Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 28
Mannfjöldaskýrslur 1921 —1925
29*
sem þær voru næsta 5 ára bil á undan, en það stafar eingöngu af því,
að lækkunin á stríðsárunum var svo afarmikil.
Vfirlitið sýnir, að á íslandi eru fæðingar tiltölulega fleiri heldur en í
öðrum löndum í Norðvesturevrópu. Af löndum þeim, sem hjer eru talin,
eru aðeins Spánn, Italía, Ungverjaland, Lítavía og Tjekkóslóvakía með
hærra fæðingarhlutfall heldur en Island. Hæst er það á Spáni 30.o°/o,
en lægst í Svíþjóð 19.1 °/o.
Það mætti nú ef til vill ætla, að þess gætti meir í kaupstöðunum
heldur en sveitunum, að fæðingum færi fækkandi. En svo er þó ekki,
heldur er þvert á móti fæðingarhlutfallið miklu hærra í kaupstöðunum.
Árin 1921 — 25 komu þannig árlega að meðaltali 29.9 lifandi fædd börn
á hvert 1000 manns í kaupstöðunum (miðað við meðalmannfjölda), en í
sýslunum aðeins 24.8. Auðvitað stafar þetta aðallega af mismunandi ald-
ursskiftingu í kaupstöðunum og sveitunum. Vegna þess hve kaupstaðirnir
vaxa ört er þar tiltölulega margt fólk á barneignaraldri, en tiltölulega
færra af gömlu fólki.
2. Óskilgetin börn.
Naissances illegiiimes.
Af þeim 13 162 börnum, sem fæddust árin 1921—25, voru 1 771
óskilgetin eða 13.5 °/o. Er það heldur meira en næstu 5 ár á undan, er
þetta hluttfall var 13.1 °/o. En annars hefur óskilgetnum börnum farið
fækkandi á síðustu 50 árum svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti.
1876—85 voru óskilgetnir 20.2% af öilum fæddum
1886-95 —
1895-05 —
1905-15 —
1916-20 —
1921—25 —
19.3— - —
14.8----—
13.2— - —
13.1— - —
13.5----—
í Reykjavík [fæðist tiltölulega meira af óskilgetnum börnum heldur
en annarsstaðar á landinu. Af öllum börnum, sem fæddust í Reykjavík
árin 1921—25 voru 16.2 °/o óskilgetin, en utan Reykjavíkur aðeins 12.7 °/o.
3. Aldur mæðra við fæðingu.
Age des accouchées.
Aldur mæðra við fæðingu 1921—25 sjest í töflu XVIII (bls. 40).
Miðað við 100 konur, er börn fæddu, var aldurskiftingin þannig: