifært tæplega þrjá milljarða
króna af reikningi FL Group hjá
Kaupþingi í Lúxemborg yfir á
reikning Fons hjá sama banka.
Brotið á að hafa átt sér stað
fyrir um áratug og setti verjandi
Hannesar út á hve langan tíma
rekstur málsins hefur tekið.
Dómur ætti að liggja fyrir
innan fjögurra vikna. - skh, jóe
Hannes Smárason fyrir rétti:
Saksóknari vill
þriggja ára dóm
LANDSBANKINN Flestir starfsmann-
anna störfuðu í höfuðstöðvum bankans
í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
C
-1
C
4
8
1
7
E
C
-1
B
0
C
1
7
E
C
-1
9
D
0
1
7
E
C
-1
8
9
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K