Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 18
 Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is Tilboðsverð gildir út Janúarmánuð 2016. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. BRÉFABINDI - 7 CM KJÖLUR VERÐ 384 KR. Verð áður: 549 kr. afsláttur 30% Utanríkisráðherra auglýsir tvo styrki til ritunar meistaraprófsritgerða um málefni Norðurslóða. Verkefnin geta t.d. verið á sviði (alþjóða)stjórnmála og –laga, öryggismála, umhverfis- og loftlagsbreytinga, efnahags- og samfélagsþróunar og auðlindanýtingar, sem tengist Norðurslóðum. Miðað er við lokaverkefni í meistaranámi að lágmarki 30 ECTS einingar og jafnframt við það miðað að verkefnin verði unnin á árinu 2016. Hvor styrkur er að upphæð kr. 400.000 og verður hann greiddur út í tvennu lagi, 200.000 kr. þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 200.000 kr. þegar verkefni er lokið og því skilað. Í umsókn skal eftirfarandi koma fram: 1. Nafn, heimilisfang og netfang umsækjanda. 2. Lýsing á inntaki rannsóknar, og á hvern hátt hún er fallin til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið, á íslensku og ensku (300-500 orð á hvoru máli). 3. Tímaáætlun um framvindu, sbr. áðurnefnd tímamörk. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Umsókn skal send á netfangið postur@utn.stjr.is. Henni skal fylgja ferilskrá umsækjanda og samþykki leiðbeinanda fyrir ritgerðinni sem lokaverkefni. Umsóknir verða metnar af valnefnd sem ráðherra skipar. Gert verður samkomulag um framvindu og verklok við þá sem fyrir valinu verða. Gert er ráð fyrir að styrkveitandi fái kynningu á niðurstöðum auk prentaðs eintaks af ritgerðinni. Utanríkisráðherra auglýsir styrki til meistaranema Skattar á fyrirtæki eru nær hvergi hærri meðal OECD-ríkja en á Íslandi. Árlegur tekjuauki nýrra skatta sem lagðir voru á fyrirtæki eftir hrun nemur 85 milljörðum króna. Þetta samsvarar næstum því útgjöldum ríkisins til löggæslu og menntamála. Engin áform eru um að draga þessa skatta til baka. Þetta getur skert samkeppnishæfni fyrirtækja og á endanum eru áhrif- in neikvæð fyrir neytandann sem greiðir hærra verð. Þetta er mat Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðu- manns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, en hún hefur verið að rannsaka breytingar á skattkerf- inu frá árinu 2008 og kynnir efnið á Skattadegi Deloitte í dag. Hlutdeild fyrirtækjaskatta í heildarskatttekjum ríkisins hefur vaxið skarpt síðustu árin. Nú er svo komið að ríkisútgjöld eru farin að vaxa á ný en eftir standa nýir skatt- ar sem enn hafa ekki verið dregnir til baka. Ásdís telur mikilvægt að miðla því að á endanum greiði ein- staklingar þessa skatta. „Tilhneigingin hefur verið sú að aukin skattlagning á fyrir- tæki sé í lagi, á meðan fyrirtækin borga meira þá borgi einstaklingar minna. Hins vegar er raunin sú að kostnaður af fyrirtækjasköttum er alltaf borinn af einstaklingum, það er eigendum, launþegum eða við- skiptavinum, spurningin er bara hvernig kostnaðurinn dreifist,“ segir Ásdís. Skattar á bæði fyrirtæki og ein- staklinga eru nú hærri hér á landi en fyrir hrun. Frá árinu 2008 hafa verið gerðar 176 breytingar á skatt- kerfinu, 132 skattahækkanir og 44 skattalækkanir, flestar á árinu 2014. Þörf á að endurskoða nýja skatta á fyrirtæki Skattur á fyrirtæki er óvíða hærri en hér. Árlegur tekjuauki nýrra fyrirtækja- skatta er 85 milljarðar króna. Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins telur brýnt að endurskoða skattana þar sem þeir valdi verðhækkunum. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, vill láta minnka fyrirtækjaskatta eftir að dregið hefur verið úr skuldum íslenska ríkisins. Hér séu skatttekjur og útgjöld ríkisins með því mesta sem þekkist. Fréttablaðið/SteFÁn Ef horft er til fyrirtækjaskatts, en tryggingagjaldið dregið frá, þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu meðal OECD-ríkja, fimm prósent af landsframleiðslu samanborið við þrjú prósent meðaltal OECD- ríkja. Skattur sem eingöngu leggst á fyrirtæki hefur farið úr því að vera 1,7 prósent á árinu 2003 í 4,9 pró- sent á árinu 2014. Á sama tíma hafa margar þjóðir lagt aukna áherslu á að styðja við fyrirtækin í landinu og fremur lækka skattprósentu fyrirtækja en að auka hana. „Til skamms tíma geta fyrirtæki dregið úr arðsemi sinni þegar til skattahækkana kemur, en til langs tíma munu hækkanir lenda á neyt- andanum eða launþega. En allir þessir þættir eru til þess fallnir að draga úr samkeppnishæfni fyrir- tækja og það á við um alla geira,“ segir Ásdís. Hún telur að til að draga úr fyrir- tækjasköttum verði að draga úr Viðbótar tekjuskattur Viðbótar tryggingagjald Sérstakir skattar á fjámálafyrirtæki* Veiðigjald annað ✿ Árlegur tekjuauki nýrra fyrirtækjaskatta *án áhrifa þrotabúa 18 18 8 22 20 ríkisútgjöldum fyrst. Heildarskatt- tekjur hins opinbera á Íslandi eru næsthæstar meðal OECD-ríkja, en svipaða sögu er að segja um útgjöld hins opinbera. „Staðan er þannig að afkoman er lítil sem engin. Það sem mér finnst að eigi að vera for- gangsmál hjá stjórnvöldum er að byrja á því að hamla útgjaldavexti. Ef stjórnvöld ætla sér alltaf að auka útgjöld þegar tekjurnar aukast, þá verður aldrei svigrúm til að draga eitt né neitt til baka. Það þarf að finna leiðir til að minnka umsvif ríkisins. Forgangsraða betur í ríkis- rekstri og þannig skapa svigrúm til að draga til baka þessar skatta- hækkanir,“ segir hún. „Á sama tíma og hér ríkir góðæri þá er ekki hægt að lækka skatta nema til mótvægisaðgerða verði gripið á útgjaldaliðnum. Forgangs- mál er að lækka tryggingagjaldið,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir. saeunn@frettabladid.is Reykjavíkurhöfn ber höfuð og herðar yfir aðrar hafnir landsins þegar kemur að lönduðum botnfiski. Á nýliðnu ári var í Reykjavík landað 87.551 tonni. Sú höfn sem kemur næst er Grinda- víkurhöfn með 46.370 tonn. Ef horft er til landsvæða þá jókst landað magn á botnfiskafla mest milli áranna 2014 og 2015 í höfnum á Norðurlandi vestra eða um 15,7 pró- sent. Minnstum botnfiskafla var land- að á síðasta ári í Vogum á Reykjanesi og á Reyðarfirði. Á síðasta ári var aðeins sex tonnum landað í Vogum og á Reyðarfirði var 15 tonnum landað. Hlutfallsleg aukning er á flestum landsvæðum á kostnað hafna á Austurlandi en hlutur Austurlands lækkar úr 11,4 prósentum í 10,1 prósent. – shá Mestu landað í Reykjavík reykjavík er áfram langstærsta löndunarhöfnin með bolfisk. Fréttablaðið/SteFÁn Viðskipti 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -4 0 6 0 1 8 2 6 -3 F 2 4 1 8 2 6 -3 D E 8 1 8 2 6 -3 C A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.