Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 12
Engin þjóð dirfist að ráðast á okkur eða bandamenn okkar vegna þess að þær vita að það væri leiðin til glötunar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á framtíðarárangur. Gengi sjóðsins getur bæði hækkað og lækkað og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Landsbankanum sem er vörsluaðili sjóðsins. Landsbankinn er söluaðili sjóða Landsbréfa. Komdu við í næsta útibúi eða hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040. Landsbréf – Úrvalsbréf eru fjárfestingarsjóður, starfræktur í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingar sjóði og fag fjár festa sjóði og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélag sjóðsins eru Landsbréf hf. og vörslufélag er Landsbankinn hf. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði vegna rýmri fjár festinga heimilda. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn, skattlagningu hlutdeildarskírteina og áhættu þætti við fjár festingu í sjóðnum má sjá í útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum sem finna má á vefsvæði Landsbréfa, landsbref.is. Meðaltal nafnávöxtunar Úrvalsbréfa á ársgrundvelli miðað við 31.12.2015. Veittur er 50% afsláttur af gjaldi við kaup út janúar. Kynntu þér sjóði Landsbréfa Landsbréf – Úrvalsbréf hafa skilað góðri ávöxtun síðastliðin ár. Sjóðurinn er hlutabréfasjóður. Að baki Úrvalsbréfum er teymi fólks með mikla reynslu, víð tæk tengsl við markaðinn og þekkingu á íslensku viðskipta lífi. Kynntu þér sjóði Landsbréfa á landsbankinn.is/sjodir. Fjárfesting í hlutabréfasjóðum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum fjárfestingarsjóða er þó að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar, þar sem hver sjóður dreifir áhættu fjárfesta með kaupum í fleiri en einum flokki fjármálagerninga. Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm fjárfesting og afkoma þeirra félaga sem sjóðurinn á hlutabréf í hefur bein áhrif á gengi sjóðsins. Nauðsynlegt er að fjárfestar kynni sér vel þá áhættu sem fólgin er í því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum með því að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu. 3 ár 4 ár 5 ár2 ár1 ár 49,1% 26,3% 27,3% 25,7% 20,9% BanDaríkIn Síðasta stefnuræða Bar- acks Obama snerist um framtíðina, frekar en að einblína á þau mál sem hann vildi helst geta lokið við síðasta ár sitt í embættinu. Hann lagði áherslu á að vekja bjartsýni meðal Bandaríkjamanna og draga úr ótta við umheiminn og óvini hvers konar. „Við skulum byrja á efnahagnum,“ sagði hann snemma í ræðu sinni, „og einni grundvallarstaðreynd: Banda- ríkin eru einmitt núna með öflugasta og haldbesta hagkerfi veraldar.“ Síðan kom að hernaðarmálunum: „Bandaríkin eru valdamesta þjóð á jörðu,“ sagði forsetinn. „Við verjum meira fé í herinn en næstu átta ríki samanlagt. Hermenn okkar eru besta herlið í sögu heimsins. Engin þjóð dirfist að ráðast á okkur eða banda- menn okkar vegna þess að þær vita að það væri leiðin til glötunar.“ Hann sagðist meira að segja ætla að sjá til þess að Bandaríkin gætu fundið lækningu við krabbameini: „Í þágu ástvina sem við höfum öll misst, í þágu fjölskyldunnar sem við getum enn bjargað, þá skulum við gera Bandaríkin að því landi sem læknar krabbamein í eitt skipti fyrir öll.“ Í ræðunni skoraði Obama á þing- ið, sem hefur verið honum ákaflega andsnúið í flestum atriðum, að fall- ast á ýmis þau mál sem hann hefur lagt áherslu á. Þar má nefna lokun Guantanamo- fangabúðanna á Kúbu, en í fyrstu stefnuræðu sinni árið 2009 hét Obama því að loka þessum alræmdu fangabúðum. Þá skorar hann á þingið að gefa heimild til hernaðar gegn vígasveit- um Daish-samtakanna í Sýrlandi og Írak. Enn fremur vonast hann til að geta sannfært þingið um að aflétta við- skiptabanni gegn Kúbu, sem hefur verið í gildi í meira en hálfa öld. Með ræðunni virðist hann vilja gefa tóninn fyrir forsetakosning- arnar í nóvember á þessu ári, þegar Bandaríkjamenn velja arftaka hans. Andstæðingar hans í Repúblikana- flokknum gáfu lítið fyrir ræðuna: „Þetta var afneitunaræða frekar en stefnuræða,“ sagði Ted Cruz, ríkis- stjóri í Texas, sem sækist eftir því að verða forsetaefni repúblikana í kosningunum næsta haust. Obama hefur setið sjö ár í emb- ættinu, og á rétt um ár eftir af seinna kjörtímabilinu. Samkvæmt stjórnar- skrá geta forsetar Bandaríkjanna ekki verið nema tvö kjörtímabil í embætti. gudsteinn@frettabladid.is Obama dró fram jákvæðu hliðarnar í stefnuræðunni Barack Obama hélt í fyrrinótt síðustu stefnuræðuna á forsetatíð sinni og sagði Bandaríkjamenn ekki þurfa að láta óttann stjórna sér. Andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum sögðu ræðuna léttvæga. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðustól, þar sem hann flytur síðustu stefnuræðuna í forsetatíð sinni. Í ræðunni horfði hann til framtíðar. FréttaBlaðið/EPa 1 3 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 2 6 -5 9 1 0 1 8 2 6 -5 7 D 4 1 8 2 6 -5 6 9 8 1 8 2 6 -5 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.