Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Mannfjöldaskýrslur 1921 —1925
17
Meöalaldur brúöguma og brúöa
Ðrúögumar Brúöir
1891—95 30.8 ár 28.2 ár
1896-1900 .......... 30.4 — 27.5 —
1901-05 30.2 — 27.4 —
1906-10 30.1 — 27.0 —
1911 — 15 29.5 — 26.4 —
1916—20 29.7 — 26.7 —
1921—25 30.3 — 26.8 —
Hækkunin á giftingaraldrinum síðustu árin hefur verið töluvert
meiri meðal brúðguma heldur en brúða.
Ef menn vilja vita, hversu miklar giftingarlíkur eru fyrir menn á
hverju aldursskeiði, þá nægir ekki að athuga, hversu margir af öllum
brúðgumum eða brúðum eru á þeim aldri, heldur verður þá einnig að
taka tillit til þess, hve margir eru á því aldursskeiði utan hjónabands
(ógiftir eða áður giftir), því að eftir því sem þeir eru færri, verða gift-
ingarlíkurnar meiri, ef gengið er út frá einhverri ákveðinni tölu brúð-
guma eða brúða á þeim aldri, og aftur á móti minni því fleiri sem þeir
eru. í 2. yfirliti eru sýndar giftingarlíkurnar í hverjum aldursflokki. Þegar
litið er á síðasta tímabilið sjest, að giftingarlíkur eru mestar bæði fyrir
karla og konur á aldrinum 25—30 ára, en minka með aldrinum bæði
upp á við og niður á við. En þar kemur fram sá mikli munur á körl-
um og konum, að á aldrinum 20—25 ára eru giftingarlíkur kvenna tvö-
faldar á móts við giftingarlíkur karlmanna, en þegar kemur yfir þrítugt
verða þær miklu minni, á fertugsaldrinum litlu meir en helmingur og á
fimtugsaldrinum aðeins þriðjungur af giftingarlíkum karla.
2. yfirlit. Giftingarlíkur eftir aldursflokkum.
Fréqucnce de mariages (noces) dans les classes d’áge.
Af 1000 körlum og konum utan hjónabands í hverjum aldursflokki giftust
árlega, annuellemcnt tnariés sur 1000 non mariés
Aldursflokkar, Karlar, hommes Konur, femmes
1876 -85 1886 •—95 1897 -06') 1906 -15 1916 -25 1876 -85 1886 —95 1897 -06') 1906 — 15 1916 -25
1519 ára )) )) )) )) 6 9 12 n 10
20-24 — 27 35 43 43 36 46 57 70 73 72
25-29 — 87 94 103 101 96 71 77 84 79 83
30-39 — 94 86 90 84 88 56 55 48 46 48
40-49 — 38 37 35 37 36 12 16 14 12 12
50-59 — 14 10 12 10 11 2 2 1 2 i
Yfir 60 — 2 3 2 2 2 )) )) )) )) »
1) Manntaliö 1901, sem notað er til samanburðar, fellur ekki á mitt tfmabilið 1896—1905. Þess
vegna er hjer notaö tímabiliö 1897 — 1906, því að manntalið verður nálægt því miðju.