Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 35

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 35
Búnaðarskýrslur 1954 33* 1. Sala líflamba. Lömb voru seld til fjárskipta úr 5 hreppum Borgar- fjarðarsýslu, 6 breppum Barðastrandarsýslu, 11 hreppum ísafjarðarsýslu, 1 hreppi Austur-Skaftafellssýslu og 3 hreppum Vestur-Skaftafellssýslu. Koma framtöl bún- aðarskýrslna þar um yfirleitt vel lieim við skýrslur Sauðfjársjúkdómanefndar um þessi viðskipti. Tala þeirra lamba, sem hér um ræðir, er 11 810 samkvæmt bún- aðarskýrslu. 2. Slátrun í sláturhúsum. Flutningur sláturfjár yfir sýslumörk er svo mikill, að ekki er unnt að gera samanburð á framtali sláturfjár til búnaðarskýrslu og slátrun í sláturhúsum fyrir hverja einstaka sýslu. Hins vegar er auðvelt að gera samanburð á heildarskýrslu sláturhúsanna og samanlögðum fjölda sláturfjár utan heimilis samkv. búnaðarskýrslum, og er sá samanburður á þessa leið: Slátrun utan hcimilis 1954 Lömb Fullorðið fé Samtnls Skýrslur sláturhúsa....... 305 455 15 631 321 086 Framtal til búnaðarskýrslu .. 284 730 14 641 299 371 Mismunur tals 20 725 990 21 715 % 6,8 6,3 6,8 3. Heimaslátrun. Mest virðist vanta á, að heimaslátrun sé fulltalin. Fram komu í verzlunum 1954 82 153 gærur uinfram slátrun í sláturhúsum. Eitthvað af þessum gærum er eflaust af vanhaldafé, en margt getur það ekki verið, ólíklega meira en 6—7 þús. eða sem svarar % framtalins vanhaldafjár. Mun óhætt að gera ráð fyrir, að slátrað liafi verið utan sláturhúsa milli 70 og 80 þús. fjár, en fram er talið aðeins 50 517 eða um 66%. 4. Framtal sauðfjár í árslok 1953 og 1954. í 7. yfirliti er saman- burður á framtali sauðfjár í árslok 1953 og 1954. Með hverju búnaðarframtali til skattanefnda er skýrsla um bústofn í ársbyrjun og árslok. Eiga tölurnar um bústofn í ársbyrjun að vera hinar sömu og í árslok á framtali næstliðins árs, en breytingar á bústofni á árinu í samræmi við framtalið að öðru leyti, og er þetta víða atliugað af skattayfirvöldum. í 7. yfirliti er þetta kannað fyrir hverja sýslu og landið í heild. Ættu að koma fram sömu tölur í dálki g og eru í dálki a í yfirlitinu, en þar kemur raunar fram mismunur samtals 2 411, eins og dálkur h sýnir. Þetta getur að einhverju leyti stafað af því, að mikill hluti þeirra „búleysingja“, sem teknir eru á búnaðarskýrslu, skila ekki sérstöku búnaðarframtali, og er erfitt að koma við eftirliti með framtölum þeirra, og ekki er heldur alls staðar fylgt sömu reglum frá ári til árs um það, hverjir koma á búnaðarskýrslu. Einnig geta búferlaflutningar milli sveita og sýslna leitt til misræmis í framtali búfjárins. En aðalástæða ósam- ræmisins í 7. yfirliti er eflaust sú, að fé, sem selt er eða slátrað, svo og vanhaldafé, er verr fram talið en lífféð, en slíkt kemur víðar fram, þegar búnaðarskýrslurnar eru athugaðar. Svo kann að líta út sem misræmið stafi af því, að fleira fé er fram talið keypt (dálkur b) en selt (dálkur c). Á þessu munar 2 243 kindum, og virðist þá ekki vanta nema 168 kindur, til þess að samræmi fáist í tölurnar. En þegar tölur úr hverri sýslu eru athugaðar sérstaklega, sést, að þetta mun að mestu til- viljun, enda mun margt af seldum kindum talið með sláturkindum í dálki d. Þegar upp er gert að árslokum, hverjar breytingar hafa orðið á lijörðinni, minnir hver kind, sem keypt hefur verið, á sig, en hins vegar liggur það ekki eins ljóst fyrir, hvort kind hefur verið seld eða henni slátrað. Rétt er að taka fram, að flutningur full- orðins líffjár milli sýslna var enginn 1954, nema þar sem sýslur eða sýsluhlutar eru saman í fjárskiptaliólfum, og verður ósamræmið á tölunum úr hverri sýslu því eigi skýrt með fjárflutningum milli þeirra. e
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.