Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 12
8 Mannfjöldaskýrslur 1921—1925 1918 .......... 529 manns eða 5.8 °/oo (af þús.) 1919 ............. 958 — — 10.4 — — 1920 ........... 1 581 — — 17.4 — — 1921 ............. 744 — — 7.9 — — 1922 ........... 1 206 — — 12.7 — — 1923 ........... 1 318 — — 13.7 — — 1924 ............. 779 — — 8.0 — — 1925 ........... 1 634 — — 16.6 — — Árleg fjölgun hefur samkvæmt þessu verið að meðaltali 11.8 °/oo á þessum árum og jafnmikil á fyrra og síðara helmingi þess (1915—20 og 1920—25). Til samanburðar má geta þess, að árleg fjölgun var að með- altali 9.7 °/oo árin 1910—15, 9.1 °/oo árin 1901 — 10 og 9.2 o/oo árin 1890—1901. Samkvæmt yfirlitinu hefur fjölgunin verið mjög misjöfn hin einstöku ár, en þar sem hin eðlilega mannfjölgun eða mismunurinn á tölu fæddra og dáinna hefur ekki verið miklum sveiflum undirorpin á þessum árum, þá hlýtur þetta að stafa af því, að mannflutningar úr landi eða inn í það hafi verið misjafnlega miklir ár frá ári, eða þá að manntölin hafi verið misjafnlega fullkomin, sumir verið teknir með eitt árið, sem fallið hafa burtu annað árið. Þess var áður getið, að nokkur líkindi væru til þess, að manntalið væri fyllra árið 1920 heldur en endranær og bendir það til þess, að næsta ár á eftir hækkar það óvenjulega lítið. Svipað gæti einnig átt sjer stað um manntalið 1917, sem er líka óvenjulega hátt, en árið á eftir hækkar það hinsvegar mjög lítið og miklu minna en búast mætti við eftir mismuninum á tölu fæddra og dáinna það ár. 1. yfirlit sýnir hina eðlilegu mannfjölguti, sem kemur fram við það, hve fæðingar eru fleiri en mannalát, en auk þess sýnir hún hvaða munur er á þeirri fjölgun og þeirri, sem manntölin sýna. Ef manntölunum er treystandi, hlýtur sá munur að stafa af mannflutningum úr landi eða inn í það. Á yfirlitinu sjest, að árin 1916—25 hafa alls fæðst 11 836 fleiri en dáið, en samkvæmt manntölunum hefur fjölgunin á þessum árum að- eins verið 11 058. Vantar þá 778 og ætti það að vera tala þeirra, sem flust hefðu af landi burt á þessum árum umfram þá, sem inn hafa flust. Er það að meðaltali 78 manns á ári og er ekki ósennilegt, að útflutn- ingur manna til Ameríku á þessu tímabili hafi slagað hátt upp í það, enda þótt hann hafi verið smávægilegur á þessum árum í samanburði við það sem áður var. Síðasti dálkur töflunnar sýnir, að þessir flutningar koma töluvert misjafnt niður á árunum og sum árin (1917, 1920 og 1925) sýnist jafnvel hafa verið töluvert meiri innflutningar heldur en út- flutningar, en eins og áður er getið, má vera að þetta stafi að einhverju leyti frá því, að manntöl þessara ára hafi verið nákvæmari heldur en næstu ára á undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Hagskýrslur um mannfjöldaþróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um mannfjöldaþróun
https://timarit.is/publication/1128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.