Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 37
Mannfjöldaskýrslur 1921—1925
33
Yfirlitið sýnir, að bæði meðal ógiftra, giftra og ekkjufólks er mann-
dauðinn minni meðal kvenna heldur en karla í öllum aldursflokkum (yfir
15 ára), nema meðal giftra kvenna í elsta aldursflokknum, en þar er um
svo smáar tölur að gera, að á því er ekki byggjandi. Ennfremur sjest, að
manndauði er tiltölulega minni á öllum aldri meðal giftra karla heldur
en ógiftra og ekkjumanna. Manndauði meðal giftra kvenna er aftur á
móti heldur meiri heldur en ógiftra og ekkna fram á fimtugsaldur, en úr því
minni (þegar ekki er tekið tillit til elsta flokksins sbr. það sem áður segir).
5. Atvinna Iátinna.
Décés suivant profession.
í töflu XXIV (bls. 47) er dánum 1921—25 skift eftir atvinnu.
Upplýsingar þessar eru ekki svo fullkomnar sem æskilegt væri. Atvinnu-
táknunin á skýrslunum er oft mjög óákveðin, svo að mikill vafi er á, í
hvaða flokk á að skipa þeim og auk þess vantar mjög víða upplýsingar
um atvinnuna. Það þykir því ekki ástæða til að fara neilt nánar út í
þetta atriði að svo stöddu.
6. Ártíð látinna.
Décés par mois.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig manndauðinn skiftist á mánuðina á
tímabilunum 1916—20 og 1921—25. Ef gert er ráð fyrir, að allir
mánuðirnir væru jafnlangir, þá hefðu komið á hvern mánuð svo mörg
mannslát af 1 200 sem hjer segir:
1916-20 1921-25 1916-20 1921-25
Janúar 97 103 Júlí 82 109
Febrúar . . . . 104 112 Agúst .... 80 95
Mars 98 108 September. 75 84
Apríl 107 91 Október ... 91 89
Maí 94 108 Nóvember . 170 91
}úní 97 115 Desember . 105 95
Alt árið 1200 1200
Síðari hluta ársins er manndauði venjulega minni heldur en fyrri
hlutann. Þó er undantekning frá þessu á tímabilinu 1916 — 20 um tvo
síðustu mánuðina og stafar það eingöngu frá hinum mikla manndauða
úr inflúensu (spönsku veikinni) 1918. Þriðjungurinn af öllum mannalát-
um það ár lenti á nóvembermánuði og í desember var manndauði líka
töluvert meiri en venjulega.