Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Qupperneq 13
Búnaðarskýrslur 1954
11*
1951 1954
Dalasýsla......................................... 211 217
Barðastrandarsýsla ............................... 227 226
ísafjarðarsýsla .................................. 274 248
Strandasýsla ..................................... 190 189
Húnavatnssýsla ................................... 493 507
Skagafjarðarsýsla................................. 469 500
Eyjafjarðarsýsla.................................. 444 411
Þingeyjarsýsla ................................... 690 688
Norður-Múlasýsla.................................. 421 432
Suður-Múlasýsla................................... 341 343
Austur-Skaftafellssýsla .......................... 156 173
Vestur-Skaftafellssýsla .......................... 222 227
Rangárvallasýsla ................................. 509 524
Ámessýsla ........................................ 588 622
Kaupstaðir ....................................... 142 132
Þessar tölur þarfnast skýringa og fara þær hér á eftir:
1) Fækkun bænda í Eyjafjarðarsýslu stafar aðallega af því, að 1954 voru allir
framteljendur í Grímsey taldir með búlausum, en þar voru taldir 14 bændur 1951,
svo og að hluti af Glæsibæjarhreppi með 11 bændum var lagður til Akureyrar 1954.
Sambærilegar tölur fyrir Eyjafjarðarsýslu eru 419 (1951) og 411 (1954).
2) Fjölgun bænda í Skagafjarðarsýslu, Norður-Múlasýslu og Austur-Skafta-
fellssýslu stafar öðrum þræði af því, að færzt hefur í vöxt við framtöl að skipta
búum milli fjölskyldumanna (félagsbú). Raunverulega hefur mjög lítil breyting
orðið á tölu búa í Norður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu, en ofurlítil fjölgun
í Skagafjarðarsýslu.
3) Tala bænda er lítUs háttar hærri en rétt er, vegna þess að menn eru enn
kallaðir bændur, þó að þeir séu raunverulega hættir búskap.
Að þessu sinni var í fyrsta sinn á búnaðarskýrslu spurzt fyrir um skiptingu
bændanna í sjálfseignarbændur og leiguliða. Eigi sendu allar skattanefndir
skýrslu um það, en þó mjög mikill meirihluti þeirra. í þeim sveitarfélögum, er
ekki sendu skýrslur um þetta, reyndi Hagstofan að gera skiptingu eftir framtali
fasteignar, er víðast sýnir þetta, þó ekki ætíð. Þeirri reglu var fylgt að telja sjálfs-
eignarbændur þá alla, er áttu eitthvað af landi ábýlis síns, því að þá áttu þeir
jafnan líka húsin. Hagstofan gerir þann fyrirvara um tölu sjálfseignarbænda og
leigubða, að henni geti eitthvað skeikað, helzt á þann hátt, að tala sjálfseignar-
bænda sé of há, en leiguliða of lág. Varð ckki alltaf séð, hvernig eignarhlut bóndans
í ábýli hans var farið, en liann þá talinn sjálfseignarbóndi, ef búnaðarskýrsla hrepps-
ins sýndi, að hann átti einhvern lilut í ábýlinu.
Samkvæmt fasteignabók 1942 voru árið 1940 í sýslum 3 168 jarðir að öllu
í sjálfsábúð og 460 að nokkru, samtals 3 628 jarðir, en 2 234 í leiguábúð. Sam-
kvæmt Búnaðarskýrslum 1954 eru í sýslum 4 242 sjálfseignarbændur að öllu eða
nokkru, en 2 242 leiguliðar. Þó að tölur þessar séu ekki fullkomlega sambærilegar,
benda þær í þá átt, að sjálfseignarbændum hafi ofurlítið fjölgað.
Matið á fasteignunum, ábúðarhimdruðunum, er eigi rétt að taka hátíð-
lega fremur en annað fasteignamat nú á tímum. Það er hér aðeins til þess að gefa
ofurlitla hugmynd um hlutfall verðgildis fasteignanna eftir sýslum, og þó helzt
eins og það var fyrir 15 árum.
Framteljendur bústofns og jarðargróða til búnaðarskýrslu hafa 4
síðustu árin verið alls: