Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 4
✿ Nokkrir þættir úr rannsókn Siðmenntar og Maskínu Ertu trúaður? Hvernig heldur þú að heimurinn hafi orðið til? Hlynnt/ur eða andvíg/ur aðskilnaði ríkis og kirkju Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur líknandi dauða? n Trúuð n Ekki trúuð n Get ekki sagt til n Með Miklahvelli n Guð skapaði heiminn n Veit ekki n Annað n Hlynnt/ur n Í meðallagi n Andvíg/ur n Hlynnt/ur n Í meðallagi n Andvíg/ur 49% 44% 27% 29% 33% 18% 63% 19% 17% 61% 7% 13% 9% 11% 75% 75% 16% 8% 5% 20% 46%29% 24% 52%35% 13% Yngri en 25 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55 ára og eldri Yngri en 25 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55 ára og eldri Yngri en 25 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55 ára og eldri Yngri en 25 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55 ára og eldri 61% 54% 39% 39% 17% 16% 22% 33% 43% 52% 23% 23% 28% 17% 30% 94% 78% 58% 53% 46%25% 23% 22% 10% 3% 3% 2% 5% 7% 17% 10% 15% 18% 13% 88% 80% 73% 80% 66% 12% 15% 22% 16% 21%13% 4% 5% 5% 74% 64% 43% 42% 37%34% 40% 36% 23% 26% 13% 21% 17% 29% Heildarsvör % Heildarsvör % Heildarsvör % Heildarsvör % SaMfélag 46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Siðmenntar, um til- urð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélags- hópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum. „Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurs- hópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afger- andi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svar- enda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóð- kirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangs- efnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niður- staðan kom Bjarna á óvart. stefanrafn@frettabladid.is Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. SaMfélag Símtölum í hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði um ellefu prósent á milli áranna 2014 og 2015. Samtals voru símtöl og net spjöll til hjálpardeildar Rauða krossins 15.558 talsins. Ívar Schram, verkefnastjóri hjálparsímans, segir að álagið sé ójafnt eftir mánuðum. Í apríl hafi til að mynda 1.458 sinnum verið haft samband við 1717, en hann rekur það til átaksverkefnisins „Ég get ekki meir“ sem ráðist var í þá um vorið. Haustinu og jólum fylgja gjarnan mörg símtöl. Konur sækja í meiri mæli aðstoð til Rauða krossins eða í 53 prósent- um tilfella. Karlar hringja í 39 pró- sent tilfella en í ríflega sjö prósent tilfella er kyn þess sem hringir ekki vitað. Sú breyting hefur orðið að nú koma flest símtöl á milli fjögur og átta á kvöldin en áður var mesti álagspunkturinn á milli átta og ell- efu á kvöldin og svo í neyðarsímann á nóttunni. Fimm hundruð símtöl á árinu 2015 flokkast sem sjálfsvígssímtöl. Jafnan hringir fólk vegna depurðar, kvíða eða einmanaleika. – snæ Fleiri leita hjálpar hjá Rauða krossinum Hjá hjálparsíma Rauða krossins 1717 starfar fjöldi sjálfboðaliða. Sjálfsvígssím- tölum fjölgaði um 45 á síðasta ári. FRéttablaðið/Valli Konur sækja í meiri mæli aðstoð til Rauða krossins eða í 53 prósentum tilfella. lögregluMál Undanfarna mánuði hefur Tómas Boonchang, eigandi veitingastaðarins Ban Thai, ítrekað lent í því að gestir hans stingi af eftir matinn án þess að borga reikning- inn. „Það er oft mikið að gera og við erum á tveimur hæðum. Þegar þjón- ustufólkið fer inn í eldhús eða á aðra hæð kemur það fyrir að fólk lætur sig hverfa. Stundum höldum við að fólk hafi skroppið út fyrir að reykja en svo kemur í ljós að það er bara farið,“ segir Tómas alveg gáttaður á þessari háttsemi. „Þetta hefur færst í vöxt síðustu mánuði. Fyrir ári síðan gerðist þetta aldrei.“ Tómas segir þetta fyrst og fremst vera fólk sem býr á Íslandi en ekki erlenda ferðamenn. „Þetta er alveg frá pörum upp í heilu fjölskyldurn- ar. Yfirleitt er þetta fólk á miðjum aldri, í kringum fjörutíu og fimmtíu ára.“ Núna síðustu vikuna hefur Tómas lent tvisvar í því að gestir stingi af. Því vill hann vara aðra veitinga- staðaeigendur við og hvetur alla til að hafa augu með gestunum. „Ég veit ekki alveg hvernig best er að bregðast við þessu. Ég get ekki látið fólk borga fyrirfram fyrir matinn. Það er ekki smart. Það er tilgangslaust að hringja í lögguna þegar maður hefur engar upplýsing- ar um fólkið. Ég held ég verði bara að setja upp myndavélar og fylgjast betur með fólki – þetta gengur alla vega ekki svona áfram.“ – ebg Heilu fjölskyldurnar stinga af eftir matinn án þess að borga Í síðustu viku lenti tómas tvisvar í því að stungið var af frá reikningnum. Hann vill vara veitingahúsaeig- endur við þessari óskemmtilegu bylgju. FRéttablaðið/ERniR Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu. Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar 1 4 . j a N ú a r 2 0 1 6 f I M M T u D a g u r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -4 A 4 0 1 8 2 6 -4 9 0 4 1 8 2 6 -4 7 C 8 1 8 2 6 -4 6 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.