Fréttablaðið - 30.01.2015, Page 37

Fréttablaðið - 30.01.2015, Page 37
KYNNING − AUGLÝSING Útfarir30. JANÚAR 2015 FÖSTUDAGUR 3 Við hjá Fylgd höfum að markmiði að veita að-standendum trausta og persónulega þjón-ustu og komum fram við hinn látna eða hina látnu, af virðingu,“ segir Gísli G. Guðmunds- son, útfararstjóri og eigandi Útfararþjónustunnar Fylgdar sem starfað hefur í tuttugu ár á Selfossi. Gísli eignaðist Fylgd fyrir tveimur árum en hafði áður rekið Útfararstofuna Fold, sem sameinaðist þá Fylgd. Segja má að Fylgd sé fjölskyldufyrirtæki en eigin kona Gísla, Svanhildur Eiríksdóttir, er með- eigandi auk þess sem hún saumar og sér um skrif- stofuvinnu. Sonur þeirra, Pálmi Eiríkur, er smið- ur og sér um smíði á kistum, krossum og duftker- um ásamt Gísla föður sínum sem einnig er lærður trésmiður. Elfar Sigurjónsson starfar einnig sem útfararstjóri og aðstoðar við smíðar. „Við smíðum allar okkar kistur sjálf og klæð- um að innan. Svanhildur saumar sængurföt og líkklæði,“ upplýsir Gísli og áréttir að leitast sé við að hafa alla framleiðsluna sem umhverfisvænsta. „Kistur og duftker eru smíðuð úr mdf-plötum, furu eða eik en leiðis krossar eru úr furu. Málningin sem við notum er vistvæn akrýlmálning,“ segir hann. Hvítur er algengasti liturinn á kistum en einnig er hægt að fá þær sprautaðar í ýmsum litum eftir óskum hvers og eins. Helsta nýjungin í framleiðslunni eru bálfarar- kistur. „Þetta eru ódýrar brennslukistur úr furu,“ upplýsir Gísli en tekur fram að þær kistur megi vel nota þó um jarðsetningu sé að ræða. Bálfararkist- urnar eru á svipuðu verði og leigukistur. Sinna stóru svæði Fylgd sér um útfarir á Suðurlandi og höfuðborgar- svæðinu. „Við réðum til liðs við okkur Hinrik Vals- son útfararstjóra til að mæta aukinni eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gísli. Fylgd sér um alla þætti útfarar. „Mikilvægt er að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst eftir að andlát ber að. Útfararþjónustan flytur þá hinn látna af dánarstað í líkhús. Útfararstjóri og aðstandendur ákveða tíma til að hittast og skipu- leggja kistulagningu og útför,“ lýsir Gísli. Útfararþjónustan hefur samband við prest eftir óskum aðstandenda og aðstoðar við allt ferlið til að auðvelda aðstandendum lífið eins og kostur er. „Aðstandendur geta leitað til okkar hvenær sólar hrings sem er,“ segir Gísli. Nánari upplýsingar má finna á www.fylgd.is eða í síma 482 4300. Íslenskar kistur, krossar og duftker Útfararþjónustan Fylgd hefur frá 1995 séð um útfarir á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Á vegum Fylgdar eru smíðaðar kistur, duftker og krossar úr vistvænum efnum, til dæmis ódýrar bálfararkistur úr furu. Svanhildur Eiríksdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Hinrik Valsson og Elfar Sigurjónsson hjá útfararstofunni Fylgd leitast við að veita aðstandendum trausta og persónulega þjónustu. MYND/SUNNLENSKA Hjá Fylgd eru einnig smíðuð falleg og stílhrein duftker. Öll smíði Fylgdar er umhverfis- væn. „Við smíðum allar okkar kistur sjálf,” segir Gísli. Helsta nýjungin í framleiðslunni eru bálfarar- kistur sem kosta svipað og leigukistur. Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Þjónusta allan sólarhringinn Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -4 E 6 8 1 7 E D -4 D 2 C 1 7 E D -4 B F 0 1 7 E D -4 A B 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.