Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 46
„Yfirlitssýning? Ja, kannski í ein- hverjum skilningi,“ segir Akureyr- ingurinn Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður um sýninguna ...úr rústum og rusli tímans, sem hann opnar í Listasafninu á Akur- eyri á laugardaginn klukkan 15. Þar má sjá myndir frá löngum ferli hans ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega í tilefni þess- arar sýningar. Spurður út í titillinn svarar Jón. „Verkin eru unnin úr alls konar dóti, gömlum tímaritum og blöðum til dæmis, jafnvel Fréttablaðinu. Þetta eru klippimyndir, ég hef aðallega fengist við þær. Það er minn stíll.“ Hann segir verkin dálítið ljóðræn svo fólk verði að fara svolítið í gegnum sýninguna á eigin ímynd- unarafli. Sú frétt kemur kannski ekki á óvart því ljóðlistin fangaði huga listamannsins á tímabili. Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974 en kveðst lítið gera af því að yrkja nú orðið. „Áherslurnar breytt- ust svolítið á þrítugsaldrinum, þá sneri ég mér að myndlistinni,“ segir hann. Jón hélt sína fyrstu einkasýningu í Rauða húsinu á Akureyri árið 1982. Síðan hefur hann sýnt á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og á verk á fjölda safna. Nú leggur hann undir sig Mið- og Austursal Listasafnsins á Akur- eyri en í Vestursal opnar Samúel Jóhannsson sýninguna Samúel, hún er hluti af röð sem stendur til 13. mars og inniheldur fjórar tveggja vikna sýningar. Aðrir listamenn þar eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Nieder- hauser. Þar sem Jón býr í Freyjulundi, gömlu samkomuhúsi í Eyjafirð- inum, ásamt listakonunni Aðal- heiði Eysteinsdóttur er hann í lokin spurður um veður og færð. „Það er mikil ofankoma og búin að vera í allan morgun. Ég hef samt engar áhyggjur af að ég komist ekki heim. Það er hugsað vel um vegina.“ gun@frettabladid.is Ljóðræn verk sem reyna á ímyndunaraflið Jón Laxdal Halldórsson er annar tveggja myndlistarmanna sem opna sýningu í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn – hann undir yfirskriftinni … úr rústum og rusli tímans. „Verkin eru unnin úr alls konar dóti,“ segir Jón sem er þekktur fyrir klippimyndir sínar en fleiri hlutir koma sterkir inn. Myndir/Haraldur ingi Sum verkin eru unnin úr gömlum tímaritum og blöðum, jafnvel Fréttablaðinu, að sögn listamannsins. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is „Þetta er sýning fyrir yngstu börn- in. Þar eru tvær verur í hvítum heimi, þær Krumpa og Bómull.“ Þannig byrjar María Pálsdóttir leikkona að lýsa leiksýningunni Hvítt sem Gaflaraleikhúsið frum- sýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn, 17. janúar, klukkan 13. Verkið er skosk verðlauna- sýning eftir Andy Manley og Ian Cameron. Sjálf leikur María Krumpu en Virginia Gillard leik- ur Bómull. Leikstjóri er Gunnar Helgason. „Krumpa og Bómull eru að passa upp á hvít fuglahús og taka á móti eggjum sem falla af himn- um ofan. Svo fara að birtast litir, fyrst grænt snifsi, það fer beint í ruslið, svo finnst bleikt snifsi og það fer sömu leið. Krumpa og Bómull reyna að halda öllu í horfinu og passa að ekkert breyt- ist,“ segir María og heldur áfram að lýsa innihaldi sýningarinnar. „Síðan gerist það að rautt egg fellur af himni ofan og það fer í ruslið eins allt annað sem er litað. Þær stöllur fara að sofa en Bóm- ull laumast til að bjarga rauða egginu og eftir það byrjar allt að breytast því litirnir að taka yfir. Hvíta blaðran er allt í einu orðin blá. Svo endar allt í litasprengju og þá viðurkenna þær Krumpa og Bómull hvor fyrir annarri að þær elska liti.“ Hvítt er ætlað eins til fimm ára börnum og svo eru fullorðnir brosandi út að eyrum, að sögn Maríu. „Það eru ekki mörg orð í sýningunni heldur gjörðir.“ gun@frettabladid.is Þegar bómull laumast til að bjarga rauða egginu breytist allt María og Virginia gillard í hlutverkum sínum sem Krumpa og Bómull. Mynd/gaFlaraleiKHúSið 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r34 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 2 6 -4 F 3 0 1 8 2 6 -4 D F 4 1 8 2 6 -4 C B 8 1 8 2 6 -4 B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.