Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 68
66'
Búuaðurakýrslur 1954
magn, og hefur þar m. a. verið höfð hliðsjón af öðrum áætlunum, sem hafa verið
gerðar um þetta. Mjólkurframleiðslan 1952 og 1953 var svo áætluð á lihðstæðan
hátt og framleiðslan 1954.
Verð það á mjólk til mjólkurbúa, sem miðað er við, er meðalverð greitt
af hverju mjólkurbúi við stöðvarvegg. Verð á annarri mjólk til manneldis er sett
12 aurum lægra hvert kg 1952 og 13 aurum lægra 1953 og 1954. Er annar háttur
hafður á um verðlagningu þessarar mjólkur en í töflu XI, enda er eigi hægt að koma
þeirri verðlagningu, sem þar er notuð, við hér. Hér er í fyrsta lagi öll sölumjólk
til annarra en mjólkurbúa, og er hún ýmist seld sama verði og til mjólkurbúa eða
hærra verði. í öðru lagi er hér með lieimanotuð mjólk á mjólkursölusvæðum, en
hún er í töflu XI reiknuð á sama verði og mjólkin, sem lögð er inn í mjólkurbú.
Loks er hér öll heimanotuð mjólk í þeim landshlutum, sem ekki selja mjólk til
mjólkurbúa, og er sú mjólk ein rciknuð lægra verði í töflu XI en hér er gert. Mjólkin
mun því raunverulega vera reiknuð heldur lægra verði í viðaukatöflunni en í töflu
XI, en nákvæmum samanburði verður ekki við komið.
Upplýsingar um tölu og þyngd nautgripahúða og kálfsskinna eru fengn-
ar frá verzlunum, er verzla með þær vörur. Hagdeild Framkvæmdabankans hefur
gert ýtarlega athugun á hlutfallinu milli þunga húðar og kjöts, og hefur sú athugun
verið lögð til grundvallar við áætlun á framleiðslumagni nautgripakjöts. Ættu
þær niðurstöður að vera nærri sanni. Verð á nautgripakjöti og húðum er
samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga. Upplýsingarnar frá Sambandinu voru að vísu um verð það, er kaup-
félögin fengu fyrir þessar afurðir, en þar hafa verið dregnar frá áætlaðar upphæðir
fyrir kostnaði félaganna.
Sauðfjárafurðir. Sauðfjárafurðir eru hér taldar eftir skýrslum Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, það sem þær ná, en heimaslátrun eftir tölu á gærum, er komið
hafa í verzlanir. Verðmæti sláturs úr hverri kind er látið jafngilda verðmæti tveggja
kg af kjöti, og er þá reiknað með liaus, hjarta, lifur, nýrum og mör, er í slátur fer.
Ullarmagn af hverri kind er talið nema 1,2 kg og miðað er við fjártölu um næstu
áramót áður en ullin kemur til verðs. Verð afurðanna er samkvæmt upplýsingum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Sambands ísl. samvinnufélaga.
Aðrar afurðir. Um sláturafurðir lirossa er hið sama að segja og slátur-
afurði nautgripa, að magn þeirra er reiknað eftir tölu og þyngd húða, er fram hafa
komið í verzlunum. Verðupplýsingar um kjöt eru frá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins og um húðir frá Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Magn afurða af svínum er áætlað eftir tölu svína í ársbyrjun, og getur þar
skeikað miklu, en annarra kosta er ekki völ. Egg og kjöt af alifuglum er áætlað
eftir framtöldum fjölda alifugla og upplýsingum um tölu eggja eftir hvern fugl á
stórum hænsnabúum. Eru þær áætlanir miklu hærri en tölur húnaðarskýrslna þar
um, en eiga að vera eitthvað nær sanni. Verið getur, að reiknað sé með helzt til
mörgum eggjum eftir hvern fugl, en þar er það til mótvægis, að mikið vantar á, að
fuglarnir séu allir fram taldir, og mun magn eggja og fuglakjöts í heild sízt oftalið.
Garð- og gróðurhúsaafurðir 1954 eru með sama magni í viðaukatöfl-
unni og töflum II og III, og tölurnar fyrir 1952 og 1953 eru eftir sömu heimildum.
— Áætlunin um magn og verð berja er frekar of lág en of há. Er hún mjög lauslcg,
enda er hér lítið við að styðjast.
Áætlun um lilunnindi er mjög lausleg og hvergi nærri áreiðanleg, eins og að
líkum lætur. Veiðimálastjóri lét í té skýrslu um tölu veiddra laxa þessi þrjú ár,
en að öðru leyti eru búnaðarskýrslur skattanefnda aðalheimildin.