Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag lægir vind nokkuð víða á landinu og sólin skín. Austanlands heldur þó norðanáttin og éljagangurinn áfram. Í litlum vindi og léttskýjuðu veðri að vetrarlagi getur frostið náð sér á strik. Sjá SÍðu 32 Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði tths.is Tækniþróunarsjóður Velferðarmál Borgin rekur mötu- neyti í Eirborgum þar sem öryggis- íbúðir eru fyrir aldraða. Þar er fram- reiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Jón Gunnar Ásgeirsson, sem býr í Eirborgum, segir hádegismatinn mikilvægan þátt í rútínu fólks. Hann segir íbúana æfa vegna breyting- anna. „Við fáum engan mat 110 daga á ári. Það eru margir sem geta ekki eldað sér mat eða farið í búð, hvað þá í þessu færi. Dóttir mín hefur stundum komið og eldað fyrir mig en það eru ekki allir svo heppnir að eiga góða að. Félagslegi þátturinn er þó mikilvægastur.“ Jón bendir á að heldur ætti að hækka verðið á máltíðinni sem er nú 660 krónur. „Ég held að flestir væru tilbúnir að borga hundrað krónum meira og halda þjónust- unni um helgar inni. Við reyndum að segja stjórnendum það en það er enginn vilji til að hlusta. Þetta er bara stjórnunarofbeldi.“ Ragnheiður Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í Eirborgum, segir íbúa geta fengið matarbakka senda til sín um helgar og því muni enginn svelta. „En félagsleg ein- angrun aldraðra er stórt vandamál og fólki líður vel í notalegum mat- salnum með framúrskarandi starfs- fólki. Borgin telur sig þurfa að spara en gerir sér kannski ekki grein fyrir hversu dýrmæt þessi þjónusta er.“ Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir kostnað við helgarþjónustu í Eirborgum vera sex milljónir króna á ári. Eirborgir ásamt einni annarri félagsmiðstöð voru með mat um helgar á síðasta ári en nú er aðeins opið á Vitatorgi um helgar, þar sem matarbakkar eru útbúnir. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, segir erfitt að svara spurningunni um hvort helgarmál- tíðir á félagsmiðstöðvum borgar- innar verði endurskoðaðar í ljósi uppnáms íbúanna. „Við höfum ekki fengið útreiknaðan kostnað við það og eins og flestir vita eru fjármunir af skornum skammti,“ segir hún. Ráðið hefur þó ekki lokað málinu, skoðaður verður möguleikinn á sjálfboðaliðum í matarþjónustunni og eftir söfnun gagna um félagsstarf og matarþjónustu verður málið tekið upp að nýju. erlabjorg@frettabaldid.is Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. „Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. Jón Gunnar segir hádegismatinn vera mikilvægan þátt í rútínu íbúanna og rjúfa félagslega einangrun. Fréttablaðið/SteFán Þetta er bara stjórn- unarofbeldi. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld og íbúi á Eirborgum 6 milljónir á ári kostar að hafa mat um helgar í Eirborgum. Bláa lónið tómt Bláa lónið var tæmt fjórða þessa mánaðar og unnið er að stækkun og endurhönnun svæðisins. Meðal breytinga er að baðsvæði fer úr 5.000 í 7.000 fermetra. Tæknilega flókið verk sem gengið hefur vonum framar, segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Alls koma um hundrað starfsmenn að þessu spennandi verkefni,“ segir hún. Opna á aftur 22. janúar. Fréttablaðið/anton Stjórnmál Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra greinir frá því á Facebook- síðu sinni að við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs hafi komið í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóði sem mæla fram- gang og stöðu krabbameins. „Við nánari skoðun komu í ljós smávægilegar breytingar í kviðar- holi sem nauðsynlegt er að bregðast strax við,“ skrifar hún. „Vegna þessa var ákveðið að ég skyldi hefja lyfjameðferð í upphafi þessa árs, í sex skipti, sem ég hef þegar hafið.“ Þá skrifar hún að þrátt fyrir með- ferðina brenni hún enn fyrir því að vinna fyrir almenning og hug- sjónir sínar og sú áskorun sem standi frammi fyrir henni muni ekki breyta neinu um störf hennar í þágu almennings. – srs Ólöf aftur í meðferð við krabbameini StjórnSýSla Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðis- legri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum hefur tekið gildi. Markmið reglnanna er að fyrirbyggja einelti og áreitni með for- vörnum og áhættumati. Fyrirtækjum er skylt að gera sér- stakt á áhættumat á vinnustað og greina áhættuþætti eineltis, kyn- ferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis. Frá þessu er greint á vef Samtaka atvinnulífsins. Atvinnurekanda ber að gera starfs- mönnum ljóst með skýrum hætti að eineltishegðun sé óheimil og grípa til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Brot á reglugerðinni geta leitt til sekta. – kbg Sektað vegna eineltis í vinnu Danmörk Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Dan- merkur, ætlar að hætta á danska þinginu og hefja störf sem fram- kvæmdastjóri alþjóðasamtaka Save the Children í Bretlandi. Helle Thorning var leiðtogi danska Jafnaðarmannaflokksins og fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Dan- merkur. Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Helle Thorning náði ekki að tryggja sér þingmeirihluta í dönsku þingkosningunum í fyrra og hún sagði af sér formannsembætti. Við af henni í formannsembætti tók fyrr- verandi dómsmálaráðherra Dan- merkur, Mette Fredriksen. Eiginmaður Helle Thorning er Stephen Kinnock en hann er þing- maður breska Verkamannaflokksins og sonur Neils Kinnock, fyrrverandi formanns Verkamannaflokksins. – srs Helle hættir í stjórnmálum Helle thorning- Schmidt, fyrrver- andi forsætisráð- herra Damerkur 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 f I m m t u D a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -3 6 8 0 1 8 2 6 -3 5 4 4 1 8 2 6 -3 4 0 8 1 8 2 6 -3 2 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.