Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 28
14. janúar 20152 Fólk tíska
„Við erum bara algjörar blúndur
báðar,“ segir Katrín Þorsteinsdótt-
ir hlæjandi þegar hún er spurð út í
heitið á samstarfsverkefni þeirra
Ragnhildar Þóru Axelsdóttur en
þær sauma barnaföt undir heitinu
Blúndur. Hún segir þetta gamlan
draum að rætast en þær hafi lengi
ætlað sér að vinna saman að ein-
hverju skapandi verkefni.
„Við erum bestu vinkonur
síðan úr menntaskóla og höfðum
lengi gengið með þessa hugmynd
í maganum. Þorðum einhvern veg-
inn aldrei að taka af skarið. Svo
tók ég bara upp símann í nóvem-
ber og sagði við Ragnhildi: „Nú
kýlum við á þetta.“ Við lögðum
undir okkur bílskúrinn minn og
vorum farnar að sauma í byrjun
desember,“ segir Katrín.
Fyrstu flíkurnar frá þeim stöll-
um eru herðaslár og á þeim má
einmitt sjá ísaumaða blúndu.
Katrín segir að blúndan muni
sjást á öðru hvoru á einhverjum
flíkum þegar fram líða stundir.
Slárnar fengu góðar viðtökur og
þær Katrín og Ragnhildur ákváðu
að halda ótrauðar áfram.
„Við notum hverja lausa stund,
kvöld og helgar, í að hanna og
sauma. Sjálf er ég í fæðingaror-
lofi en Ragnhildur er að vinna.
Fyrstu slárnar saumuðum við
á stelpurnar mínar, ég á fjögur
börn og því lá það kannski bein-
ast við að við byrjuðum að gera
barnaföt,“ segir Katrín.
„Við viljum að fötin séu prakt-
ísk og þægileg og gangi fyrir
bæði kyn og erum við með marg-
ar hugmyndir á teikniborðinu.
Við vinnum þetta allt í sam-
einingu, hönnunina og sauma-
skapinn. Krakkarnir okkar eru
okkar helstu gagnrýnendur og
láta okkur vita hvað þeim finnst
flott. Þau eru fulltrúar fólks-
ins sem mun ganga í fötunum og
skemmtilegt að vinna þetta með
þeim sem gæðastjórum,“ bætir
hún við.
Fylgjast má með Blúndum á
Face book en Katrín segir það
drauminn að koma fötunum á
markað þegar fleira bætist við.
„Okkur langar að koma upp
heimasíðu og vonandi í verslan-
ir þegar fram líða stundir. Við
fengum góðar viðtökur við slán-
um og erum bara á fullu að vinna
að fleiri flíkum.“ heida@365.is
AlgjörAr blúndur
Barnaföt Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Þóra Axelsdóttir
létu gamlan draum rætast og hófu að sauma barnaföt í vetur. Þær
vinna undir heitinu Blúndur sem þær segja eiga vel við þær tvær.
krakkarnir þeira katrínar og Ragnhildar eru „gæðastjórar“ á fatnaðinn og láta vita hvað sé flott og hvað ekki. MyndiR/ScuRly&MuRly
Fólk er kynningArblAð sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauks-
dóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.
is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Ragnhildur Þóra Axelsdóttir og katrín Þorsteinsdóttir lögðu undir sig bílskúr katrínar og létu gamlan draum rætast. Þær sauma
barnaföt undir heitinu Blúndur. Mynd/gVA
Við erum bestu
vinkonur úr grunnskóla
og höfðum lengi gengið með
þessa hugmynd í maganum.
katrín Þorsteinsdóttir
NÝ
TEGUND
NÝJAR
UMBÚÐIR
TILBOÐ
HIÐ SÍVINSÆLA BÚRFELLS BEIKON ER
KOMIÐ Í NÝJAR BRAKANDI FERSKAR UMBÚÐIR
SEM BERA KEIM AF VILLTA VESTRINU.
ÞEIR HUGUÐU GETA NÚ PRÓFAÐ NÝJA
BÚRFELLS BBQ CHILI BEIKONIÐ.
1
3
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
2
6
-6
2
F
0
1
8
2
6
-6
1
B
4
1
8
2
6
-6
0
7
8
1
8
2
6
-5
F
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K