Fréttablaðið - 30.01.2015, Page 18
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Davíð
Ósvaldsson
útfararstjóri
Óli Pétur
Friðþjófsson
útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GESTUR JÓNSSON
fyrrum bóndi í Skaftholti,
Gnúpverjahreppi,
síðast til heimilis að
Ægisgrund 14, Skagaströnd,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Blönduósi þriðjudaginn 27. janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Gestur Jón Gestsson Kristín Grétarsdóttir
Soffía Rósa Gestsdóttir Birgir Þór Borgþórsson
Halldóra Á. Heyden Gestsdóttir Steingrímur Ingvarsson
Kristjana Heyden Gestsdóttir Birgir Örn Birgisson
börn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGI KRISTINSSON
fyrrverandi skólastjóri
Tómasarhaga 34
sem lést laugardaginn 24. janúar verður
jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn
2. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.00.
Hildur Þórisdóttir
Þórir Ingason Þorbjörg Karlsdóttir
Kristinn Ingason Bergdís H. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar okkar ástkæra
SIGTRYGGS JÓNSSONAR
frá Samkomugerði.
Halldóra J. Jónsdóttir
Halla Lilja Jónsdóttir
Sigfús Jónsson
Ólafur Jóhann Borgþórsson
Okkar ástkæra
VALBORG HELGADÓTTIR
kennari,
Háaleitisbraut 45,
lést eftir skammvinn veikindi á kvennadeild
Landspítalans mánudaginn 26. janúar.
Kolbrún H. Hauksdóttir
Haukur Gylfason Margrét M. Olsen
Þórir Finnur Helgason Vigdís Björnsdóttir
Guðrún B. Helgadóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma okkar,
MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR
Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund að
kvöldi 26. janúar sl.
Inga Hersteinsdóttir Ástríður Pálsdóttir
Anna Margrét Kornelíusdóttir Hersteinn Pálsson
Páll Ragnar Pálsson Sigmundur Kornelíusson
og fjölskyldur.
Sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ANTON HALLGRÍMSSON
Skarðshlíð 31, Akureyri,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 24. janúar verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. febrúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pálína Valsdóttir
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson Þóra Hlynsdóttir
Iðunn Vilborg Hallgrímsdóttir
önnumst við alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Þegar
andlát ber
að höndum
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Ástkær móðir okkar, amma,
langamma og tengdamamma,
ELÍ M. SIGURÐSSON
Kópavogsbraut 1c,
lést 27. janúar á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð. Útförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 6. febrúar kl. 13.
Ingolf J. Ágústsson Jónína Jóhannsdóttir
Guðbjörg Ágústsdóttir
Jóhanna Ágústsdóttir Óskar Ólafsson
Ágúst E. Ágústsson Hrefna Sigfúsdóttir
Kristján E. Ágústsson Kristín Jóna Vigfúsdóttir
Helgi B. Ágústsson Inger Lise Ágústsson
Halldóra Ó. Ágústsdóttir Ólafur Jóhannesson
Geir Sigurðsson Vilma Kinderyte
barnabörn og barnabarnabörn.
Halaleikhópurinn frumsýnir í kvöld
Tíu litla strandaglópa – Morð á morð
ofan eftir Agöthu Christie. Segir
leikritið sögu af tíu einstaklingum
sem boðið er af dularfullum hjónum
í helgar ferð á klettaeyju. Gestirnir
verða strandaglópar og taka að týna
lífinu hver á fætur öðrum. Leikstjóri
sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason
en framkvæmdastjóri hennar er Guð-
ríður Ólafs Ólafíudóttir, ritari í stjórn
Halaleikhópsins sem stofnaður var
í september 1992. Markmiðið var að
„iðka leiklist fyrir alla“ og í hópnum
eru bæði fatlaðir og ófatlaðir einstak-
lingar. Fötlun er hvorki hindrun né
skilyrði, heldur tækifæri.
„Ég hef verið í hópnum frá upphafi
en ég hef ekki alltaf tekið þátt í leik-
sýningum. Núna tók ég að mér að vera
framkvæmdastjóri þessarar sýning-
ar,“ segir Guðríður.
Hún getur þess að reynt sé að finna
til sýninga leikrit sem sem flestir geti
tekið þátt í. „Það geta ekki allir alltaf
tekið þátt en við erum mjög metnaðar-
full í vali á leikritum og leikstjórum og
margar sýningar hafa verið mjög eftir-
minnilegar. Við settum til dæmis upp
Fílamanninn eftir Bernard Pomerance
en við snerum því við. Í sýningunni
okkar voru allir fatlaðir nema hann.“
Guðríður segir þátttöku í sýningum
gefandi og styrkjandi. „Það hjálpar
ábyggilega mörgum að koma fram og
læra stórar rullur.“
Halaleikhópurinn, sem í eru um 80
félagar, er aðili að Bandalagi íslenskra
leikfélaga sem eru samtök áhugaleik-
félaga á Íslandi. Á heimasíðu Halaleik-
hópsins, halaleikhopurinn.is, segir að
þetta áhugaleikfélag hafi lyft grettis-
taki í að eyða fordómum og styrkja ein-
staklinga til að taka skref, sem annars
hefðu verið ófarin og styrki því marga
Halafélaga á einn eða annan hátt. Fötl-
un gleymist í þessu áhugaleikfélagi.
Auk einnar stórrar sýningar á hverj-
um vetri eru settar upp styttri sýning-
ar, ýmist að hausti eða vetri, að því er
Guðríður greinir frá. „Við köllum þær
haustfagnað eða vorfjör,“ segir hún.
Sýningarnar á Tíu litlum stranda-
glópum verða á jarðhæð Sjálfsbjargar-
hússins við Hátún 12.
ibs@frettabladid.is
Morð á morð ofan í
sýningu Halaleikhópsins
Í Halaleikhópnum eru bæði fatlaðir og ófatlaðir einstaklingar. Þátttaka í sýningum
gef andi og styrkjandi, segir Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, ritari stjórnar hópsins.
Á ÆFINGU
Halaleikhópur-
inn frumsýnir
í kvöld Tíu litla
strandaglópa
eftir Agöthu
Christie. Sýn-
ingin verður í
Sjálfsbjargar-
húsinu við
Hátún 12.
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Guðríður Ólafs
Ólafíudóttir, ritari stjórnar Halaleikhópsins,
er framkvæmdastjóri leiksýningarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
C
-6
6
5
8
1
7
E
C
-6
5
1
C
1
7
E
C
-6
3
E
0
1
7
E
C
-6
2
A
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K