Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Síða 18
16*
Búnaðarskýrslur 1954
4. Jarðargróði 1952—54.
Production of field crops etc. 1952—54.
Töflur II A og B (bls. 4—7) sýna jarðargróða eftir sýslum, tafla A jarðar-
gróðann alls, tafla B jarðargróða lijá bændum. Tafla III sýnir framleiðslu jarðar-
gróða undir gleri og við kálrækt, sem aðallega er stunduð í sambandi við gróðurhús.
Frá aldamótum hefur lieyfengur landsmanna verið sem segir hér á eftir,
talið í hestum (100 kg). Hafragras er talið með töðu og votheyið, umreiknað í
þurra töðu.
Taðn, Úthey,
þús. hestar þús. hestar
1901—05 ársmeðaltal . 524 1 002
1906—10 526 1 059
1911—15 574 1 138
1916—20 513 1 176
1921—25 647 1 039
1926—30 798 1 032
1931—35 1 001 1 019
1936—40 1 158 1 089
1941—45 1 333 879
1946—50 1 562 633
1951 1 482 788
1952 1 543 766
1953 2 179 690
1954 2 402 554
Aðalbreytingin, sem orðið hefur á heyfengnum allra síðustu árin, er sú, að
töðufengur hefur farið stórum vaxandi. Árin 1951 og 1952 var hann að vísu
minni en árin næst á undan. En það stafaði aðallega af því, að þau ár voru miklar
kalskemmdir í túnum, en jörð, sem talin var ókalin, spratt þá einnig mjög illa.
Árin 1953 og 1954 varð töðufengur hins vegar miklu meiri en nokkru sinni fyrr,
og enn meiri 1954, þótt almennt væri talið, að það ár væri spretta á útjörð lakari
og víða tæplega í meðallagi. Árið 1953 spratt öll jörð vel.
Tvær eru aðalástæður til aukins töðufengs á síðustu árum: Aukin notkun til-
búins áburðar og stækkun túnanna. Hefur notkun tilbúins áburðar ráðið svo
miklu um töðufenginn síðustu áratugina, að rétt þykir að rekja það mál frá upp-
hafi, þar sem það hefur heldur eigi áður verið gert í Búnaðarskýrslum.
Fram að heimsstríðinu 1914—18 verður varla talið, að tilbúinn áburður hafi
verið fluttur til landsins, nema lítils háttar í tilraunaskyni. Eftir því sem kunnugt
er, hefur tilbúinn áburður verið notaður hér fyrst í tilraunastöðvum um alda-
mótin. Árið 1904 kemur nafnið „tilbúinn áburður" fyrst fyrir í verzlunarskýrslum,
og er þó ekki talinn fram neinn innflutningur áburðar það ár. Eftir það er inn-
fluttur áburður svo talinn í verzlunarskýrslum: 1905 1,7 tonn, 1906 1,9 tonn,
1907 3,6 tonn, 1908 1,5 tonn, 1909 0,9 tonn, 1910 6,8 tonn, 1911 1,1 tonn, 1912 1,9
tonn, 1913 2,9 tonn, 1914 8,6 tonn, 1915 magn ótiltekið, líklega ca. 8 tonn, verð
4 112 kr., 1916 0,9 tonn, 1917 0,3 tonn, 1918 0,0 tonn, 1919 0,1 tonn, 1920 14,5 tonn.
Fram til 1920 er ekki tilgreint í verzlunarskýrslum, hvers konar áburður hefur
verið fluttur inn, en aðallega mun það hafa verið köfnunarefnisáburður, líklega
mest noregssaltpétur, en þó eitthvað lítils háttar af fosfór. Áburðarinnflutningurinn
fyrir 1920 hefur ekki farið yfir 1 tonn á ári, reiknað í hreinum áburðarefnum, nema
1914 og e. t. v. 1915, og má gera ráð fyrir, að því nær allt þetta áburðarmagn hafi
verið notað í tilraunastöðvunum og á búunum við búnaðarskólana.
Frá og með árinu 1921 er í verzlunarskýrslum magn tilbúins áburðar tilgreint
eftir tegundum. Árin 1921—30 nam þessi innflutningur, talið í tonnum: