Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 24
4 • LÍFIÐ 30. JANÚAR 2015 Það er óhætt að segja að heilsu- ræktaræði hafi gripið þjóðina. Líkamsræktarstöðvarnar yfir- fyllast þegar þær eru opnaðar klukkan 6 á morgnana og oftar en ekki er röð til þess að kom- ast inn. Stanslaus umferð er inn og út úr stöðvunum allan daginn og hvert sem maður lítur er fólk í göngutúrum eða úti að hlaupa eða hjóla. Fólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að hreyfa sig og borða hollt. Þetta gleður hjarta lítils íþróttafræðings sem elskar að sjá að fólki líði betur bæði and- lega og líkamlega þegar líkams- ástandið fer að batna. Þrátt fyrir þetta berast síendur teknar fréttir af rann- sóknum sem leiða það í ljós að enn fleiri, bæði strákar og stelp- ur, eru óánægð með líkama sinn. Að enn fleiri óski sér þess að vera öðruvísi en þau eru, léttari, með grennri læri, stærri brjóst, stærri handleggi og brjóstkassa eða kúlulagaðri rass. Þetta getur leitt til veikari sjálfsmyndar og niðurbrots á sjálfstrausti og getur þróast út sjúkdóma eins og t.d. vöðvafíkn eða átröskun. En af hverju er þetta svona? Hver eða hvað er það sem segir okkur að við séum ekki fullkomin nema við séum mótuð nákvæm- lega eftir einhverju ákveðnu formi? Af hverju getum við ekki bara verið sátt við okkur eins og við erum, vitandi það að það eru engir tveir eins? Af hverju leyf- um við einhverri tölu á rafmagns- vigt, sem getur rokkað upp og niður eftir því hvort við erum búin að fara á klósettið, að veita okkur hamingju eða óánægju? Fjölmiðlar og samfélagið eiga stóran þátt í því. Hvert sem við lítum eru einmitt allir að hreyfa sig, að hlaupa, að borða kál og rífa upp lóðin, eftir á er síðan að sjálfsögðu sett inn ein fáklædd mynd á Instagram til að sýna árang urinn. Í öllum fjölmiðl- um eru auglýsingar meðal ann- ars frá fæðubótarfyrirtækjum sem lofa meiri brennslugetu ef þú tekur inn einhverjar ákveðn- ar töfratöflur, sem geta þó meðal annars leitt til hjartsláttartrufl- ana og fleiri kvilla, en það stend- ur nú bara í smáa letrinu. Í öllum tímaritum eru dúndurflottar fyrirsætur sem eru þó eiginlega ekki mennskar lengur því það er búið að breyta þeim svo svaka- lega í tölvuforriti til þess að þær líti út eins og fyrirsætur EIGA að líta út. Alls staðar eru auglýs- ingar frá fyrirtækjum sem eru að auglýsa nýja kúrinn sem á eftir að breyta lífi þínu, safann sem lætur þig fá flatan kvið á 3 dögum og duftið sem hreinsar þig alla(n) að innan. Mér finnst ótrúlegt að við leyfum þessu að viðgangast og þetta sé búið að þróast í þessa átt í öll þessi ár. Þó svo að ein- hver manneskja sé vel í hold- um þarf það ekkert endilega að þýða að hún sé í lélegu formi. Góð vísa er aldrei of oft kveð- in. Verum ánægð með okkur sjálf. Elskum líkama okkar því við eigum bara einn. Hættum að upphefja einhverja eina ákveðna líkamsgerð og lifum í sátt við okkur sjálf. Tökum fjölbreyti- leikanum fagnandi. Hreyfum okkur og borðum hollan mat til þess að okkur líði VEL bæði and- lega og líkamlega, ekki til þess að rífa okkur sjálf niður eða aðra í kringum okkur. „Þó svo að einhver manneskja sé vel í holdum þarf það ekkert endilega að þýða að hún sé í lélegu formi.“ HOLLRÁÐ HELGARINNAR STREITURÁÐ VIKUNNAR Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur MIKILVÆGI JÁKVÆÐRAR LÍKAMSÍMYNDAR Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. Skipuleggðu komandi viku Það getur verið ágætt að setjast niður um helgar og fá yfirsýn yfir komandi viku. Er það eitthvað sér- stakt sem er að gerast í vikunni? Þarftu að skila af þér verkefnum? Keyra börnin í tómstundir? Skipu- lagning fækkar streituvökunum og gerir lífið skemmtilegra. Sykruð streita Nýjar rannsóknir benda á sterk tengsl á milli offitu og streitu. Þegar þú ert undir of miklu and- legu álagi breytist matarhegðun þín. Þú finnur aukna löngun í sykur og ert líklegri til að leita meira í ruslfæði en hollan mat. Mundu eftir þessu þegar þú kaupir í matinn. Hér eru þrjár spurningar sem ung- lingar á aldrinum 13 ára til 17 ára hafa um kynlíf og hafa spurt að nafnlaust í kynfræðslu. Spurning: Hvernig gera homm- ar það? Svar: Kynlíf er alls konar og það þarf ekki að flokka það eftir kynhneigð. Það er ekki eitt kynlíf fyrir homma, annað fyrir lesbíur og svo enn eitt fyrir gagnkyn- hneigða. Kynlífið sem fólk stund- ar fer oft eftir bólfélaganum og eigin smekk frekar en kynhneigð. Það er lífseig mýta að allir homm- ar stundi endaþarmsmök en það er fjarri lagi og nýjustu rannsóknir sýna að það er algengara að gagn- kynhneigð pör prófi endaþarms- örvun. Þá er það einnig úrelt að halda að lesbíur þurfi alltaf gervi- typpi í sínu kynlífi eða eða gagn- kynhneigðir stundi alltaf samfar- ir lims í leggöng. Talaðu við ból- félagann þinn. Spurðu hvað honum þykir gott í kynlífi og segðu hvað þér þykir gott. Spurning: Geta dildóar horfið inn í rassinn? Svar: Það eru framleidd sérstök kynlífstæki fyrir endaþarmsörv- un og eiga þau það sameiginlegt að vera með breiðum botni eða snúru eða handfangi þannig að hægt sé að ná þeim til baka úr endaþarm- inum. Það mætti líkja rassinum við ryksugu þar sem hlutir geta sogast þangað upp, séu þeir sett- ir þangað inn. Dæmi eru um að lyklar, pennar, og aðrir smáhlut- ir (og stundum stórir hlutir) hafi fest í endaþarmi. Eina leiðin til að losna við aðskotahlut þar er að fara niður á heilsugæslu og láta sér- fræðing fjarlægja það. Þetta skilar sér nefnilega ekki í næstu hægð- um. Næst þegar örva skal rassinn er gott að huga að því að nota fing- urinn eða þar til gerð kynlífstæki. Spurning: Af hverju vill fólk prófa endaþarmsmök? Svar: Í endaþarminum eru margir taugaendar og hann því næmur staður. Hann hins vegar verkar þannig að ef þú vilt ekki fá eitthvað inn í rassinn þá spenn- ir þú hann og örvun getur orðið mjög óþægileg. Endaþarmurinn er þurr og þröngur staður og hætt- ara við sýkingum þar. Því þarf að passa að nota smokk við örvun í endaþarmi eða þvo sér áður en farið er með höndina eða liminn á aðra staði. Það er einnig ögn vill- andi að tala um endaþarmsmök þar sem fyrsta skref í endaþarms- örvun ætti að vera með fingri. Þetta er örvun sem byrjar smátt og rólega. Hér þarf nóg af sleipi- efni. Þá er þetta örvun sem gott er að biðja um fyrir sig, af því að mann sjálfan langar svo að fá fing- ur inn í rassinn. Þetta er ekki eitt- hvað til að suða um við bólfélagann því ef mann langar ekki í þetta þá verður þetta ekki þægilegt. Biddu um örvun fyrir þig. Ef þú ert for- vitin um rassinn þá getur verið gott að prófa fyrst á eigin rassi áður en bólfélagi er beðinn um að taka þátt. Þótt sumum þyki örvun í rassi góð þá er ekki þar með sagt að bólfélaga langi að setja fingur inn í annarra manna rass og það ber að virða. FER KYNLÍFSHEGÐUN EFTIR KYNHNEIGÐ? Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Heilsuvísir 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -C 9 D 8 1 7 E D -C 8 9 C 1 7 E D -C 7 6 0 1 7 E D -C 6 2 4 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.