Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Qupperneq 62
60*
Búnaðarakýrslur 1954
Þess ber að gæta, að eins og bent befur verið á, hefur nokkur hluti fjárfest-
ingarinnar verið greiddur með ríkisframlagi (rúmlega 29 millj. kr. 1954, nokkru
minni hin árin).
Á þessum þremur árum liafa skuldir landbúnaðarframleiðenda aukizt um
111,8 millj. króna öll árin, en heimildir vantar um breytingar á innstæðum, verð-
bréfaeign og þ. h.
15. Eignir og skuldir framleiðenda landbúnaðarafurða í árslok 1954.
Assets and debts of agricultural producers at the end of 1954.
Töflur XXIV A og B á bls. 76—79 sýna eignir og skuldir framleiðenda
landbúnaðarafurða í árslok 1954, samkv. skattaframtölum. Tafla XXIV A sýnir
eignir og skuldir alls, tafla XXIV B eignir og skuldir bænda sérstaklega. Sams
konar upplýsingar liafa áður aðeins birzt í Búnaðarskýrslum 1951.
Bústofn er í skýrslum skattanefndanna til Hagstofunnar alls staðar fram
talinn í stykkjatölu. Hagstofan hefur því sjálf reiknað verðmæti bústofnsins og
notað til þess skattmat Ríkisskattanefndar á búpeningi. Skattmat þetta varþannig:
Kýr, geldneyti, kálfar.
1) 3 000, 1 600 og 900 kr. í öllurn kaupstöðum á Suðvesturlandi, Gullbr,- og Kjós-
arsýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu, ísafirði og ísafjarð-
arsýslu, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík, Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjar-
sýslu, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu.
2) 2 700, 1 500 og 800 kr. í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og á Sauðárkróki.
3) 2 500, 1 400 og 800 kr. í Dalasýslu, Barðastrandarsýslu og Strandasýslu.
4) 2 400, 1 200 og 700 kr. í Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði, Suður-Múlasýslu,
Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
Ær, sauðir, hrútar og gemlingar.
1) 500, 500, 800 og 350 kr. í kaupstöðum á Suðvesturlandi, Gullbr.- og Kjósar-
sýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, ísafirði, ísafjarðarsýslu, Strandasýslu,
Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík, Þingeyjarsýslu og Árnessýslu.
2) 450, 450, 800 og 300 kr. í Snæfellsnessýslu, Barðastrandarsýslu, Eyjafjarðar-
sýslu, Akureyri, Neskaupstað og Rangárvallasýslu.
3) 425, 425, 800 og 350 kr. í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Sauðárkróki.
4) 400, 400, 800 og 300 kr. í Norður-Múlasýslu.
5) 350, 350, 800 og 300 kr. á Seyðisfirði, í Suður-Múlasýslu, Austur-Skaftafells-
sýslu og Vestmannaeyjum.
Hross. Skattmatinu var hér ekki fylgt nákvæmlega, þar sem það er rneira
sundurgreint eftir aldri en fram kemur í búnaðarskýrslum. Hagstofan lagði þetta
til grundvallar: Hestar 4 v. og eldri 2 000 kr., liryssur 4 v. og eldri 1 400 kr., tryppi
2—3 v. 750 kr., folöld (tryppi veturgömul) 500 kr.
Silfurrefur var metinn á 100 kr., blárefur á 75 kr., hæna á 25 kr., önd
á 25 kr., gæs á 35 kr., svín á 2 000 kr.
Mat þetta er talsvert hærra en 1951, einkum á sauðfé og hrossum. Þó mun
það enn nokkru lægra en raunverulegt verð búpeningsins miðað við gangverð 1954.
Heildarverðmæti bústofnsins hefur hækkað verulega síðan 1951, þ. e.
úr 232 230 þús. kr. í 447 297 þús. kr. eða alls um 92,7%. Stafar það jöfnum liöndum
af mikilli aukningu bústofnsins og af hækkun á matsverði hans.