Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Síða 51

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Síða 51
Búnaðarskýrslur 1954 49 þús. kr., og er mismunurinn á þessu tvennu aðeins 608 þús. kr. Launatekjur bú- lausa fólksins, sem taldar eru í búnaðarskýrslum, eru að einhverju leyti greiddar af bændum. Þó er það tilviljun ein, að þessum tölum ber svona lítið á milli, því að vitanlega fer talsvert af kaupgreiðslum bænda til annarra en þeirra, sem teknir eru á búnaðarskýrslu sem búleysingjar, og einnig fá búleysingjar þeir, sem teknir eru á búnaðarskýrslu, nokkurn liluta sinna launa frá öðrum en bændum. Þess ber að geta, að laun tekin í fríðu eru mjög vantalin og vanmetin til tekna, en þau inunu einnig vera vantalin og vanmetin til gjalda lijá bændum, eins og áður segir, í 11. kaíla inngangsins. Þessi tekjuliður var ekki sérstaklega tilgreindur í Búnaðarskýrslum 1951, heldur talinn með „öðrum tekjum“, og er því ekki unnt að gera samanburð milli áranna. Vextir af innstæðum eru alls fram taldir 2 269 þús. kr., en voru 3 047 þús. kr. 1951. Vaxtatekjur 1954 munu að mestu taldar af vangá, þar eð þær eru að verulegu leyti skattfrjálsar og undanþegnar framtalsskyldu. Tekjur af húseignum eru fram taldar aðeins 4 692 þús. kr., og eru þar meðtaldar tekjur af eigin húsnæði. Samsvarar þetta aðeins um 720 kr. á ári á hvert bóndabýli. Kostnaður við húseignir nemur 6 296 þús. ltr., eða hærri upphæð en tekjur af húseignum nema, og eru þar þó ekki taldir vextir af skuldum, er hvíla á húseignum, og oft ekki fyrning nema að litlu leyti. Árið 1951 voru tekjur af hús- eignum taldar með „öðrum tekjum“, og verður þessi tekjuliður því ekki borinn saman við fyrri ár. „Aðrar tekjur“ eru tekjuliðir 8—14 á aðalframtalsskýrslu. Þetta eru að mestu leyti styrkir og bætur frá almannatryggingum, en einnig sértekjur konu, ef nokkrar eru, svo og ýmsar smátekjur af öðru en búskap, þær, sem ckki eru þegar taldar. Alls nemur þetta 20 036 þús. kr. Þennan lið er ekki liægt að bera saman við samnefndan tekjulið í Búnaðarskýrslum 1951, vegna þess að þá var, svo sem þegar liefur verið frá sagt, fleira með talið. Þess skal getið, að jarðabótastyrkur er hér ekki talinn með tekjum, þar sem hann var gerður skattfrjáls, og auk þess reyndist framtal hans mjög ófullkomið. Þá skal lítils háttar grein gerð fyrir gjaldaliðum þeim, sem teknir eru af aðal- framtali. Vextir af skuldum eru samtals fram taldir 8 380 þús. kr„ þar af hjá bænd- um 7 966 þús. kr. Þetta er mikil hækkun frá 1951, en þá voru vaxtaútgjöld bænda og búleysingja talin 3 837 þús. kr. Fram taldar skuldir alls hafa á sama tíma hækkað úr rúmlega 127 millj. kr. í rúml. 239 millj. kr. Vextir af heildarskuldum í árslok 1951 voru samkvæmt þessu 3% að meðaltali, en 1954 3,5%, og getur hvorugt verið rétt. Skuldavextir virðast vantaldir bæði árin. Árið 1954 var um helmingur skuldanna við Byggingarsjóð og Bæktunarsjóð, 118,4 millj. kr„ að vísu með 2— 2Y2% vöxtum, en aðrar veðskuldir, er nema 23,6 millj. kr„ liafa ólíklega verið með lægri vöxtum að meðaltali en 6%, og „aðrar skuldir“, 97 millj. kr„ hafa verið með 7—8% vöxtum, og hefðu þá vextir af samanlagðri skuldaupphæð, 239 millj. kr„ átt að vera 11—12 millj. kr. eða um 5%. Annars má e. t. v. eitthvað frá þessu draga fyrir því, að ekki hafi verið greiddir fullir ársvextir af skuldaraulcningunni (eða nýjum skuldum) á árinu, en sá frádráttur getur þó ekki verið mikill, þar sem skuldaraukning hjá kaupfélagi eða verzlun gengur á undan fastri lántöku og eru að jafnaði greiddir hærri vextir af henni. Þetta, að skuldavextirnir virðast van- taldir, getur að einhverju leyti stafað af því, sem áður er getið, að sumir telji vext- ina fram nettó, en aðallega virðist það stafa af vangá við framtal. g
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.