Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 15

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 15
Búnaðarskýrslur 1954 13* það verður aðallega stuðzt við töflu frá Veðurstofunni um lofthita og úrkomu mánaðarlega (sú skýrsla hefur verið birt í tímaritinu ,,Náttúrufræðingurinn“), svo og við ársyfirlit um veðráttuna, er birzt hefur í yfirlitsritgerð um landbúnað liðins árs í 1. hefti hvers árgangs Árhókar landbúnaðarins. Það skal tekið fram, að alls staðar hér á eftir, þar sem hitastig eða úrkoma á árunum 1952—54 er borin saman við meðalhita eða meðalúrkomu, er átt við meðallag árahilsins 1901—30. Veðurfar árið 1952. Veturinn frá nýári var í hagstæðara lagi. Janúarmánuður var þó bæði kaldur og úrkomusamur, en slíkt sakar raunverulega lítið, nema sam- göngur truflist af þeim sökum. Meðalhiti í Reykjavík og Akureyri var -f- 2,9° á báðum stöðum jafn, og var það 2,3° kaldara í Rvík og 0,4° kaldara á Akureyri en í meðallagi. Úrkomumagn var í Rvík 15,7 mm meira en í meðallagi, en á Akur- eyri 37,9 mm meira, og komu því talsverðir snjóar um miðjan veturinn, bæði sunnan lands og norðan. Febrúar, marz og apríl voru hins vegar nokkru hlýrri en í meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík í febrúar var 0,1° minni en í meðallagi, en á flestum öðrum veðurathugunarstöðvum var meðalhiti meiri en í meðallagi, á Akureyri 0,8° meiri. í marz og aprílvar meðalhiti yfirleitt um l°meiri en í meðallagi. Úrkoma var nokkuð breytileg, lítið eitt yfir meðallag í febrúarmánuði, fremur lítil í marz, einkum sunnan lands, í apríl nærri meðallagi. Nokkuð umhleypingasamt var, en veður þó sjaldan mikil eftir að janúarmánuði lauk. Snjóana frá því í janúar tók að miklu leyti í þíðviðri 18.—19. febrúar, og var snjólétt eftir það til vors. Vorið lcom með maímánuði. Framan af mánuðinum voru veður stillt og hag- stæð, en ekki nema í meðallagi hlý. Um miðjan mánuðinn brá til meiri hlýinda og komst liitinn í 13,6° 16. maí í Rvík og 15,6° á Akureyri 19. maí. Kom þá nokkur sauðgróður í liinum veðursælli sveitum, og þótti vel horfa með sumarkomuna. En aðfararnótt 27. maí gerði skyndilega norðan fárviðri með frosti og snjókomu norðan lands, en nístingskulda á Suðurlandi, og síðan héldust kuldar með dumbungum og snjóéljum norðan lands, en bjartviðrum og næturfrostum sunnan lands sleitulítið til loka júnímánaðar. Meðalhiti í maímánuði var 6,3° í Rvík en 5,0° á Akureyri, og er þetta nákvæmlega meðalhiti á þessum stöðum í maímánuði fyrstu 30 ár aldarinnar. Meðalhiti í júní var hinn lægsti, er verið hefur á þessari öld, og einkum norðan lands. í Rvík var meðalhitinn 8,4°, og er það 1,2° minna en í meðallagi. Á Akureyri var meðalhiti mánaðarins 5,9°, en það er 3,4° undir meðallagi. — Úr- koma í júní var mjög lítil sunnan lands, annars staðar nærri meðallagi. Viður í haga laufgaðist eigi fyrr en í lok mánaðarins, en spretta á túnum mjög lítil, enda voru þau víða kalin frá árinu á undan. Snemma í júlí hlýnaði nokkuð, en hitar komu ekki fyrr en eftir 20. júlí, og í heild var mánuðurinn í kaldara lagi, í Rvík 1,3° kaldari en í meðallagi, og á Akur- eyri 0,7°. Ágústmánuður var einnig heldur í kaldara lagi, 0,5° kaldari í Rvík en í meðallagi, 0,4° kaldari á Akureyri. Að öðru leyti var veðurfarið hagstætt, veður fremur stillt og bjart og ekki úrkomumikið. Sérstaklega voru veður hagstæð til heyöflunar sunnan lands. Meðalhiti í september var í meðallagi, og úrkoma lítil sunnan lands og veður í betra lagi hagstæð. í október, nóvember og desember var óvenjuhlýtt í veðri. Meðalhiti í Rvík var í október 1,4° meiri en í meðallagi, í nóvember 1,2° og í desem- ber 1,3°, en á Akureyri í okt. 2,7°, í nóv. 1,9° og í des. 1,5°. Veður voru að öðru leyti hagstæð þessa þrjá síðustu mánuði ársins. Meðalhiti ársins varð, vegna síðustu mánaða þess, lítið eitt meiri en í meðal- lagi. í Rvík þó nákvæmlega í meðallagi, í Bolungarvík 0,1°, á Akureyri 0,3°, á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.