Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 35
Mannfjöldasltýrslur 1921 — 1925
31
einkum þungt á þessa aldursflokka. Á þeim 30 árum, sem að meðaltali
liggja milli fyrsta og síðasta tímabilsins hefur manndauðinn minkað til-
tölulega langmest meðal barna á 1. ári. Árin 1916—25 var barnadauð-
inn á 1. ári töluvert meiri en helmingi minni heldur en í kringum 1890.
En þar fyrir utan hefur lækkun manndauðans orðið mest á þessu tíma-
bili meðal barna 1—4 ára og meðal fólks á aldrinum 45—74 ára.
Með því að barnadauðinn er svo misjafn á fyrstu aldursárunum,
mjög mikill fyrst, en minkar svo óðum með aldrinum, eru 5 fyrstu árin
tekin hjer út af fyrir sig. Eftirfarandi yfirlit sýnir manndauðann á hverju
af 5 fyrstu aldursárunum fyrir sig.
Af 1000, sem voru á lífi viö byrjun hvers aldursárs ‘), dóu á árinu
sveinar meyjar
1911-15 1916 — 20 1921-25 1911 -15 1916-20 1921-25
Á 1. ári ........... 85.4 77.8 56.6 64.7 59 6 47.6
- 2. — .............. 19.4 18.9 14.9 13.6 16.5 14.0
- 3. — .............. 11.5 9.0 8.7 10.7 8.0 7.2
- 4. — ................ 6o 4.5 7.5 6.2 4.6 6.8
- 5. — ............... 3.4 4.6 4.9 4.5 7.3 5.9
Vfirlitið sýnir, dánarlíkurnar eru meiri fyrir sveina heldur en meyjar
fyrstu árin, en mismunurinn fer minkandi, og á 5. ári eru dánarlíkur
sveina orðnar minni heldur en meyja. Um bæði kynin gildir það ann-
ars, að dánarlíkurnar eru langmestar á 1. ári og minka svo mjög mikið
með hverju aldursári. Á fyrsta ári eru dánarlíkurnar 3-4 sinnum meiri
heldur en á 2. ári og á 2. ári næstum helmingi meiri heldur en á 3. ári.
Við samanburð á fyrsta og síðasta tímabilinu í yfirlitinu sjest, að
á þeim 10 árum, sem að meðaltali eru þar í milli, hefir barnadauði
lækkað mikið þrjú fyrstu áldursárin (um 20—30 °/o).
Barnadauðinn á 1. árinu er líka mjög mismunandi, langmestur fyrst
eftir fæðinguna, en síðan mjög minkandi með aldrinum. Eftirfarandi yfir-
lit sýnir barnadauðann í 1. ári á tímabilunum 1916—20 og 1921—25
þannig, að greint er milli þeirra, sem deyja á fyrsta sólarhring eftir
fæðinguna, á 2.—30 degi, á 2. og 3. mánuði og á 2., 3. og 4. ársfjórð-
ungi. Vegna þess að aldursbilin eru hjer misjafnlega löng eru hlutfalls-
tölurnar allstaðar miðaðar við dag1 2). Af hverjum 1000 börnum, sem voru
1) Hjer er ekki miðað við mannfjöldann á hverju aldursári samkv. manntölunum, eins og í undan-
farandi yfirliti, heldur er farið eftir skýrslunum um fædda og dána. Dánartala 1. árs 1921—25 er miðuð
við tölu fæddra 1921 — 24 að viðbættum helmingnum af tölu fæddra 1920 og 1925, dánartala 2. árs við tðlu
fæddra 1920 — 1923 að viðbættri hálfri tölu fæddra 1919 og 1924 og frádregnum dánum á 1. ári 1920 - 24 o. s. frv.
2) Hjer er miðað viö fædda á tímabilinu 1916-20 og 1921—25, enda þótt sum börn þau, sem dáið
hafa á 1. ári á þessum tíma, hafi verið fædd 1916, en aftur á móti sum börn fædd 1925, sem dóu á þess-
um aldri, hafi ekki dáið fyr en 1926.
d