Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 50
Mikil stemning
fyrir að heiðra
minningu Bowies
Allt stefnir í að aðsóknarmet verði slegið í
Bíói Paradís, en á sunnudaginn munu Svartir
sunnudagar beina sjónum sínum að leikar-
anum David Bowie, sem fjölmargir hafa
áhuga á að sameinast yfir á hvíta tjaldinu.
Ása Baldursdóttir fyrir framan vegginn þar sem veggspjöldin hanga, en þau eru til
sýnis í Bíói Paradís. FréttaBlaðið/anton Brink
Stilla úr kvikmyndinni the Man Who Fell to Earth, þar sem Bowie leikur geimveru í
leit að vatni fyrir plánetuna sína.
Frumsýningar
The Big ShorT
Dramamynd
Aðalhlutverk: Christian Bale,
Steve Carell, Ryan Gosling, Brad
Pitt, Marisa Tomei, Karen Gillan,
Melissa Leo, Hamish Linklater og
Selena Gomez
Frumsýnd 15. janúar
IMDb 8,1/10 Rotten Tomatoes
87%
DroTTningin
af MonTreuil
Gamanmynd
Aðalhlutverk: Florence Loiret
Caille, Didda Jónsdóttir, Úlfur
Ægisson
Frumsýnd 15. janúar
IMDb 6,4/10 Rotten Tomatoes
norM of The norTh
Teiknimynd
Aðalhlutverk: Heather Graham,
Bill Nighy, Rob Schneider, James
Corden
Frumsýnd 15. janúar
Svartir sunnudagar hafa fest sig í sessi í Bíói Para-d í s á s u n n u d ö g u m . Segir Ása Baldursdóttir vin-sældirnar vaxa býsna hratt,
og ef fer sem horfir verður janúar-
mánuður stærsti mánuður kvik-
myndahússins til þessa. „Ef okkur
tekst að fylla á Bowie, eins og gerðist
með nýársmyndina okkar, Space
Odyssey, þar sem við fylltum sal
eitt, sem tekur tvö hundruð og fimm
manns, og sal tvö sem tekur hundrað
þrjátíu og fimm manns, þá erum
við á ansi góðri leið.“ Líkt og alþjóð
veit, lést tónlistarmaðurinn, leikar-
inn og listræna kamelljónið Bowie í
byrjun vikunnar eftir stutta baráttu
við krabbamein.
leikarinn Bowie
Ása segist ekki eiga von á öðru
en að aðsókn að
myndinni The Man
Who Fell to Earth,
þar sem David
Bowie fer með aðal-
hlutverk, standist
væntingar, en upp-
haflega hafi staðið
til að sýna myndina
Pulp Fiction. „Bowie
lést, svo við urðum
að bregðast við því og
munum þess vegna
skipta Pulp Fiction út.
Ég finn fyrir rosalega
mikilli stemningu fyrir
að heiðra minningu
Bowies, sem var ekki
síður góður í kvikmynd-
um. Hans arfleifð er mjög mikil, sér-
staklega miðað við að menn muna
ekki eftir honum þannig, heldur aðal-
lega sem tónlistarmanni,“ útskýrir
Ása og bendir á að myndin sé án
nokkurs vafa stórmerkileg. „Hann
er í aðalhlutverki í myndinni, sem
er vísindaskáldskapur og fjallar um
þegar karakter Bowies, sem er geim-
vera, kemur til jarðarinnar í leit að
vatni með það fyrir augum að bjarga
plánetunni sinni. Þessi mynd fellur
vel að því sem við erum að gera í
Bíó Paradís, þar sem þessi mynd er
sannar lega menningarleg varða,
svona „cult classic“ mynd með breiða
skírskotun í listrænt gildi og list-
rænar áherslur í kvik-
myndalist.“
„Cult Class“ æði
Ása segir hópinn sem
sér um þessa „cult
class“ dagskrá einu
sinni í viku, saman-
standa af einhverjum
svakalegustu kvik-
myndaspekúlöntum
landsins, þeim Sig-
urjóni Kjartanssyni,
Hugleiki Dagssyni
og Sjón. „Þeir hafa
mikinn metnað
fyrir að hlusta á
nærsamfélagið,
svo prógrammið
okkar er alltaf svo skemmtilegt
og það laðar að.“ Sé sú skemmtilega
hefð komin á að fenginn sé nýr lista-
maður í hvert skipti til að endurgera
veggspjöld hverrar myndar sem sýnd
er. „Við fáum þessa listamenn til að
gera spjöldin undir leiðsögn Hug-
leiks Dagssonar, og svo eru þessi
spjöld seld við vægu verði, og aðeins
eru gerð þrjú svo um safngripi er að
ræða. Af hverju þrjú? Vegna þess
að við viljum ekki hafa þau fjölda-
framleidd, og svona hafa þau líka
ákveðið listrænt gildi fyrir innlent
l i s t a l í f í R e yk j av í k . “ S e m
d æ m i u m l i s t a m e n n s e m
tekið hafa sér verkfæri í hönd
má nefna Lóu Hjálmtýsdóttur,
Bobby Breiðholt, Sunnu Ben og Pál
Óskar.
Aðspurð um hvort einhvers
konar „cult classic“ æði sé að renna
á landann, segir hún að sér sýnist
það miðað við aðsóknina undan-
farið. „Þetta er að verða trend, og
það er vegna þess að fólk nýtur þess
að koma saman og upplifa kvik-
myndalistina, í sama rýminu. Við
erum með bestu mynd- og hljóðgæði
á landinu, þar sem við erum nýbúin
að digital-væða bíóið. Það að koma
saman og upplifa kvikmyndir sem
fólk man eftir, eða hefur upplifað
fyrir löngu, sem falla undir „cult“,
sumsé ekki nýjar og hafa þegar sett
mark sitt á kvikmyndasöguna, er
framtíð bíósins að okkar mati.“
Guðrún Ansnes
gudrun@frettabladid.is
Hann er í aðalHlut-
verki í myndinni,
sem er vísindaskáldskapur
og fjallar um það þegar
karakter Bowies, sem er
geimvera, kemur til jarðar-
innar í leit að vatni með
það fyrir augum að Bjarga
plánetunni sinni.
1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r38 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð
bíó
1
3
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
2
6
-3
6
8
0
1
8
2
6
-3
5
4
4
1
8
2
6
-3
4
0
8
1
8
2
6
-3
2
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K