Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 24
Áramót eru einstök stund. Þá skartar Ríkisútvarpið því besta sem hæfir og ber menningu þjóðar vitni. Það er bæn. Gamla árið er kvatt með bænar- sálmi sr. Valdimars Briem, Nú árið er liðið í aldanna skaut. Svo gengur nýja árið í garð og því heilsað með þjóðsöngnum Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, vér lofum þitt, heil- aga, heilaga nafn. Það er bænin sem sameinar þjóð um menningu sína og Ríkisútvarpið miðlar af rótum sínum. Þakkar og heilsar með bæn og lofgjörð. Mikið er það falleg hefð. Skýrara getur það ekki verið. Krist- inn siður er kjölfestan í þjóðlífinu. Ríkisútvarpið er okkur hjartfólgið og inngróið í heimilislíf landsmanna. Hér er í engu hallað á aðra fjölmiðla sem gegna dýrmætu hlutverki og verða að njóta svigrúms og stuðn- ings til starfa. En stofnun útvarpsins hafði í för með sér menningarbylt- ingu. Þegar litið er yfir farinn veg í sögu Ríkisútvarpsins, þá er fátt sem auðgað hefur frekar starfsemi þess en tónlistin. Þar skipar kristin trú stóran sess og ekki síst á hátíðum. Engin trúarbrögð óma eins af tónlist og kristin trú. Og stafar frá englum á Betlehemsvöllum sem lofuðu Guð „Dýrð sé Guði í upp- hæðum og friður á jörðum og vel- þóknun Guðs yfir mönnunum“. Og í Davíðssálmum Gamla testamentisins ómar tónlistin í gegnum ljóðlínurnar „Syngið Drottni nýjan söng“. Löngu síðar kom svo siðbót Martins Lúthers sem lagði sérstaka áherslu á tónlist- ina. Lúther var mikill tónlistarmaður, lék sjálfur á hljóðfæri og samdi lög og ljóð til notkunar í guðsþjónustunni. Safnaðarsöngurinn var honum hjart- ans mál. Siðbótin hafði afgerandi áhrif á eflingu tónlistar í Evrópu. Svo kom Jóhann Sebastian Bach, mikill trúmaður af lútherskum sið, oft nefndur fimmti guðspjallamaðurinn vegna stórbrotinna tónverka sinna, sem gjarnan voru samin með yfir- skriftinni „Guði einum til dýrðar“, og hafði gríðarmikil áhrif. Miðla af andans auði Siðbótin á Íslandi fyllti kirkjuna af sálmum og safnaðarsöng. Með sið- bótinni hófst útgáfa sálmabókarinnar fyrir almenning og prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins á Hólum, sem kirkjan stofnaði, og með tímanum varð sálmabókin til á hverju heimili. Ætli sálmabókin sé bönnuð núna í grunnskólum í Reykjavík, ef kenn- ari vildi nýta hana til að uppfræða börnin um menningararf okkar? Sálmabókin hvatti til sálmakveð- skapar, tónsmíða og söngs. Fátt hafði meiri áhrif á þróun tónlistar um aldir á Íslandi en kirkjutónlistin. Síðar komu kirkjukórarnir og organist- arnir. Við þekkjum hvað þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum og nært menningarlífið í landinu. Einnig sér- stakar kirkjutónlistarhátíðir sem vakið hafa verðskulduga athygli. Og allt tónlistarfólkið sem kemur fram í kirkjum landsins og sálmaskáldin sem miðla af andans auði sínum. Mikill söngur ómar á meðal þjóðarinnar í guðsþjónustunum og sjaldan syngja samtals fleiri á Íslandi en í kirkjunum á aðfangadagskvöldi. Tónlistin og sálmarnir í kirkjunni vega þungt í íslenskri menningu og fóstraði Ríkisútvarpið og gerir enn og þjóðin nýtur innilega alla daga. Þann- ig verður trúin aldrei fjötruð á bás einkalífsins, heldur þráir að flæða um þjóðlífið í andans mætti sínum. Það staðfestir reynsla okkar, t.d. hvernig við kveðjum liðið ár og heilsum nýju. Þetta er gott að hugleiða á tímum, þegar háværar raddir vilja úthýsa kristnum sið úr vitund þjóðar, menn- ingu og gildismati. RÚV þakkar og heilsar af reisn Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu „Raf- rettur – úlfur í sauðagæru“. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafn- vægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers? Hræðsluáróður sem er hættulegur heilsu okkar Málflutningurinn getur auðveld- lega snúist upp í andstæðu sína, með þeim afleiðingum að það valdi ómældu heilsufarstjóni þegar hann beinist gegn hjálpartóli eins og raf- rettunni og það með því að hagræða staðreyndum og niðurstöðum rann- sókna til að skapa tortryggni. Raf- rettan er nefnilega nánast skaðlaus í samanburði við sígarettuna og gæti bjargað heilsu og lífum þúsunda hér á landi. Eða eins og Dr. Richard Carmona, fyrrverandi landlæknir Bandaríkj- anna, sagði nýlega í grein í New York Post (4): hræðsluáróðurinn gegn rafrettunum er hættulegur heilsu okkar. Augljóslega hættulegri en rafrettan sjálf. Fíknin og skaðvaldurinn Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir þeirri einföldu stað- reynd að hér er um að ræða fíkn af nikótíni, sem er í bæði sígarettum, öðrum tóbaksvörum og öllum nikó- tínvörum (rafrettum, plástrum, nefúða o.s.frv.) annars vegar og svo skaðsemi sem hlýst nær eingöngu af notkun sígarettunnar hins vegar. Aðskiljum því, eða tökum burt, það sem veldur skaðanum, sígar- ettuna en látum fíknina eiga sig og leyfum notkun nikótínsins í ýmsu formi (total harm reduction). Verum raunsæ og beitum henni í stað þess að heyja baráttu við það sem aldrei lýkur, en lágmörkum þó skaðann. Fíkn er nefnilega miklu erfiðara við að eiga og hún hefur fylgt mannkyn- inu nánast frá örófi alda í einu eða öðru formi. Það er bara allt annar og erfiðari vígvöllur að berjast á, miklu erfiðara en að fjarlægja bara skaðvaldinn úr þessari jöfnu, sígar- ettuna. Gríðarlegur kostnaður fyrir heilsu fólks og þjóðfélagið í heild Það munar um 20 milljarða (árið 2000) í kostnað árlega fyrir heil- brigðiskerfið og þjóðfélagið í heild vegna þessa skaðvalds (8). Talandi um niðurgreiðslur með einum eða öðrum hætti, pakki af sígar- ettum ætti í raun að kosta margfalt núvirði hans ef innreiknaður væri heildarkostnaður þjóðarbúsins af skaðseminni ásamt álaginu á heil- brigðiskerfið. Þá með innreiknuðu vinnutapi og frádregnum hagnaði ríkisins af tóbakssölunni. Þetta er í rauninni ekkert annað en „niður- greiðsla“ á sígarettunum þegar á heildardæmið er litið. Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Getum við sem þjóð, sem ábyrgir einstaklingar, hvort heldur við erum heilbrigðisstarfsfólk eða almenningur, horft lengur upp á lögboðna sölu á vöru sem drepur annan hvern neytanda hennar? Viljum við láta bjóða okkur áfram, mökum okkar, foreldrum, börnum og barnabörnum upp á þann val- kost? Þetta er staðreynd skv. skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og auk þess kostar það okkur að lágmarki 20 milljarða á ári hverju; drepur 200-400 manns árlega og veldur ýmsum örkumlum á mörgum öðrum. Það liggja nefni- lega 200-400 lík í valnum á hverju ári sem líður. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Bíða frekari rann- sókna og láta fleiri deyja á meðan? Þeim verður aldrei endanlega lokið, þannig eru vísindin. Þannig á það líka bara að vera. Sorrí fyrir þá sem bíða hins endanlega sannleika. Er ekki einhver hugrakkur ráð- herra(r) eða alþingismaður til staðar og klár í slaginn? Við erum það flest hin, ef ekki nær öll okkar sem byggj- um enn þá þetta land. Rannsóknir sýna líka að 75% reykingamanna óska þess að hætta. Eða eigum við bara að fella niður skatta af snakk- inu og snakka um það áfram í stól- unum okkar? Næstu skref Krafan verði sú að lagt verði bann á innflutning og sölu sígarettna hér á landi. Væri viðeigandi að velja hér t.d. 17. júní nk., dag sjálfstæðis okkar og lýðræðis. Mál verði höfðað á hendur sígarettuframleiðendum vegna alls afleidds kostnaðar og heilsutjóns landsmanna. Komið verði á fót hjálparstöðvum eða -teymum til hjálpar þeim sem vilja hætta reykingum eins og finn- ast víða erlendis og tóbaksvarnir Landlæknis efldar. Hættum „niðurgreiðslum“ á sígarettum, með aukinni skatt- lagningu þeirra. Viðhafa mætti um tíma undanþágur frá banninu, t.d. veittar á sýsluskrifstofum, ekki af læknum né að varan verði afhent í apótekum. Góða heilsu áfram og betri fyrir aðra sem hætta reykingum, með rafrettu eða öðrum ráðum. Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir Í leikritinu Njálu í Borgarleikhúsinu er notaður vökvi til gufumyndunar, líkt öðrum leikhúsum í heiminum, sami vökvi og notaður er í rafrettum sem um er rætt í grein- inni. Notað er við sýninguna álíka magn og myndaðist við 2 tíma notkun rafrettna hjá um 10.000 manns á rúmlega tveggja tíma leiksýningu leikritsins. Hættulaust með öllu.  MYND/GRÍMUR BJARNASON Um langa hríð hefur fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri, bent á að nauðsyn- legt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rof- svæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaf- lega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráð- herra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merki- legt samtal (sjá http://www.visir. is/section/MEDIA98&fileid=- CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (http://www.visir.is/bufjar- samningar-og-sjalfbaer-land- nyting/article/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“ Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigur- jón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti.“ Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja ofan í við ríkis- stofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaaðila í Banda- ríkjunum til að þagga niður í Loftslagsstofnun og Geimvísinda- stofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráð- herra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veður- fars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúru- fræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www. mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/ pdf ). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafn- vel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið. Ráðherra skýtur sendiboðann – „með eðlilegum hætti“ Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðar­ háskóla Íslands Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja ofan í við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlut- verki sínu? Getum við sem þjóð, sem ábyrgir einstaklingar, hvort heldur við erum heilbrigðis- starfsfólk eða almenningur, horft lengur upp á lögboðna sölu á vöru sem drepur annan hvern neytanda hennar? visir.is Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á Vísi. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -7 B A 0 1 8 2 6 -7 A 6 4 1 8 2 6 -7 9 2 8 1 8 2 6 -7 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.