Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 20
FÓLK| efna er að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Mindstorms LEGO-i til að leysa tiltekna þraut sem tengist þema keppninnar. Þá eiga þátttakendur að gera vísindalega rannsókn á ákveðnu efni sem einnig tengist þemanu. Þeir eiga jafnframt að halda ítarlega dag- bók um undirbúning fyrir keppn- ina. Eins þurfa liðin að sýna fram á að þau hafi unnið sem lið og að lokum þurfa þau að gera grein fyrir því hvernig þau forrituðu vélmennið sitt,“ útskýrir Dagrún. Mikill undirbúningur liggur að baki keppninni og hófst hann strax við upphaf skólaárs í ágúst. „Þátttakendur búa sér til rann- sóknarspurningu og leggjast í rannsókn sem tengist þema ársins. Í fyrra var þemað nátt- úruöfl og bjó einn hópurinn til snjóflóðaapp til að auðvelda leitarmönnum að finna fórnar- lömb snjóflóða svo dæmi séu nefnd. Rannsóknarspurningin í ár gæti til dæmis verið á þessa leið: „Hvernig getum við fengið tiltekinn hóp nemenda til að læra tiltekið atriði betur?“ Þátt- takendur fengu svo alveg frjálsar hendur. Nemendur í Danmörku, sem fengust við svipað verkefni, skoðuðu til dæmis arkitektúr í skólastofum og áhrif hans á frammistöðu nemenda,“ upplýsir Dagrún. Nemendur halda líka dag- bók um starfið og þurfa að sýna fram á að þeir hafi starfað sem hópur og að allir hafi tekið þátt. „Í október fengu þátttakendur svo senda þraut og plastmottu frá LEGO og FIRST og þá hófst vinnan við forritun vélmennis sem á að leysa þrautir tengdar þemanu. Í fyrra lét einn hópurinn vélmennið bjarga hundi úr felli- byl og annar lét það koma fólki í skjól undan eldgosi,“ segir Dag- rún. Hún lítur á morgundaginn sem uppskeruhátíð þar sem þátt- takendur leggja spilin á borðið og sýna hvað þeir hafa lært en dómarar eru meðal annars lekt- orar og prófessorar af verkfræði-, náttúru-, og menntavísindasviði Háskólans. „Að mínu mati hafa þátttakendur nú þegar unnið stóran sigur enda liggur mikill lærdómur í því að fara í gegnum allt þetta ferli. Fyrrverandi þátt- takendur hafa haft það á orði að þetta sé það verkefni í skólanum sem þeir hafi lært hvað mest af. Þeir koma ár eftir ár til að hjálpa okkur við framkvæmdina og finnst fátt skemmtilegra.“ HEIMILDARMYND Í BÍGERÐ Dagrún segir alla skóla geta tekið þátt en hingað til hefur þátttaka skóla utan af landi verið meiri en skóla af höfuðborgarsvæðinu. „Við erum þó með fimm lið af höfuðborgarsvæðinu í ár sem er framför,“ segir Dagrún. Hún segir að skólarnir verði í upphafi að festa kaup á svokölluðum MIND- STORM-hugbúnaði. „Þetta er grunnpakki sem inniheldur hug- búnaðinn fyrir vélmennið, tölvu- forrit til að forrita það og tiltekið magn legókubba. Skólarnir kaupa svo nýja þraut í hugbúnaðinn á hverju ári. Henni fylgir stór plastmotta frá LEGO sem þarf að setja á sérsmíðað borð.“ Dag- rún segir um að ræða valfag í skólunum og að skólarnir útvegi kennara í verkefnið. „Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að ein- staklingar búi til lið og var til að mynda ein mamma sem tók sig til og setti saman lið í fyrra. Eins geta félagsmiðstöðvar tekið þátt svo dæmi séu nefnd. Liðin þurfa bara að vera skipuð 6-10 þátt- takendum og einum fullorðnum leiðbeinanda.“ Dagrún segir keppnina gríðar- lega skemmtilega og að þátt- takendur læri margt sem gagnist þeim í framtíðinni. „Þetta eru ótrúlega flottir krakkar og við sem störfum við þetta vitum fátt skemmtilegra. Okkur langar til að opna augu almennings og fleiri skóla fyrir kostum keppninnar og var ákveðið að gera heim- ildarmynd um keppnina í ár. Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands, mun hafa um- sjón með henni en framleiðslan verður í höndum Drengsson Pics og Háskóla Íslands með góðum stuðningi frá Nýherja, bakhjarli keppninnar. Jón Örn gerði heim- ildarþættina Fjársjóður fram- tíðar sem sýndir voru á RÚV í fyrra, en stefnt er að því að þessi mynd verði sýnd í Ríkissjónvarp- inu á haustmánuðum,“ upplýsir Dagrún. KEPPNINNI STREYMT Á NETIÐ Menntamálaráðherra setur keppnina klukkan níu í fyrramál- ið og er reiknað með að sigurveg- arar verði krýndir um klukkan 15.30 Per-Arild Konradsen, stofn- andi FIRST Scandinavia, verður sérstakur gestur. Það lið sem ber sigur úr býtum á kost á að keppa á heimsmeistaramóti FIRST LEGO League sem haldið verður í St. Louis í Bandaríkjunum í vor. Auk sigurverðlauna eru meðal annars veitt verðlaun fyrir bestu lausn í hönnun á vélmenni og for- ritun, besta rannsóknarverkefnið og bestu dagbók og liðsheild. Keppnin fer fram í sal 1, 2 og 3 í Háskólabíói og er opin öllum á meðan húsrúm leyfir. „Við lofum miklu fjöri. Sprengjugengið mætir í hádeginu og Team Spark verður með kappakstursbílinn sinn til sýnis. Þeir sem eiga ekki kost á að mæta geta fylgst með keppninni á heimasíðu okkar www.firstlego.is en þangað verð- ur henni streymt, ekki síst fyrir alla aðstandendur keppenda úti á landi. Þá er hægt að fylgjast með okkur á Facebook undir leitarorðinu FLLaIslandi. ■ vera@365.is EFLIR FÆRNI Í VÍSINDUM, VERKFRÆÐI OG TÆKNI Keppnin er fyrir nemendur sem vilja skara fram úr á sviði tækni og vísinda. KOMA ÁR EFTIR ÁR Fyrrverandi þátttakendur hafa haft á orði að þátttaka í FIRST LEGO League sé það verkefni í skólanum sem þeir hafi lært hvað mest af. 19 lið taka þátt í ár. HELGIN BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 kr. 137.500 kr. 114.200 Áður kr. 171.900 Áður kr. 142.800 Glerskápur Skenkur ÚTSÖLULOK LOKADAGUR LAUGARDAGINN 31. JANÚAR SVEFNSÓFI kr. 109.900 Áður kr. 139.900 VALMONT kr. 128.600 Áður kr. 151.300 kr. 79.900 kr. 46.800 kr. 48.900 Áður kr. 95.400 Áður kr. 66.100 Áður kr. 69.000 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is GAGN OG GAMAN „Að mínu mati hafa þátttakend- ur nú þegar unnið stóran sigur enda liggur mikill lærdómur í því að fara í gegnum allt þetta ferli. Hann mun gagnast þeim í fram- tíðinni.“ 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -F 5 8 8 1 7 E C -F 4 4 C 1 7 E C -F 3 1 0 1 7 E C -F 1 D 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.