Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 36

Fréttablaðið - 30.01.2015, Side 36
KYNNING − AUGLÝSINGAllt fyrir heimilið FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 20158 Heimatilbúnir ilmgjafar Gaman er að bjóða gestum heim þegar heimilið lyktar vel. Ýmsir tilbúnir ilmgjafar eins og ilmkerti og reykelsi geta hins vegar vakið ofnæmisvið- brögð hjá sumum auk þess sem þau lykta oft fremur gervilega. Hér er dæmi um tvo heimatilbúna ilmgjafa sem fríska upp á andrúmsloftið. Rósmarín og sítróna Fyllið 2/3 af litlum potti með vatni. Skerið niður eina sítrónu í sneiðar og bætið út í vatnið ásamt nokkrum rósmaríngreinum. Bætið hálfri teskeið af vanilludropum út í. Látið malla á lágum hita allan daginn. Þannig mun allt heimilið fyllast af himneskum ilmi. Hægt er að nota sömu blöndu í tvo daga en eftir það þarf að skipta um. Fín leið til að fríska upp á heimilið til dæmis ef afmæli eða aðrar veislur standa fyrir dyrum. Ilmtré Auðvelt er að búa til sína eigin ilmkubba eða -kúlur úr tré. Hægt er að verða sér úti um trékúlur eða trékubba í ýmsum föndur- búðum eða einhverju álíka. Síðan þarf að velja ilm- olíu sem hugnast viðkomandi en þær geta jú verið ansi mismunandi. Notið pensil til að pensla olíunni á kubbana. Setjið þá síðan í lokað ílát með smá aukaolíu í botninum. Hristið ílátið til að olían dreifist jafnt á kubbana. Látið bíða yfir nótt þar til viðurinn hefur dregið allan vökvann til sín. Nú má stilla kubbunum eða kúlunum upp þar sem þær eiga að vinna sína vinnu. Þegar viðurinn er farinn að tapa lyktinni má endur taka ferlið. SNIÐUGT Áttu gamalt matarstell eða staka diska sem þér þykir vænt um en finnur ekki not fyrir? Hér er hugmynd sem fengin er að láni hjá netversluninni bhldn. com. Glasi eða skál á fæti snúið á hvolf og diskurinn límdur við fótinn með góðu glerlími. Það er alls ekki síðra ef allt er af sitthvorri sortinni eins og á meðfylgjandi mynd. Ennþá betra ef glösin eru mishá enda flott þegar misháum diskum er stillt upp saman. Diskana má svo nota til að bera fram hvers kyns góðgæti. Þeir eru líka flottir undir kerti, skart eða skraut. MÁLAÐ MEÐ SÚRMJÓLK Þegar löngunin til að breyta til á heimilinu læðist aftan að fólki er auðveld og ódýr lausn að nota súrmjólk til að mála glugga með. Hugmyndin hljómar ef til vill ekki vel en engin lykt er af súrmjólk- inni eftir að hún þornar. Súrmjólkinni er hellt í málningar- bakka og hún látin standa þar í nokkra klukkutíma. Þetta er gert svo vatnið í henni gufi upp og fituhlutfall hennar aukist. Síðan er málningarrúllu dýft í súrmjólkina og rúllað á rúðuna í jöfnu lagi. Þegar súrmjólkin þornar á rúð- unni hættir hún að vera gegnsæ eins og hún er í byrjun. Til að þrífa súrmjólkina af rúðunni er best að nota heitt vatn og sápu. Ekki ætti að mála rúðurnar þegar sólin skín á þær eða þegar frost er úti. MAX ÚTSALA MAX ÚTSALAN ER Á FULLU! Stærri en nokkru sinni fyrr með lægri VSK og fullt af vörum nú án vörugjalda! Beko CS234020 ALLAR VÖRUR Á LÁGMAX VERÐI! BEINT Á MÓTI IKEASÍMI 412 2200Opið mán. - fös. kl. 11-19 Laugardaga kl. 11-18 Sunnudaga kl. 12-18 Sjá allt úrvalið á max.isÚTSÖLULOK UM HELG INA ÚTSÖLULOK UM HELG INA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E C -F 5 8 8 1 7 E C -F 4 4 C 1 7 E C -F 3 1 0 1 7 E C -F 1 D 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.