Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.01.2016, Qupperneq 28
14. janúar 20152 Fólk tíska „Við erum bara algjörar blúndur báðar,“ segir Katrín Þorsteinsdótt- ir hlæjandi þegar hún er spurð út í heitið á samstarfsverkefni þeirra Ragnhildar Þóru Axelsdóttur en þær sauma barnaföt undir heitinu Blúndur. Hún segir þetta gamlan draum að rætast en þær hafi lengi ætlað sér að vinna saman að ein- hverju skapandi verkefni. „Við erum bestu vinkonur síðan úr menntaskóla og höfðum lengi gengið með þessa hugmynd í maganum. Þorðum einhvern veg- inn aldrei að taka af skarið. Svo tók ég bara upp símann í nóvem- ber og sagði við Ragnhildi: „Nú kýlum við á þetta.“ Við lögðum undir okkur bílskúrinn minn og vorum farnar að sauma í byrjun desember,“ segir Katrín. Fyrstu flíkurnar frá þeim stöll- um eru herðaslár og á þeim má einmitt sjá ísaumaða blúndu. Katrín segir að blúndan muni sjást á öðru hvoru á einhverjum flíkum þegar fram líða stundir. Slárnar fengu góðar viðtökur og þær Katrín og Ragnhildur ákváðu að halda ótrauðar áfram. „Við notum hverja lausa stund, kvöld og helgar, í að hanna og sauma. Sjálf er ég í fæðingaror- lofi en Ragnhildur er að vinna. Fyrstu slárnar saumuðum við á stelpurnar mínar, ég á fjögur börn og því lá það kannski bein- ast við að við byrjuðum að gera barnaföt,“ segir Katrín. „Við viljum að fötin séu prakt- ísk og þægileg og gangi fyrir bæði kyn og erum við með marg- ar hugmyndir á teikniborðinu. Við vinnum þetta allt í sam- einingu, hönnunina og sauma- skapinn. Krakkarnir okkar eru okkar helstu gagnrýnendur og láta okkur vita hvað þeim finnst flott. Þau eru fulltrúar fólks- ins sem mun ganga í fötunum og skemmtilegt að vinna þetta með þeim sem gæðastjórum,“ bætir hún við. Fylgjast má með Blúndum á Face book en Katrín segir það drauminn að koma fötunum á markað þegar fleira bætist við. „Okkur langar að koma upp heimasíðu og vonandi í verslan- ir þegar fram líða stundir. Við fengum góðar viðtökur við slán- um og erum bara á fullu að vinna að fleiri flíkum.“ heida@365.is AlgjörAr blúndur Barnaföt Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Þóra Axelsdóttir létu gamlan draum rætast og hófu að sauma barnaföt í vetur. Þær vinna undir heitinu Blúndur sem þær segja eiga vel við þær tvær. krakkarnir þeira katrínar og Ragnhildar eru „gæðastjórar“ á fatnaðinn og láta vita hvað sé flott og hvað ekki. MyndiR/ScuRly&MuRly Fólk er kynningArblAð sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauks- dóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365. is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Ragnhildur Þóra Axelsdóttir og katrín Þorsteinsdóttir lögðu undir sig bílskúr katrínar og létu gamlan draum rætast. Þær sauma barnaföt undir heitinu Blúndur. Mynd/gVA Við erum bestu vinkonur úr grunnskóla og höfðum lengi gengið með þessa hugmynd í maganum. katrín Þorsteinsdóttir NÝ TEGUND NÝJAR UMBÚÐIR TILBOÐ HIÐ SÍVINSÆLA BÚRFELLS BEIKON ER KOMIÐ Í NÝJAR BRAKANDI FERSKAR UMBÚÐIR SEM BERA KEIM AF VILLTA VESTRINU. ÞEIR HUGUÐU GETA NÚ PRÓFAÐ NÝJA BÚRFELLS BBQ CHILI BEIKONIÐ. 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -6 2 F 0 1 8 2 6 -6 1 B 4 1 8 2 6 -6 0 7 8 1 8 2 6 -5 F 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.