Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 64

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 64
62* Búnaðarskýrslur 1954 eins og t. d. tafla III um kálrækt o. fl. Á að vera unnt að lesa hlut bændanna út úr flestöllum töflunum. Hingað til hefur aðallega verið rætt um töflurnar í heild, og þá raunverulega fyrst og fremst um það, er felst í A-hluta tvískiptra taflna, og í þeim töflum, sem ekki eru tvískiptar. En í þessum kafla verður litið lítið eitt á hlut hændanna sér- staklega, eins og hann kemur fram í töflum merktum B. Hér verður þó svo að segja einvörðungu rætt um það, sem felst í töflum XI B (verðmæti landbúnaðar- framleiðslu bænda), XII B (framleiðslukostnaður bænda), XIV B (heildartekjur og -gjöld bænda) og XXIV B (eignir og skuldir bænda). í 11. yfirliti eru sýndar tekjur bænda eftir sýslum samkvæmt niðurstöðum taflna XI B, XII B og XIV B. Hér er þess að gæta, að reiknað er með fleiri bændum en raunverulega er rétt. Er því deilt í heildartekjur bænda með of liárri tölu, og verða meðaltekjur bænda af búrekstri þess vegna lægri samkvæmt yfirlitinu en ella væri. Sums staðar, þar sem cin fjölskylda stendur að búi, er sá háttur hafður á um framtal, að búið er talið fram í tvennu lagi (í einstaka stað í mörgu lagi), og er hver framteljandi kallaður bóndi. Getur Hagstofan ekki lagfært þetta, eins og búnaðarskýrslurnar eru, þegar þær koma til hennar. Samkvæmt könnun Búnaðar- félags íslands 1952 voru þá í fardögum 239 bændum færra en fram kom á bún- aðarskýrslum fyrir 1951, en tala bænda þar er miðuð við áramótin 1951—52 og hefur ekki tekið teljandi breytingum fram til fardaga. Líklega kæmi bér fram meiri munur, ef slíkur samanburður væri gerður iniðað við 1954, þar eð þessi háttur á framtölum virðist heldur fara í vöxt. Samkvæmt skattaframtölum hefur tala bænda frá 1951 til 1954 hækkað úr 6 460 í 6 517 eða um 57, en raunverulega hefur fjölgun bændanna verið lítil eða jafnvel engin. Þó að þetta valdi því, að meðaltekjur af búrekstri (4. dálkur í 11. yfirliti) verði minni en ella í þeim sýslum, þar sem eitt- hvað kveður af þessu, hefur það lítil áhrif á meðaltekjur (í 5. dálki). Þegar tveir eða fleiri eru um bú, er svo oftast, að öðrum hvorum, báðum eða öllum hlotnast tekjur fyrir vinnu við búið eða annað. Þessi framtalsháttur, að telja búið í meira en einu lagi, er algengastur á Norðaustur- og Austurlandi, þ. e. í Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Má að dábtlu leyti til lians rekja það, hve lágar tekjur reiknast á hvern bónda af búrekstri á þessu svæði, en annars er þess ekki að dyljast, að tekjur af búrekstri eru raunverulega lægri þar en annars staðar, einkum í Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Enn fremur skal minnt á það, sem þegar hefur verið bent á hér að framan, þegar rætt var um búsafurðirnar (6. kafli), að afurðir eru ekki fulltaldar til búnaðarskýrslu. Ljóst er, að talsvert vantar á, að afurðir af sauðfé séu fulltaldar, mikið vantar á, að afurðir af hrossum séu fulltaldar, og líkur benda til, að mjólk sé eitthvað vantalin, þó ekki mjög mikið. Hins vegar er það á huldu, hvar vantalið er, hvort það er að mildu leyti hjá bændum, eða það er að verulegu leyti bjá bú- lausum og þeim, sem ekki koma á búnaðarskýrslu. Meðaltekjur bænda eru því eitthvað hærri en búnaðarskýrslurnar sýna, bæði tekjur af búrekstri og tekjur alls. Þegar tekjur bænda eru bornar saman við tekjur annarra stétta, verður og að taka tillit til þess, að verðmæti heimanotaðra afurða er reiknað til tekna á verði, sem er talsvert undir smásöluverði þeirra. Þessi munur liefur þó farið minnk- andi með auknum niðurgreiðslum á verði landbúnaðarvara. Þá er og þess að gæta, að reiknuð húsaleiga til skatts er talsvert lægri I hreppum heldur en í kaupstöðum og þá einkanlega Reykjavík. Tekjur vegna vinnu við eigin framkvæmdir á árinu, þ. e. við fjár- festingu aðra en bústofnsauka, eru ekki teknar með, þegar heildartekjur bænda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.