Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Qupperneq 41
Búnaðarskýrslur 1954
Fjölgun
1951 1954 alls %
Jeppabifreiðir .................... 712 968 256 36,0
Vörubifreiðir...................... 664 700 36 5,4
Fólksbifreiðir...................... 71 102 31 43,6
Ótilgreint.......................... 82 98 16 19,5
Samtals 1 529 1 868 339 22,2
39*
Fjölgun bifreiðanna hefur verið talsvert misjöfn eftir sýslum, svo sem sjá má
á eftirfarandi samanburði:
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Borgarfjarðarsýsla........
Mýrasýsla ................
Snæfellsncssýsla .........
Dalasýsla.................
Barðastrandarsýsla .......
ísafjarðarsýsla ..........
Strandasýsla .............
Húnavatnssýsla ...........
Skagafjarðarsýsla.........
Eyjafjarðarsýsla..........
Þingeyjarsýsla ...........
Norður-Múlasýsla..........
Suður-Múlasýsla...........
Austur-Skaftafellssýsla ...
Vestur-Skaftafellssýsla ...
RangárvaUasýsla ..........
Árnessýsla ...............
Kaupstaðir ...............
1951 1954 Fjölgun
116 140 24
89 117 28
63 72 9
56 61 5
52 72 20
35 40 5
30 54 24
23 34 11
108 115 7
111 120 9
136 116 -H20
127 192 65
70 87 17
67 93 26
59 70 11
81 63 -t-18
136 163 27
170 228 58
31 31
Bifreiðir bænda í kaupstöðum voru ekki teknar á búnaðarskýrslu 1951, en
1954 voru bifreiðir þeirra taldar 31. Fjölgun bifreiða í sýsluin er 308, en óvíst um
fjölgun bifreiða við landbúnað í kaupstöðum.
í tveimur sýslum hefur fram töldum bifreiðum við landbúnað fækkað, í Eyja-
fjarðarsýslu, um 20, og í Vestur-Skaftafellssýslu, um 18. í þeim liluta Glæsibæjar-
hrepps, er sameinaður var Akureyri í árslok 1954, voru 6 bifreiðir 1951, svo að
fækkun framtalinna bifreiða í sýslunni er raunverulega 14. Óvíst er, hvernig á
þessari fækkun stendur, en hún er öll á vörubifreiðum og ótilgreindum bifreiðum.
Vera má, að ástæðan sé sú ein, að eigendur þeirra hafi liorfið af búnaðarskýrslum.
í töflu X eru ekki taldar allar bifreiðir, sem notaðar eru í þágu landbúnaðar-
ins. Þar koma t. d. ekki fram bifreiðir, er annast mjólkurflutninga að og frá Mjólk-
urbúi Flóamanna, og eigi heldur bifreiðir, sem eru í eign félagssamtaka eins og t. d.
Kaupfélags Héraðsbúa og kaupfélaganna á Suðurlandi.
Tala einstakra búvélategunda kemur ekki fram á búnaðarskýrslu, heldur
aðeins verðmæti þeirra til skatts (á töflu XIV). En rétt þykir að gera nokkra grcin
fyrir því, í liverju búvélaeignin er fólgin, og verður um það aðallega farið eftir
skýrslu búnaðarmálastjóra fyrir árið 1955, er lögð var fyrir búnaðarþing 1956 og
birt í Búnaðarriti 1956, fyrra hefti. Þess skal þó getið, að einnig hefur verið leitað
heimilda um þetta hjá Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa. Þessum heimildum
ber yfirleitt vel saman. í yfirliti því, sem hér fer á eftir, er fylgt skýrslu búnaðar-
málastjóra að öðru leyti en því, að sleppt er nokkrum minni háttar vélum og verk-
færum, og þar sem teljandi munur er á tölum hans og Árna G. Eylands, eru tölur
Árna í sviga aftan við.