Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 19
Mannfjöldaskýrslur 1921 —1925
15
giftir, en af brúðunum rúml. 5 °/o. Áður fyr var föluvert meira um gift-
ingar ekkjufólks. Árin 1850—55 höfðu þannig nál. 12°/o af brúðgumun-
um verið áður giftir og 9 °/o af brúðunum. Vfirlitið sýnir líka, að hlut-
fallstölur fráskilins fólks fara hækkandi síðustu árin.
Af þeim, sem giftast aftur, eru aðeins örfáir, sem giftast oftar en
tvisvar, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir.
Af 1000 brúöhjónum giflust í 2. og 3. sinu
Brúögumnr 1911 —15 1916 — 20 1921—25
í 2. sinn ................... 71 68 79
- 3. — ................... 3_____________ __________4
Ails 74 72 83
Ðrúöir
í 2. sinn ................... 38 44 52
- 3. — ..................... 1 1 »
AIls 39 45 52
Áður var meira um, að menn væru þrí- og fjórgiftir. Árin 1850—55
giftust 11 af 1000 brúðgumum oftar en í 2. sinn, 9 í 3. sinn og 2 í 4.
sinn, en af 1000 brúðum giftust 3 í 3. sinn. Síðan um aldamót hefur
enginn gifst í 4. sinn.
í töflu IX (bls. 34) er líka sýnt, hvernig brúðhjónin veljast saman
eftir hjúskaparstjett þeirra á undan hjónavígslunni. Eftirfarandi yfirlit
sýnir hið sama með hlutfallstölum fyrir þrjú 5 ára tímabil.
Yngissveinar Ekkjumenn og fráskiidir
Af 100 giftust 1911-15 1916-20 1921-25 1911 — 15 1916-20 1921-25
Yngismeyjum 97 96 96 89 84 83
Eltkjum og fráskildum. 3 4 4 11 16 17
100 100 100 100 100 100
Yngismeyjar Ekkj ur og fráskildar
Af 100 giftust 1911 — 15 1916-20 : 1921—25 1911 — 15 1916—20 1921-25
Yngissveinum 93 94 93 78 75 73
Ekkjum. og fráskildum 7 6 7 22 25 27
100 100 100 100 100 100
Yfirlitið sýnir, að það er algengara, að ógiftar stúlkur giftist ekkju-
mönnum heldur en að ógiftir menn giftist ekkjum. Það mætti annars
ætla, að ekkjumenn og ekkjur veldust einkum saman, en svo er ekki.
Flestir ekkjumenn giftast einmitt ógiftum stúlkum og flestar ekkjur ógift-
um mönnum. Fyrir ekkjurnar eru þó meiri líkindi til þess að giftast
ekkjumönnum heldur en fyrir ekkjumenn til þess að giftast ekkjum.
b