Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 6
10-50% afsláttur af mannbroddum fram að helgi Hjá okkur getur þú valið úr 18 tegundum af mannbroddum allt eftir því hvað þú ætlar að gera. Vilt þú rölta, ganga, skokka, hlaupa, ganga úti í náttúrunni, fara á fjöll eða jökla? Þú hlýtur að geta fundið eitthvað við þitt hæfi. Einnig getum við neglt í skósóla. Líttu á úrvalið á heimasíðunni okkar www.skovinnustofa.is Skóvinnustofa Sigurbjörns Háaleitisbraut 68 – 103 Reykjavík Heildsala - smásala s. 553 3980 Skaðræðisskepna Ísbjörninn Nanuq, sem er sjö ára gamall, teygir úr sér við mælistiku og auglýsir þar með fulla hæð sína, 2,99 metra, í dýragarðinum í Hannover í Þýskalandi í gær. Garðurinn hýsir 2.061 skepnu af 198 tegundum, sam- kvæmt „íbúaskrá“ ársins. Nordicphotos/AFp Húsnæðismál Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, ritari Sjálfstæðis- flokksins, er ósátt við húsnæðis- frumvörp velferðarráðherra. Hún segir þau ekki til þess fallin að bæta húsnæðismarkaðinn. „Skyndilausn sem á að afla Fram- sóknarflokknum fylgis í næstu kosningum,“ segir Áslaug. Velferðarnefnd fundaði um frumvörpin í gær. Stefnt er að því að tvö frumvörp ráðherra verði að lögum fyrir mánaðamót. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- kona Framsóknarflokksins, er ánægð með útkomuna. „Við vonumst eftir breiðri sam- stöðu á þingi um málin. Mér finnst þessi frumvörp vera til bóta,“ segir hún. Með frumvörpunum sé verið að tryggja framboð á leiguíbúðum og að allir geti fengið íbúð á við- ráðanlegu verði. „Með þessum frumvörpum nálgumst við marga hópa, svo sem námsmenn, ungt fólk, eldri borgara og alla þá sem vilja búa við þann sveigjanleika að vera á leigumarkaði.“ Áslaug segist hins vegar vera svekkt yfir frumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. „Þessi frumvörp eru ekki var- anleg lausn á húsnæðismarkaði. Við fyrstu sýn virðist þetta vera skammtímalausn. Þau gera ráð fyrir miklu inngripi ríkis varðandi stórhækkaðar bætur sem leiðir til hækkunar leiguverðs,“ segir Áslaug Arna og bendir á að ekki sé búið að skoða hagræn áhrif frum- varpa ráðherrans. „Því er maður svekktur yfir að þetta sé niður- staða Eyglóar eftir allan þennan tíma.“ Hún segir stefnu Sjálfstæð- isflokksins skýra og snúast um að minnka afskipti ríkisins til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. „Ríkið skiptir sér of mikið af íslenskum húsnæðismarkaði nú þegar. Því á ég erfitt með að sjá að sjálfstæðismenn samþykki frum- vörpin eins og þau líta út núna.“ Elsa Lára Arnardóttir segir frumvörpin um húsnæðisbætur tryggja jafnræði milli þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem búa í eigin húsnæði. „Með nýjum húsnæðisbótum stóraukum við stuðning við fólk á leigumarkaði. Um milljarði króna verður varið til þess á þessu ári. Allt er þetta gert samkvæmt yfir- lýsingu ríkisstjórnar frá 28. maí í tengslum við nýja kjarasamninga. Því munum við reyna að klára tvö frumvörp af fjórum nú strax fyrir mánaðamót,“ segir hún. sveinn@frettabladid.is Efast um að þingmenn flokksins styðji frumvörpin Ritari Sjálfstæðisflokksins efast um stuðning þing- manna flokksins við húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Of mikið inngrip ríkis og stórhækkaðar bætur ekki af hinu góða fyrir húsnæðismarkaðinn. Þingmenn Framsóknarflokks vonast eftir breiðri samstöðu. Skyndilausn sem á að afla Framsóknar- flokknum fylgis í næstu kosningum. Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins Með nýjum hús- næðisbótum stóraukum við stuðning við fólk á leigumarkaði. Um milljarði króna verður varið til þess á þessu ári. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks Íran Tíu bandarískir hermenn voru látnir lausir úr haldi í Íran í gær, innan við sólarhring eftir að þeir voru hand- teknir. Í tilkynningu frá Íran segir að hermennirnir hafi verið látnir lausir um leið og bandarísk stjórnvöld báðu Írana afsökunar á ferðum hermann- anna. Fulltrúar Hvíta hússins fullyrtu hins vegar að engin afsökunarbeiðni hefði komið frá þeim. Mennirnir voru handteknir eftir að bátur þeirra bilaði þar sem þeir voru á æfingu í Persaflóa. Yfirmaður í íranska hernum sagði í sjónvarpsviðtali að í ljós hefði komið, þegar málið var rannsakað, að her- mennirnir höfðu ekki haft neitt fjand- samlegt í hyggju. Atvikið reyndi á nýfengna vináttu landanna. Skjót úrlausn málsins vekur vonir um að bæði ríki vilji leggja tölu- vert á sig til að ekki slettist upp á. – gb Bandarískir hermenn látnir lausir Bandarísku hermennirnir í haldi í Íran. FréttABlAðið/EpA 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i m m T U D a G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -5 E 0 0 1 8 2 6 -5 C C 4 1 8 2 6 -5 B 8 8 1 8 2 6 -5 A 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.