Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 44

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 44
42* Búnaðarskýrslur 19S4 1951 1954 Aukning 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. % Heysala 1 693 708 -4-985 4-58,2 Heimilisiðnaður 300 233 4-67 4-22,3 Uppeldisstyrkur og afurðatjónsbætur .... 11 282 5 453 4-5 829 4-51,7 Ýmsar tekjur 1 304 2 656 1 352 103,7 Sumt í þessum samanburði mun koma mönnum óvænt, og jafnvel vekja tor- tryggni á niðurstöðum, og er það ekki að öllu leyti ástæðulaust. Skal því hér gerð nokkru meiri grein fyrir þeim. Það mun koma mörgum mest á óvart, að afurðir af nautgripum hafa samkvæmt þessu aukizt meira að verðmæti en afurðir af sauðfé. Sauðfé hefur fjölgað mjög mikið, og þó að nautgripum hafi líka fjölgað, er fjölgun þeirra miklu minni. Við þetta bætist svo það, að samkvæmt verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða 1951 og 1954 liefur verð sauðfjárafurða hækkað meira en verð afurða af nautgripum. Þrátt fyrir allt þetta er hægt að gera nokkurn veginn grein fyrir því, livernig á því stendur, að verðmæti sauðfjárafurða hækkar ckki meira en samanburðurinn hér að ofan sýnir. Aðalástæðan er sú, að sauðfénu fjölgaði svo mikið árið 1954, að fram talið afurðaverðmæti varð miklu minna en ella. Hins vegar fækkaði sauðfé 1951, að vísu ekki stórlega, en þó svo, að það ár komu fram dálítið meiri sauðfjárafurðir en annars hefði orðið. Ef sauðfjárstofninn liefði verið óbreyttur bæði árin, mundi aukning sauðfjárafurðanna frá 1951 til 1954 hafa numið 30—35 millj. kr. meira að verðmæti en fram kemur á afurðaskýrslum ár- anna. Þá hefði verðmætisaukning þeirra numið 45—50% í stað 21,2%, er fram kemur í samanburðinum. í annan stað er reikningur sauðfjárafurða til verðmætis 1951 og 1954 ekki alveg sambærilegur. Þegar skýrslan um verðmæti afurðanna var gerð 1951, lágu ekki enn fyrir upplýsingar um verð til framleiðenda sauðfjár- afurða, nema frá fáum stöðum á landinu. Þess vegna var sá kostur tekinn, að um- reikna fallþunga sláturlamba í lifandi þunga og reikna lömbin síðan til verðs með endanlegu verði lamba í fjárskiptunum þá um haustið. Þetta verð mun hafa reynzt eitthvað hærra en sláturverðið, einkum þar sem dilkar voru rýrir, en ekki munaði það miklu og minna en 1954. Verðreikningur á fullorðnu fé var heldur meira áætl- unarkenndur 1951 en 1954, en ekki mun það hafa leitt til hærra mats á sauðfjár- afurðum 1951 en rétt var. Hækkun sú, er samanburðurinn sýnir á verðmæti hrossaafurða, er ekki raunveruleg nema að mjög litlu leyti. Hún stafar að öðrum þræði af því, að svo illa sem sláturhross voru fram talin 1954 virðast þau hafa verið enn lakar fram talin 1951. Að hinum þræðinum stafar það af því, að afurðirnar af liverju slátur- lirossi eru áætlaðar meiri 1954. Sérstaklega er kjötið áætlað talsvert miklu meira 1954, 206,5 kg af hverju fullorðnu hrossi í stað 150 kg 1951, 150 kg af tryppum 1—3 vetra og 80 kg af folöldum í stað 100 kg að meðaltali af tryppum og folöldum 1951. Þessi breyting á áætluðu afurðamagni er gerð vegna athugana hagdeildar Framkvæmdabankans, sem áður hefur verið sagt frá. Lækkun sú á verðmæti afurða af alifuglum, er fram kemur við saman- burðinn, mun einvörðungu stafa af lakara framtali 1954. Er illt til þess að vita, en þetta mun líka eina framtalið, sem lakara er 1954 en 1951. Tekjur af fóðurtöku voru ekki í töflunni um verðmæti landbúnaðarafurða 1951, vegna þess að liér er ekki um að ræða tekjur fyrir framleiðendur landbún- aðarafurða í heild. En þar sem afurðaverðmæti bænda er nú talið sérstaklega í töflu XI B, þurfti fóðurtaka að vera þar með, og er hún þá líka sýnd í töflu XI A, aðallega til þess að fram komi, að hve miklu leyti fóðurtaka er fram talin hjá öðr- um en bændum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.