Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 8
Flóttamenn „Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands. Fyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnu- breytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælis- leitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Dan- mörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnu- breyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flótta- fólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evr- ópu. „Þó að menn setji upp ein- hverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“ Hann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingar- mátt. „Við sjáum að þegar ráða- menn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurn- ing hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“ snaeros@frettabladid.is Óvissa er um áhrif landamæralokana Flestir hælisleitendur koma hingað til lands í gegnum Norðurlöndin. Lokun landamæra Svíþjóðar og Danmerkur gæti haft áhrif á fjöldann hingað til lands. Nærri ómögulegt er að loka landamærum alveg að mati stjórnmálaprófessors. Mikill fjöldi barna er á flótta og koma nú jafnvel að lokuðum dyrum hjá Norðurlöndum. Svíar finna ekki lengur húsnæði fyrir hælisleitendur. NordicPhotoS/Getty Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurn- ing hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræði­ prófessor við Há­ skóla Íslands atvinnumál Samtök atvinnulífsins vilja að stjórnvöld gæti meðalhófs í baráttu sinni við kennitöluflakk. Í frétt á vef samtakanna kemur fram að þetta sé afar mikilvægt og þó svo að „um sé að ræða mikinn löst í atvinnulífinu sem nauðsynlegt er að sporna við af festu, verður að hafa í huga að um er að ræða fámennan hóp rekstraraðila sem vísvitandi brjóta gegn lögum og reglum.“ Þar segir jafnframt að það að herða á regluverkinu í baráttunni við aðila sem sýna af sér einbeittan brotavilja sé ekki til árangurs fallið og „mun aðeins bitna á þeim yfir- gnæfandi meirihluta atvinnurek- enda sem standa heiðarlega að sínum rekstri.“ Í þessu samhengi minna sam- tökin á umsögn sína varðandi drög að frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, um ársreikninga þar sem gerðar eru verulegar athugasemdir við nokkur atriði frumvarpsins en með því er ætlunin að leiða í lög tilskipun Evrópusambandsins um sama efni. Frumvarpið gangi mun lengra í kröfum gagnvart íslenskum fyrirtækjum en almennt er gert ráð fyrir í ESB. Þar segir að stjórnvöld verði að beita öðrum aðferðum við að ná til þeirra sem brjóta lög og standa ekki skil á sköttum og gjöldum en tak- marka möguleika fólks til að stofna til eigin reksturs, til dæmis herða á refsiákvæðum þegar rekstrarað- ilar verða uppvísir að skipulögðum undanskotum líkt og með kennitölu- flakki. Það sé grundvallarréttur ein- staklinga að sjá sér og sínum far- borða, leita sér atvinnu og stofna til reksturs í því skyni. Þessi réttur sé staðfestur í stjórnarskrá Íslands. – shá Varlega sé farið í baráttu gegn kennitöluflakki Skattaundanskot eru metin á tugi milljarða - kennitöluflakk er hluti af vanda- málinu. fréttablaðið/valli Í umsögn Samtaka atvinnulífsins við drög að lagafrumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um árseikninga segir að stjórn- völd verði að beita öðrum aðferðum við að ná til þeirra sem brjóta lög og standa ekki skil á sköttum og gjöldum en að takmarka möguleika fólks til að stofna til eigin reksturs. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i m m t u D a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -7 1 C 0 1 8 2 6 -7 0 8 4 1 8 2 6 -6 F 4 8 1 8 2 6 -6 E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.