Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 26
Hvað gerði Gylfi?
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra
mark Swansea úr vítaspyrnu í 4-2
tapi á móti Sunderland en Swansea
fékk á sig þrjú mörk eftir að liðið
missti Kyle Naughton af velli með
rautt spjald á 37. mínútu.
Liverpool og Arsenal gerðu 3-3
jafntefli í frábærum leik á Anfield
þar sem Liverpool komst tvisvar
yfir í fyrri hálfleik og jafnaði síðan
metin á lokamínútu leiksins. Þetta
voru góð úrslit fyrir Leicester sem
vann 1-0 útisigur á Tottenham á
sama tíma.
Nýjast
Chelsea 2 – 2 West Brom
Man. City 0 – 0 Everton
Southampton 2 – 0 Watford
Stoke City 3 – 1 Norwich
Swansea 2 – 4 Sunderland
Liverpool 3 – 3 Arsenal
Tottenham 0 – 1 Leicester
Efst
Arsenal 43
Leicester 43
Man. City 40
Tottenham 36
West Ham 35
Man. United 34
Neðst
Norwich 23
Bournem. 21
Swansea 19
Sunderland 18
Newcastle 18
Aston Villa 11
Enska úrvalsdeildin
EM 2000 Króatíu
11. sæti
HM 2001 Frakklandi
11. sæti
EM 2002 Svíþjóð
4. sæti
HM 2003 Portúgal
7. sæti
EM 2004 Slóveníu
13. sæti
ÓL 2004 Aþenu
9. sæti
HM 2005 Túnis
15. sæti
EM 2006 Sviss
7. sæti
HM 2007 Þýskalandi
8. sæti
EM 2008 Noregi
11. sæti
ÓL 2008 Peking
2. sæti
EM 2010 Austurríki
3. sæti
HM 2011 Svíþjóð
6. sæti
EM 2012 Serbíu
10. sæti
ÓL 2012 London
5. sæti
HM 2013 Spáni
12. sæti
EM 2014 Danmörku
5. sæti
HM 2015 Katar
11. sæti
Gengi íslenska
landsliðsins á
stórmótum Guðjóns
Handbolti Strákarnir okkar eru
á leiðinni á enn eitt stórmótið og
að sjálfsögðu lætur einn maður
sig ekki vanta. Íslenska landsliðið
hefur verið fastagestur á stórmótum
handboltans undanfarin fimmtán
ár og íslenski járnmaðurinn hefur
alltaf verið með.
Guðjón Valur Sigurðsson er nú að
undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á
sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti
og markahæsti leikmaður íslenska
landsliðsins á Heimsmeistara-
mótum, Evrópumeistaramótum og
Ólympíuleikum hefur fyrir löngu
tryggt sér sér kafla í sögu íslenska
handboltalandsliðsins.
Guðjón Valur hefur þegar náð
því að spila 119 leiki fyrir íslenska
landsliðið á stórmóti og mörkin
eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri
leikmaður hefur ekki aðeins spilað
á öllum þessum stórmótum og alla
þessi leiki heldur hefur hann skorað
5,3 mörk að meðaltali í leik sem er
hæsta meðalskor íslensks landsliðs-
manns á stórmótum.
Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val
fyrsta tækifærið með íslenska lands-
liðinu og tók hann með á fyrsta stór-
mótið á EM í Króatíu. Það var jafn-
framt fyrsta Evrópumeistaramót
íslenska liðsins. Guðjón Valur var
utan hóps í fyrstu tveimur leikjun-
um en eftir að hann kom inn í liðið
í þriðja leik hefur hann ekki misst
úr leik á EM.
Þrisvar í úrvalsliði stórmóts
Guðjón Valur hefur auk þess
spilað langstærsta hluta þess-
ara vel rúmlega hundrað leikja
fyrir íslenska liðið á stórmótum.
Guðjón Valur hefur þrisvar verið
valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar
á meðal á tveimur síðustu Evrópu-
mótum, í Serbíu 2012 og í Dan-
mörku 2014.
Hann hefur níu sinnum verið á
topp tíu yfir markahæstu leikmenn,
fjórum sinnum á topp þrjú og varð
síðan markakóngur heimsmeistara-
mótsins í Þýskalandi 2007.
Næsta heimsmeistaramót fer
fram í Frakklandi eftir eitt ár en
það var einmitt í Frakklandi sem
Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta
heimsmeistaramóti fyrir fimm-
tán árum. Það á eftir að koma í ljós
hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldurs-
ári, eða íslenska landsliðið verður
með í Frakklandi eftir ár en það
setur vissulega afrek Guðjóns Vals
í samhengi að hann næði þá að
taka þátt í tveimur heimsmeistara-
keppnum í sama landinu.
Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó?
Guðjón Valur gæti hins vegar náð
því að spila tuttugasta stórmótið sitt
á árinu 2016 en það stendur og fell-
ur með frammistöðu íslenska liðsins
á Evrópukeppninni í Póllandi næstu
vikurnar sem og framgöngu liðsins í
forkeppni Ólympíuleikanna í apríl
komist liðið þangað.
Fyrsti leikurinn er á móti Noregi
á föstudagskvöldið og þar þurfa
Guðjón Valur og félagar að ná
góðum úrslitum ef þetta á að bætast
í hóp skemmtilegra stórmóta Guð-
jóns Vals en eins og sjá má hér til
hliðar er nóg af þeim.
ooj@frettabladid.is
119 leikja maður á stórmótum
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón
Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000.
Í dag
18.30 Höttur - Grindav. Egilsstaðir
19.15 ÍR - FSu Seljaskóli
19.15 Njarðvík - Snæfell Njarðvík
domino’s-deild kvenna
Haukar - Stjarnan 96-54
Stigahæstar: iHelena Sverrisdóttir 24/9
frák./9 stoðs./8 stolnir, Chelsie Alexa
Schweers 21, Sólrún Inga Gísladóttir 16,
Pálína Gunnlaugsdóttir 8/8 frák./9 stoðs.-
Bryndís Hanna Hreinsdóttir 21, Ragna Mar-
grét Brynjarsdóttir 14.
Keflavík - Valur 52-74
Stigahæstar: Guðlaug Björt Júlíusdóttir
10, Sandra Lind Þrastardóttir 10/11 frák.
- Karisma Chapman 15/14 frák., Bergþóra
Holton Tómasdóttir 14/6 stoðs., Hallveig
Jónsdóttir 13, Ragnheiður Benónísdóttir
12/13 frák.
Snæfell - Hamar 88-36
Stigahæstar: Haiden Denise Palmer 17/6
stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 16, Gunn-
hildur Gunnarsdóttir 15/5 stolnir, María
Björnsdóttir 11 - Alexandra Ford 15, Jenný
Harðardóttir 8.
Efst
Haukar 24
Snæfell 22
Keflavík 12
Grindavík 12
Neðst
Valur 12
Stjarnan 6
Hamar 2
ArNÓr INGVI KLárAðI FINNA
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður
Svíþjóðarmeistara IFK Norrköp-
ing, opnaði markareikning sinn
með íslenska landsliðinu þegar
hann skoraði eina mark Íslands
og tryggði því sigur á Finnlandi í
vináttuleik í fótbolta sem fram fór
í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum í gær.
Sigurmarkið skoraði Arnór Ingvi
á 16. mínútu leiksins eftir glæsi-
legan undirbúning Hjartar Loga
Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn
stakk sér inn á teiginn og afgreiddi
flotta sendingu Hafnfirðingsins
í netið. Eiður Smári Guðjohnsen
var fyrirliði íslenska
liðsins í leiknum og
sýndi fína takta á
miðjunni.
1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i M M t U d a G U r26 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
✿ 19 stórmót Guðjóns Vals Sigurðssonar á 16 árum
sport
Skoraði
14 mörk
í leik á móti
Ástralíu
Skoraði
15 mörk
í leik á móti
Ástralíu
Skoraði
13 mörk
í leik á móti
Egyptalandi
Marka-
hæsti
leikmaður
mótsins
Kosinn
í úrvalslið
mótsins
Þriðji
markahæsti
leikmaður
mótsins
Þriðji
markahæsti
leikmaður
mótsins
Kosinn
í úrvalslið
mótsins
Annar
markahæsti
leikmaður
mótsins
EM 2000
Króatíu
7 mörk
4 leikir
EM 2004
Slóveníu
15 mörk
3 leikir
ól 2004
Aþenu
32 mörk
6 leikir
HM 2005
Túnis
31 mark
5 leikir
EM 2002
Svíþjóð
21 mark
8 leikir
HM 2001
Frakklandi
15 mörk
6 leikir
HM 2003
Portúgal
39 mörk
9 leikir
EM 2006
Sviss
38 mörk
6 leikir
EM 2010
Austurríki
39 mörk
8 leikir
HM 2011
Svíþjóð
47 mörk
6 leikir
EM 2012
Serbíu
41 mörk
6 leikir
EM 2016
Póllandi
?? mörk
?? leikir
ól 2012
London
44 mörk
6 leikir
HM 2013
Spáni
41 mark
6 leikir
EM 2014
Danmörku
44 mörk
7 leikir
HM 2007
Þýskalandi
66 mörk
10 leikir
EM 2008
Noregi
34 mörk
6 leikir
ól 2008
Peking
43 mörk
8 leikir
HM 2015
Katar
31 mark
6 leikir
Kosinn
í úrvalslið
mótsins
1
3
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
2
6
-7
6
B
0
1
8
2
6
-7
5
7
4
1
8
2
6
-7
4
3
8
1
8
2
6
-7
2
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K