Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 22
Því miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tóm-stundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum. Aukakostn- aður sem fylgir, svo sem við æfinga- gjöld, íþróttaföt, skó, hljóðfæri og fleira getur verið umtalsverður. Síðan bætast við keppnis- og æfingaferðir. Kostnaður foreldra vegna þessa getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári. Þessi þróun er virkilega slæm þar sem margir kynnast sínum bestu vinum í tómstundastarfi, læra þar skipulag því tómstundir skapa rút- ínu og gjarnan er talað um að börn sem stundi tómstundir af einhverju tagi standi sig yfirleitt vel í skóla. Tómstundir eru miklu meira en bara stundir sem fylla upp í tóman tíma. Þetta eru oftar en ekki tímar sem börn og unglingar leggja allan sinn metnað í og mikil félagsmótun á sér stað í öllu tómstundastarfi. Samkvæmt 31. grein barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi, eiga börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra – og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Aðildarríki skulu efla rétt barna til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt í þessum málum. Það er gríðarlega mikilvægt að lækka tómstundakostnað, því jafn- vel þó allir eigi kost á að nýta sér frístundastyrki þarf að styðja betur við þá foreldra sem ekki hafa efni á að senda börn sín í hvers kyns tóm- stundir. Annars er hætta á að þessi börn fái ekki að stunda tómstundir og fara þá á mis við mikið uppbyggi- legt starf sem þar á sér stað. Margir vita að tómstundir eru góð forvörn gegn óæskilegum áhrifum og þar öðl- ast börn reynslu sem nýtist þeim vel í lífi þeirra. Kostnaður við tómstundir á því ekki að vera það hár að börn geti ekki iðkað þær, því börn eiga að hafa jafnan rétt í þessum málum óháð fjárhag foreldra sinna. Það má ekki líta svo á að dýrt sé að styðja við börn í þeim málum sem þau varða og eru þeim mikilvæg. Því einstaklingar dafna þegar þeir fá að þróa sín áhugasvið. Að fjárfesta í ungum og upprenn- andi einstaklingum samfélagsins mun því skila sér margfalt til baka. Tómstundir eru of kostnaðarsamar Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífs- gæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafn- rétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grund- vallargildunum sem gera Norður- löndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæð- ingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að við- halda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðar- legri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austur- blokkinni. Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum sam- félagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnis- hæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum fram- tíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahags- pólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verð- um að snúa af leið norræna mód- elsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verka- lýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma. Verjum norræna velferð! Árið 1990 hófst samvinnu-verkefni bænda og Land-græðslunnar undir yfir- skriftinni Bændur græða landið. Um sex hundruð bændur taka árlega þátt í verkefninu og nánast allir halda þeir sauðfé. Verkefnið hefur gengið afskaplega vel og ætla má að bændur hafi grætt upp um tugi þúsunda hektara lands á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er. Samvinnan felst í grófum dráttum í því að Landgræðslan veitir ráðgjöf, leggur til fræ og styrkir bændur til áburðarkaupa. Bændur leggja á móti til hluta áburðarverðsins, gamalt hey, vélar og tæki. Mikil- vægasta framlag bænda er þó líklega falið í þekkingu þeirra á landinu og óeigingjörnu vinnu- framlagi. Framlag bænda hleypur á hundruðum milljóna Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni má ætla að hátt í 30.000 tonn af áburði og nærri 300 tonn af fræi hafi verið notuð í þetta verkefni. Að auki hefur óhemju mikið af moði, húsdýra- áburði og heyrudda verið notað. Um allt land sá bændur í börð, bera á flagmóa, græða upp mela og sitthvað fleira. Vinnustundirnar að baki áburðar- og frædreifing- unni teljast í tugum þúsunda. Þá er ótalin vinna við dreifingu á moði, heyi og húsdýraáburði eða olía og notkun á tækjum og tólum, sem auðvitað kostar líka peninga. Sé allt reiknað, má full- yrða að framlag bænda nemi hundruðum milljóna króna. En sauðfjárbændur sjá hvorki eftir tíma né peningum í uppgræðslu og landbætur. Síður en svo. Nánast öll framleiðslan undir gæðastýringu Sjálfbær landnýting er sauðfjár- bændum afskaplega mikilvæg og við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að sýna ást okkar á landinu í verki. Samvinnan við Landgræðsluna hefur lengi verið mikil og góð. Bændur græða landið er dæmi um farsælt samvinnu- verkefni, en auk þess taka bændur þátt í fjölda annarra verkefna sem snúa að uppgræðslu, landnýtingu og beitarstýringu. Víða um land eru líka starfandi landgræðslufélög sem hafa lagt mikið af mörkum. Bændur bera hitann og þungann af starfinu í mörgum þeirra. Í rúman áratug hafa sauðfjárbændur líka unnið ötullega að því að bæta búskap sinn og tryggja markaðn- um hágæða vöru með sérstöku gæðastýringarkerfi. Sjálfbærni er hér lykilhugtak. Nánast öll lamba- kjötsframleiðsla á Íslandi, eða 93%, er nú undir merkjum gæða- stýringar. Ef fer sem horfir, verður þetta brátt algilt kerfi. Samvinna um að bæta kerfið Gæðastýring í sauðfjárrækt er val- kvætt kerfi þar sem bændur taka af fúsum og frjálsum vilja á sig skuld- bindingar af ýmsu tagi, m.a. um landnýtingu og landbætur. Gengið var frá samningi við ríkið fyrir sex- tán árum og síðan hafa bændur átt í náinni samvinnu við ýmsar stofnanir þess. Gæðastýringin tekur m.a. til skýrsluhalds, hirð- ingar, aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fóðuröflunar. Auðvitað koma upp hnökrar hér og hvar í kerfinu, en reynt er að bæta úr þeim jafn óðum. Það var gert síðast með breytingu á reglugerð um land- bótahluta gæðastýringar í fyrra. Sauðfjárbændur komu að undir- búningi þeirrar breytingar ásamt Bændasamtökunum, Matvæla- stofnun, atvinnuvegaráðuneytinu og Landgræðslunni. Íslenskur landbúnaður til fyrirmyndar Íslenskir bændur eru svo sannar- lega gæslumenn landsins, enda fáir sem lifa og starfa í jafn nánum tengslum við náttúruna. Bændur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að ekki er hægt að beita á land sem ekki ber það. Því hafa menn um árabil tamið sér að taka út afrétti í samvinnu við Landgræðsl- una áður en fé er hleypt á þá. Þetta er gert á hverju einasta vori og verður aftur gert á vori komanda. Ábyrgir sauðfjárbændur hleypa ekki fé á fjall fyrr en gefið hefur verið grænt ljós. Af því að gróður var seinna á ferðinni en venjulega síðasta vor – fór féð seinna á fjall. Víða um heim horfa bændur til Íslands sem fyrirmyndar um heil- brigðan og sjálfbæran búskap sem rekinn er í sátt við land og nátt- úru. Sauðfjárbændur eru stoltir af því og ekki tilbúnir að gefa neinn afslátt af sjálfbærum og gæða- stýrðum búskaparháttum. Sjálfbær sauðfjárrækt Eiturefnanotkun er hverfandi í íslenskum landbúnaði og hvergi er notað minna af lyfjum eða áburði. Hormónagjöf er bönnuð og regl- ur um dýravelferð eru líka þær ströngustu sem fyrirfinnast og svo mætti áfram telja. Til marks um heilbrigði sjálfbærrar, íslenskrar sauðfjárræktar má meðal annars hafa þá staðreynd að bandaríska Whole Foods verslanakeðjan hefur selt íslenskt lambakjöt um árabil og slegið var met í þeim útflutn- ingi síðasta haust. Allt bendir til þess að þessi viðskipti geti enn aukist. Þá gengur ágætlega að koma lambinu á matseðla á veit- ingastöðum þar ytra. Neytendur vestra eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir þjóðarrétt Íslendinga – hreint hágæða kjöt af íslensku sauðfé. Gæðastýring, sem innifelur m.a. skipulegar landbætur, er hluti af sjálfbærri sauðfjárframleiðslu á Íslandi. Hið sama gildir um nána samvinnu við Landgræðsluna í aldarfjórðung undir merkjum verkefnisins Bændur græða landið. Megi sú samvinna haldast náin og heiðarleg í önnur 25 ár – og miklu lengur. Bændur græða landið í 25 ár Þórarinn Pétursson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet formaður ungmennaráðs Barnaheilla Ingibjörg Ragnheiður Kristjánsdóttir Linnet fulltrúi í ungmennaráði samtakanna Bændur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að ekki er hægt að beita á land sem ekki ber það. Því hafa menn um árabil tamið sér að taka út afrétti í sam- vinnu við Landgræðsluna áður en fé er hleypt á þá. Það er gríðarlega mikilvægt að lækka tómstundakostnað, því jafnvel þó allir eigi kost á að nýta sér frístundastyrki þarf að styðja betur við þá foreldra sem ekki hafa efni á að senda börn sín í hvers kyns tómstundir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins Antti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksins Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Karl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð Gerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakanna Lizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnar Matti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -6 7 E 0 1 8 2 6 -6 6 A 4 1 8 2 6 -6 5 6 8 1 8 2 6 -6 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.