Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Qupperneq 21
Búnaðarskýrslur 1954
19*
Um töðufall á lia er þess að gæta, að fram til 1930 telur Hagstofan, að hestur-
inn liafi verið misjafnlega talinn í héruðum, sums staðar aðeins 80 kg, annars staðar
100 kg. En 1930 og síðan hefur þetta verið fært til samræmis þannig, að alls staðar
átti að telja í 100 kg hestum. Talan, sem er í svigum við árið 1930, á að sýna breyt-
ingu þá, er varð á töðuframtalinu 1930. Ef háttur áranna á undan liefði verið á
hafður, hefði það ár talizt 43,3 hesta töðufall á ha, í stað 37,9 samkvæmt þeirri
aðferð, er þá var upp tekin. Ef hesturinn hefði verið eins talinn allan timann,
100 kg, hefði samkvæmt þessu meðaltöðufall á ha átt að vera: 1900 32,2 hestar,
1910 30,2 hestar, 1920 23,6 hestar, 1930 37,9 hestar, 1940 33,8 liestar og 1945
36,5 hestar. Mætti af því ráða, að aukning töðufalls á ha hefði verið allveru-
leg, eða nál. 20%. En sagan er enn ekki öll sögð. Árin 1900 og 1910 voru tún óvenju-
lega vel sprottin, að því er búnaðarskýrslur sýna. Töðufallið 1900 var 60 þús.
hestum meira en meðaltal áranna 1896—1900 og 100 þús. hestum meira en meðal-
tal áranna 1901—05. Töðufallið 1910 var 121 þús. hestum meira en meðaltal áranna
1906—10 og 73 þús. hestum meira en meðaltal áranna 1911—15. Hins vegar var
töðufall árin 1940 og 1945 í meðallagi miðað við árin á undan og eftir, og 1930
aðeins fremur lítið yfir meðallag. í meðalári virðist töðufall á ha liafa verið 25
hestar (100 kg) fyrir 1930, en rúmlega 35 hestar 1930 og þar á eftir, og er það 40%
aukning. Þessa aukningu töðufallsins á lia má að mestu þakka notkun tilbúna
áburðarins.
Ástæðan fyrir því, að Hagstofan hætti að birta tölur um túnstærðina eftir
1945, var aðallega sú, að líklegt þótti, að tölur um þetta væru orðnar meira eða
minna skakkar. Kunnugt var, að talsvert margar jarðir höfðu lagzt í auðn í stríð-
inu, er þá var nýlokið, og óvíst, hvernig tún þeirra jarða héldust í rækt nema rann-
sakað væri á hverjum stað. Þá hafði og verið hætt að telja með nýrækt það, sem
breytzt hafði í tún óbylt, en slík ræktun varð auðveldari við tilkomu tilbúna áburð-
arins, hvervetna þar sem sléttlendi var að finna. Fleira mætti nefna, er leiddi til
þess, að hætt var við að reikna út eða áætla túnstærðina.
Árið 1955 gerði hagdeild Framkvæmdabanka íslands athugun á því, hvort
fært væri að nota enn hina gömlu aðferð Hagstofunnar til að reikna út tún-
stærðina. Kom það í ljós, þegar liin útreiknaða túnstærð var borin saman við
töðufallið, að ekki mundi fjarri sanni að ákvarða túnstærðina á þennan hátt.
Niðurstöður liagdeildar bankans um þetta efni komu fram í ritgerð, sem birt var
samtímis í tímaritinu „Úr þjóðarbúskapnum" (1. árg. 2. h., marz 1956) og Árbók
landbúnaðarins (1. h. 1956). Tölur hagdeildar Framkvæmdabankans, sem eru fyrir
árin frá og með 1942, koma nokkurn veginn heim við tölur Hagstofunnar 1942—45,
en þá var hætt að reikna þær út. Ef við túnstærðina 1945 samkvæmt útreikn-
ingi Hagstofunnar er lögð árleg aukning túna á sama hátt og hagdeild Fram-
kvæmdabankans reiknar frá 1942, fást eftirfarandi tölur:
Túnstærð Töðufengur Túnstœrð Töðufengur
í úrsbyrjun, ha á ha, hestar í ársfcyrjun, ha á ha, hestar
1946 39 274 38,1 1951 46 694 31,7
1947 40 436 38,6 1952 49 155 31,5
1948 41 640 37,3 1953 51 830 42,0
1949 43 202 34,9 1954 54 836 43,8
1950 44 498 38,1 1955 57 468 40,5
Votheysverkun fór vaxandi fram að árinu 1952, en árin 1952—54 stóð hún
í stað, einkum vegna þess að þurrkar voru yfirleitt hagstæðir þau sumur. Hér fer
á eftir yfirlit yfir votheysmagnið, umreiknað í þurrkaða töðu, og hundraðshlut
þess I allri töðunni síðastliðin 10 ár: