Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 38
34
Mannfjöldasltýrslur 1921 — 1925
7. Dánarorsakir.
Causes de décés.
Skýrslum um dánarorsakir alment var byrjað að safna hjer á landi
árið 1911. Um fyrirkomulag þeirra vísast til þess, sem sagt er í mann-
fjöldaskýrslum 1911 —15 bls. 33*—35*. Skýrslurnar byggjast aðeins á
dánarvottorðum um mannalát í kauptúnum þar sem læknir er búsettur,
en að öðru leyti á upplýsingum frá prestunum, sem hjeraðslæknarnir
eiga að yfirlíta og leiðrjetta eftir bestu vitund. Skýrslurnar skiftast því í
3 flokka eftir því, hvernig upplýsingarnar milli þessara flokka þannig: eru fengnar og eru hlutföllin
1916-20 1921-25
Dánarvollorö 43 °/o 42 °/o
Prestaskýrslur meö ieiðrjettingum lælrna . 11 — 14 —
Prestaskýrslur eingöngu 46 — 44 —
100 % 100 %
í töflu XXV (bls. 48—53) er yfirlit um allar dánarorsakir á ári
hverju 1921—25 og samtals öll árin. Dánarorsökunum er skift í flokka.
Eru fyrst taldir næmir sjúkdómar og svo aðrir sjúkdómar, sem ekki
eru bundnir við sjerstök líffæri, en síðan þeir sem aðeins koma fyrir í
einstaka líffærum, og er þeim svo skift í flokka eftir því, við hvaða líf-
færi þeir eru bundnir. 4. yfirlit (bls. 35*) sýnir manndauðann 1916—20
og 1921—25 úr hverjum flokki þessara sjúkdóma að meðaltali á ári.
Ennfremur er sýnt með hlutfallstölum, hve mörg af 100 mannslátum
koma á hvern flokk og hve margir af 10 000 manns deyja árlega úr
þessum sjúkdómum.
Af dauðameinunum er einkum ástæða til athuga næma sjúkdóma
nokkru nánar. Manndauði úr þeim hefur verið hvert þessara ára:
1916 .... 40.8 af 10 þús. 1921 .... ... 354 eöa 37.3 af 10 þús.
1917 .... , ... 258 — 28.5 — — 1922 .... .... 264 — 27.6 — —
1918 .... . ... 725 — 79.1 — — 1923 .... , ... 250 — 25.8— --
1919 .... , ..287 - 31.0— — 1924 .... ... 368 — 37.5 — —
1920 .... ,... 433 — 46.2 — — 1925 ... .... 288 — 29.0 — —
Árið 1918 gnæfir hjer langt upp úr öllum hinum og veldur því
kvefpestin (spanska veikin), sem er hin mannskæðasta farsótt, sem
gengið hefur hjer um langan aldur, En auk þess hafa allskæðar farsóttir
gengið hjer sum hin árin, einkum mislingar 1916, kíghósti 1920, mænu-
sótt 1924 og ennfremur meiri og minni kvefpestarfaraldur öll árin eftir
1918, sem einkum var allskæður árið 1921. Annars hefur manndauðinn
úr næmum sjúkdómum miðað við 10 þús. manns, hagað sjer á hverju
ári svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir.