Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Qupperneq 64
62*
Búnaðarskýrslur 1954
eins og t. d. tafla III um kálrækt o. fl. Á að vera unnt að lesa hlut bændanna út
úr flestöllum töflunum.
Hingað til hefur aðallega verið rætt um töflurnar í heild, og þá raunverulega
fyrst og fremst um það, er felst í A-hluta tvískiptra taflna, og í þeim töflum, sem
ekki eru tvískiptar. En í þessum kafla verður litið lítið eitt á hlut hændanna sér-
staklega, eins og hann kemur fram í töflum merktum B. Hér verður þó svo að
segja einvörðungu rætt um það, sem felst í töflum XI B (verðmæti landbúnaðar-
framleiðslu bænda), XII B (framleiðslukostnaður bænda), XIV B (heildartekjur og
-gjöld bænda) og XXIV B (eignir og skuldir bænda).
í 11. yfirliti eru sýndar tekjur bænda eftir sýslum samkvæmt niðurstöðum
taflna XI B, XII B og XIV B. Hér er þess að gæta, að reiknað er með fleiri bændum
en raunverulega er rétt. Er því deilt í heildartekjur bænda með of liárri tölu, og
verða meðaltekjur bænda af búrekstri þess vegna lægri samkvæmt yfirlitinu en
ella væri. Sums staðar, þar sem cin fjölskylda stendur að búi, er sá háttur hafður
á um framtal, að búið er talið fram í tvennu lagi (í einstaka stað í mörgu lagi),
og er hver framteljandi kallaður bóndi. Getur Hagstofan ekki lagfært þetta, eins og
búnaðarskýrslurnar eru, þegar þær koma til hennar. Samkvæmt könnun Búnaðar-
félags íslands 1952 voru þá í fardögum 239 bændum færra en fram kom á bún-
aðarskýrslum fyrir 1951, en tala bænda þar er miðuð við áramótin 1951—52 og
hefur ekki tekið teljandi breytingum fram til fardaga. Líklega kæmi bér fram meiri
munur, ef slíkur samanburður væri gerður iniðað við 1954, þar eð þessi háttur á
framtölum virðist heldur fara í vöxt. Samkvæmt skattaframtölum hefur tala bænda
frá 1951 til 1954 hækkað úr 6 460 í 6 517 eða um 57, en raunverulega hefur fjölgun
bændanna verið lítil eða jafnvel engin. Þó að þetta valdi því, að meðaltekjur af
búrekstri (4. dálkur í 11. yfirliti) verði minni en ella í þeim sýslum, þar sem eitt-
hvað kveður af þessu, hefur það lítil áhrif á meðaltekjur (í 5. dálki). Þegar tveir
eða fleiri eru um bú, er svo oftast, að öðrum hvorum, báðum eða öllum hlotnast
tekjur fyrir vinnu við búið eða annað. Þessi framtalsháttur, að telja búið í meira
en einu lagi, er algengastur á Norðaustur- og Austurlandi, þ. e. í Þingeyjarsýslu,
Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Má að dábtlu leyti til lians rekja það, hve
lágar tekjur reiknast á hvern bónda af búrekstri á þessu svæði, en annars er þess
ekki að dyljast, að tekjur af búrekstri eru raunverulega lægri þar en annars staðar,
einkum í Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu.
Enn fremur skal minnt á það, sem þegar hefur verið bent á hér að framan,
þegar rætt var um búsafurðirnar (6. kafli), að afurðir eru ekki fulltaldar
til búnaðarskýrslu. Ljóst er, að talsvert vantar á, að afurðir af sauðfé séu fulltaldar,
mikið vantar á, að afurðir af hrossum séu fulltaldar, og líkur benda til, að mjólk
sé eitthvað vantalin, þó ekki mjög mikið. Hins vegar er það á huldu, hvar vantalið
er, hvort það er að mildu leyti hjá bændum, eða það er að verulegu leyti bjá bú-
lausum og þeim, sem ekki koma á búnaðarskýrslu. Meðaltekjur bænda eru því
eitthvað hærri en búnaðarskýrslurnar sýna, bæði tekjur af búrekstri og tekjur alls.
Þegar tekjur bænda eru bornar saman við tekjur annarra stétta, verður og
að taka tillit til þess, að verðmæti heimanotaðra afurða er reiknað til tekna á
verði, sem er talsvert undir smásöluverði þeirra. Þessi munur liefur þó farið minnk-
andi með auknum niðurgreiðslum á verði landbúnaðarvara. Þá er og þess að gæta,
að reiknuð húsaleiga til skatts er talsvert lægri I hreppum heldur en í kaupstöðum
og þá einkanlega Reykjavík.
Tekjur vegna vinnu við eigin framkvæmdir á árinu, þ. e. við fjár-
festingu aðra en bústofnsauka, eru ekki teknar með, þegar heildartekjur bænda