Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 18

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 18
16* Búnaðarskýrslur 1954 4. Jarðargróði 1952—54. Production of field crops etc. 1952—54. Töflur II A og B (bls. 4—7) sýna jarðargróða eftir sýslum, tafla A jarðar- gróðann alls, tafla B jarðargróða lijá bændum. Tafla III sýnir framleiðslu jarðar- gróða undir gleri og við kálrækt, sem aðallega er stunduð í sambandi við gróðurhús. Frá aldamótum hefur lieyfengur landsmanna verið sem segir hér á eftir, talið í hestum (100 kg). Hafragras er talið með töðu og votheyið, umreiknað í þurra töðu. Taðn, Úthey, þús. hestar þús. hestar 1901—05 ársmeðaltal . 524 1 002 1906—10 526 1 059 1911—15 574 1 138 1916—20 513 1 176 1921—25 647 1 039 1926—30 798 1 032 1931—35 1 001 1 019 1936—40 1 158 1 089 1941—45 1 333 879 1946—50 1 562 633 1951 1 482 788 1952 1 543 766 1953 2 179 690 1954 2 402 554 Aðalbreytingin, sem orðið hefur á heyfengnum allra síðustu árin, er sú, að töðufengur hefur farið stórum vaxandi. Árin 1951 og 1952 var hann að vísu minni en árin næst á undan. En það stafaði aðallega af því, að þau ár voru miklar kalskemmdir í túnum, en jörð, sem talin var ókalin, spratt þá einnig mjög illa. Árin 1953 og 1954 varð töðufengur hins vegar miklu meiri en nokkru sinni fyrr, og enn meiri 1954, þótt almennt væri talið, að það ár væri spretta á útjörð lakari og víða tæplega í meðallagi. Árið 1953 spratt öll jörð vel. Tvær eru aðalástæður til aukins töðufengs á síðustu árum: Aukin notkun til- búins áburðar og stækkun túnanna. Hefur notkun tilbúins áburðar ráðið svo miklu um töðufenginn síðustu áratugina, að rétt þykir að rekja það mál frá upp- hafi, þar sem það hefur heldur eigi áður verið gert í Búnaðarskýrslum. Fram að heimsstríðinu 1914—18 verður varla talið, að tilbúinn áburður hafi verið fluttur til landsins, nema lítils háttar í tilraunaskyni. Eftir því sem kunnugt er, hefur tilbúinn áburður verið notaður hér fyrst í tilraunastöðvum um alda- mótin. Árið 1904 kemur nafnið „tilbúinn áburður" fyrst fyrir í verzlunarskýrslum, og er þó ekki talinn fram neinn innflutningur áburðar það ár. Eftir það er inn- fluttur áburður svo talinn í verzlunarskýrslum: 1905 1,7 tonn, 1906 1,9 tonn, 1907 3,6 tonn, 1908 1,5 tonn, 1909 0,9 tonn, 1910 6,8 tonn, 1911 1,1 tonn, 1912 1,9 tonn, 1913 2,9 tonn, 1914 8,6 tonn, 1915 magn ótiltekið, líklega ca. 8 tonn, verð 4 112 kr., 1916 0,9 tonn, 1917 0,3 tonn, 1918 0,0 tonn, 1919 0,1 tonn, 1920 14,5 tonn. Fram til 1920 er ekki tilgreint í verzlunarskýrslum, hvers konar áburður hefur verið fluttur inn, en aðallega mun það hafa verið köfnunarefnisáburður, líklega mest noregssaltpétur, en þó eitthvað lítils háttar af fosfór. Áburðarinnflutningurinn fyrir 1920 hefur ekki farið yfir 1 tonn á ári, reiknað í hreinum áburðarefnum, nema 1914 og e. t. v. 1915, og má gera ráð fyrir, að því nær allt þetta áburðarmagn hafi verið notað í tilraunastöðvunum og á búunum við búnaðarskólana. Frá og með árinu 1921 er í verzlunarskýrslum magn tilbúins áburðar tilgreint eftir tegundum. Árin 1921—30 nam þessi innflutningur, talið í tonnum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.