Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 8

Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 8
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 KJARAMÁL Félagsmenn VR vilja í auknum mæli leggja áherslu á beinar launahækkanir í kjara- samningum og eru ekki reiðu- búnir til að taka þátt í þjóðar- sátt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem VR lagði fyrir félagsmenn og var kynnt á fundi trúnaðar- ráðs félagsins á miðvikudags- kvöld. Á fundinum fór Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, yfir stöðuna í kjaramálum og fjallaði um næstu skref, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Félagsmenn VR krefjist sann- girni og leiðréttingar í ljósi þró- unarinnar síðustu misseri, rétt eins og aðrir á almennum vinnu- markaði. Blönduð leið krónu- tölu- og prósentuhækkana henti félaginu vel. Fram kom á fundinum að tæpur helmingur félagsmanna, eða 48 prósent, vilji leggja áherslu á beina launahækkun í komandi samningum, en það sé mun hærra hlutfall en í könn- unum síðustu ára. Árið 2010 hafi fjórðungur lagt áherslu á beinar hækkanir og rúmur þriðjungur árið 2013. Á þeim árum var atvinnu- öryggi félagsmönnum ofar í huga. - óká ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR Stuðningur við þjóðarsátt fer minnkandi: Félagsmenn VR vilja beina launahækkun Atriði Hlutfall Beinar launahækkanir 48% Trygging kaupmáttar 44% Atvinnuöryggi 3% Annað 5% * Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna VR um hvað leggja skuli áherslu á í komandi kjarasamningum. Áhersluatriði félagsmanna VR* SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni- hlutans í bæjarráði Grindavíkur gagnrýna áform meirihlutans um byggingu íþróttamannvirkja. Fulltrúi B-listans sagði leið meiri- hlutans fela í sér meiri kostnað en fjárhagsáætlun 2015-2018 gerði ráð fyrir. Nær væri að framkvæma upp- bygginguna í tveimur skrefum. „Miðað við tillögur nefndarinn- ar á að byggja 530 fermetra sal fyrir gólfíþróttir og um 1.600 fer- metra nýtt íþróttahús. Slík stækkun er mikið stökk á skömmum tíma,“ bókaði fulltrúi B-listans og hvatti fulltrúa meirihlutans úr D-lista og G-lista til að endurskoða ákvörðun sína. Minni salur myndi duga. Fulltrúi S-listans lagði til að málinu yrði frestað uns þörf fyrir íþróttamannvirki yrði betur kort- lögð en tillagan var felld. - gar Nýtt íþróttahús í Grindavík: Telja of geyst farið í byggingu GRINDAVÍK Byggja á 1.600 fermetra íþróttahús. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRINDAVÍK Styrkur til Ítalíufarar Bæjarráð Grindavíkur hefur sam- þykkt að veita hverjum félaga í kór Grindavíkurkirkju 15 þúsund króna styrk vegna ferðar kórsins til Bolzano á Norður-Ítalíu í júní. Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is BREMSAÐU AF ÖRYGGI 20% AFSLÁTTUR BREMSUVÖRUR OG BREMSUVINNA VIÐ HEKLUBÍLA Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska á meðan þú bíður. Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur! HÚSNÆÐISMÁL Samningur milli Íslandsbanka og Reykjavíkur- borgar um uppbygg ingu, skipu- lag og skiptingu Kirkjusandsreits var undirritaður í gær. Um er að ræða heildarskipulag fyrir lóðirn- ar Kirkjusand 2, þar sem höfuð- stöðvar Íslandsbanka eru í dag, og Borgartún 41, sem oft er köll- uð Strætólóð. Gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu, af þeim munu 180 koma í hlut borgarinnar. „Við munum leggja áherslu á litlar og meðalstórar íbúðir, ekki síst inn á leigumarkaðinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem segir þetta hluta af áætlun meirihlutans um eflingu leigu- markaðar. Dagur segir óákveðið hver muni sjá um að byggja á svæðinu. „Við eigum eftir að skilgreina það nákvæmlega en við sjáum fyrir okkur að þarna verði blanda af búseturéttaríbúðum, almennum leiguíbúðum, félagslegum íbúðum og jafnvel stúdentaíbúðum,“ segir Dagur. Íslandsbanki mun ráðstafa þeim 120 íbúðum sem eftir eru og atvinnuhúsnæði sem mun rísa á svæðinu. Á reitnum er fyrirhuguð blönduð miðborgarbyggð. Reitnum verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingarmagn í heild áætlað um 75–85 þúsund fermetrar. Um helmingur byggingarmagns verð- ur atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta. „Það verður í raun framhald á Borgartúninu. Það er mjög vin- sælt og hefur líklega aldrei verið vinsælla og við sjáum mikil tæki- færi til að bæta við þar,“ segir Dagur. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir reitinn er þegar hafin og verður það kynnt fyrir hagsmuna- aðilum og almenningi á næstu vikum og mánuðum, samhliða formlegu auglýsingarferli. Íslandsbanki hyggst sameina alla höfuðstöðvastarfsemi sína á einum stað á reitnum. Þannig ætlar bankinn að byggja um 7.000 fer- metra viðbyggingu við suð vestur- enda núverandi skrifstofuhúsnæð- is. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í lok þessa árs og að þær taki um tvö ár. Göturými á reitnum verða hönn- uð jafnt fyrir alla ferðamáta og lögð verður áhersla á fjölbreytt græn svæði, nærþjónustu og gæði byggðar. Gert er ráð fyrir almenn- ingstorgi og listaverkum á svæð- inu. Bílageymsla verður staðsett undir torginu og mun hún nýtast íbúum utan skrifstofutíma í bank- anum. fanney@frettabladid.is 300 nýjar íbúðir á Kirkjusandi Reykjavíkurborg og Íslandsbanki hafa undirritað samning um uppbyggingu á Kirkjusandsreit. Gert er ráð fyrir 300 nýjum íbúðum á svæðinu. Borgarstjóri segir að lögð verði áhersla á litlar og meðalstórar leiguíbúðir. UNDIR- RITAÐ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samning um Kirkjusands- reitinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KIRKJUSANDSREITUR Vinna við nýtt deiliskipulag er hafin. MYND/REYKJAVÍKURBORG VIÐSKIPTI Gildi lífeyrissjóðir hef- urkeypt fimm milljónir hluta í Vodafone á Íslandi. Miðað við loka- gengið 38,15 í gær er verðmæti hlutarins 190 milljónir króna. Í flöggun til Kauphallar kemur fram að Gildi á nú 11,06 prósent í Vodafone. Heildarverðmæti þess hlutar er nú 1,4 milljarðar króna. Gildi er næststærsti hluthafinn í Vodafone. Stærstur er Lífeyris- sjóður verslunarmanna sem á 13,1 prósent, eftir því sem fram kemur á hluthafalista. - jhh Keypti fyrir 190 milljónir: Gildi jók hlut sinn í Vodafone VIÐSKIPTI Marinox ehf. og Matís hafa saman sótt um og hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði upp á 45 milljónir króna frá árinu 2011. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er Hörður G. Kristinsson, rannsóknarstjóri Matís, líka stærsti eigandi Mar- inox, sem meðal annars framleið- ir snyrtivörur undir vörumerkinu UNA Skincare. Þá kom fram að önnur snyrtivörufyrirtæki veigra sér við því að kaupa nauðsynlega þjónustu af Matís vegna þessarar stöðu rannsóknarstjórans gagn- vart keppinautum sínum. Styrkirnir sem Marinox hefur fengið frá Tækniþróunarsjóði hafa farið í rannsóknir á efnum úr íslensku þangi og afurðum unnum úr því. Um er að ræða markaðs- rannsóknir og þróun aðferða við að framleiða nýjar vörur bæði fyrir matvælaiðnað og aðra mark- aði. Tækniþróunarsjóður á að styðja við þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Mikið er lagt upp úr samstarfi stofnana, háskóla og fyrirtækja auk þess sem styrkja á lítil verk- efni á vegum einstaklinga og smá- fyrirtækja sem eru líkleg til að verða atvinnu- og tekjuskapandi þrátt fyrir áhættu í upphafi, eins og segir í lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun frá 2007. - hkh Marinox og Matís hafa frá 2011 saman fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði: Hafa fengið 45 milljónir í styrk HÖRÐUR G. KRISTINSSON. Rann- sóknar stjóri hjá Matís og eigandi Marin ox FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARL Við sjáum fyrir okkur að þarna verði blanda af búseturéttaríbúðum, almennum leiguíbúðum, félagslegum íbúðum og jafnvel stúdentaíbúðum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -A C 3 8 1 7 E D -A A F C 1 7 E D -A 9 C 0 1 7 E D -A 8 8 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.