Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 15
Búnaðarskýrslur 1954
13*
það verður aðallega stuðzt við töflu frá Veðurstofunni um lofthita og úrkomu
mánaðarlega (sú skýrsla hefur verið birt í tímaritinu ,,Náttúrufræðingurinn“), svo
og við ársyfirlit um veðráttuna, er birzt hefur í yfirlitsritgerð um landbúnað liðins
árs í 1. hefti hvers árgangs Árhókar landbúnaðarins.
Það skal tekið fram, að alls staðar hér á eftir, þar sem hitastig eða úrkoma
á árunum 1952—54 er borin saman við meðalhita eða meðalúrkomu, er átt við
meðallag árahilsins 1901—30.
Veðurfar árið 1952. Veturinn frá nýári var í hagstæðara lagi. Janúarmánuður
var þó bæði kaldur og úrkomusamur, en slíkt sakar raunverulega lítið, nema sam-
göngur truflist af þeim sökum. Meðalhiti í Reykjavík og Akureyri var -f- 2,9° á
báðum stöðum jafn, og var það 2,3° kaldara í Rvík og 0,4° kaldara á Akureyri
en í meðallagi. Úrkomumagn var í Rvík 15,7 mm meira en í meðallagi, en á Akur-
eyri 37,9 mm meira, og komu því talsverðir snjóar um miðjan veturinn, bæði
sunnan lands og norðan. Febrúar, marz og apríl voru hins vegar nokkru hlýrri
en í meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík í febrúar var 0,1° minni en í meðallagi, en á
flestum öðrum veðurathugunarstöðvum var meðalhiti meiri en í meðallagi, á Akureyri
0,8° meiri. í marz og aprílvar meðalhiti yfirleitt um l°meiri en í meðallagi. Úrkoma
var nokkuð breytileg, lítið eitt yfir meðallag í febrúarmánuði, fremur lítil í marz,
einkum sunnan lands, í apríl nærri meðallagi. Nokkuð umhleypingasamt var, en
veður þó sjaldan mikil eftir að janúarmánuði lauk. Snjóana frá því í janúar tók
að miklu leyti í þíðviðri 18.—19. febrúar, og var snjólétt eftir það til vors.
Vorið lcom með maímánuði. Framan af mánuðinum voru veður stillt og hag-
stæð, en ekki nema í meðallagi hlý. Um miðjan mánuðinn brá til meiri hlýinda
og komst liitinn í 13,6° 16. maí í Rvík og 15,6° á Akureyri 19. maí. Kom þá nokkur
sauðgróður í liinum veðursælli sveitum, og þótti vel horfa með sumarkomuna. En
aðfararnótt 27. maí gerði skyndilega norðan fárviðri með frosti og snjókomu norðan
lands, en nístingskulda á Suðurlandi, og síðan héldust kuldar með dumbungum og
snjóéljum norðan lands, en bjartviðrum og næturfrostum sunnan lands sleitulítið
til loka júnímánaðar. Meðalhiti í maímánuði var 6,3° í Rvík en 5,0° á Akureyri,
og er þetta nákvæmlega meðalhiti á þessum stöðum í maímánuði fyrstu 30 ár
aldarinnar. Meðalhiti í júní var hinn lægsti, er verið hefur á þessari öld, og einkum
norðan lands. í Rvík var meðalhitinn 8,4°, og er það 1,2° minna en í meðallagi.
Á Akureyri var meðalhiti mánaðarins 5,9°, en það er 3,4° undir meðallagi. — Úr-
koma í júní var mjög lítil sunnan lands, annars staðar nærri meðallagi. Viður í
haga laufgaðist eigi fyrr en í lok mánaðarins, en spretta á túnum mjög lítil, enda
voru þau víða kalin frá árinu á undan.
Snemma í júlí hlýnaði nokkuð, en hitar komu ekki fyrr en eftir 20. júlí, og í
heild var mánuðurinn í kaldara lagi, í Rvík 1,3° kaldari en í meðallagi, og á Akur-
eyri 0,7°. Ágústmánuður var einnig heldur í kaldara lagi, 0,5° kaldari í Rvík en
í meðallagi, 0,4° kaldari á Akureyri. Að öðru leyti var veðurfarið hagstætt, veður
fremur stillt og bjart og ekki úrkomumikið. Sérstaklega voru veður hagstæð til
heyöflunar sunnan lands.
Meðalhiti í september var í meðallagi, og úrkoma lítil sunnan lands og veður
í betra lagi hagstæð. í október, nóvember og desember var óvenjuhlýtt í veðri.
Meðalhiti í Rvík var í október 1,4° meiri en í meðallagi, í nóvember 1,2° og í desem-
ber 1,3°, en á Akureyri í okt. 2,7°, í nóv. 1,9° og í des. 1,5°. Veður voru að öðru
leyti hagstæð þessa þrjá síðustu mánuði ársins.
Meðalhiti ársins varð, vegna síðustu mánaða þess, lítið eitt meiri en í meðal-
lagi. í Rvík þó nákvæmlega í meðallagi, í Bolungarvík 0,1°, á Akureyri 0,3°, á