Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1929, Blaðsíða 16
12
Mannfjöldaskýrslur 1921 —1925
ustu sóknirnar eru Möðrudalssókn (13 manns), Krísuvíkursókn (16),
Njarðvíkursókn í Norður-Múlaprófastsdæmi (22) og Ábæjarsókn í Skaga-
firði (29).
í töfiu III (bls. 14—16) er mannfjöldanum 1921—25 skift eftir
prestaköllum. I árslok 1925 voru alls 116 prestaköll á landinu. Sum af
þeim voru þó aðeins leifar af eldri prestaköllum, sem leggjast áttu niður
samkv. prestakallalögunum frá 1907 og leggjast undir önnur prestaköll,
en þar sem sameiningin var aðeins formlega komin á að því er snerti
nokkurn hluta prestakallsins.
í töflu IV (bls. 17—18) er skifting mannfjöldans eftir læknishjer-
uðum. Árið 1925 skiftust þau þannig eftir mannfjölda.
400— 700 íbúar . . . 4 2000—3000 íbúar . . . 5
700—1000 — . . . . 10 3000-5000 — . . . 5
1000-1500 - ... 12 Yfir 5000 — ... 2
1500-2000 — . . . 10 48
Fámennasta læknishjeraðið er Reykjarfjarðarhjerað með 466 íbúum.
B. Hjónabönd.
Mariages.
1. Fyrirkomulag skyrslanna.
Origine des matériaux.
Fram að 1916 voru skýrslurnar um gifta, fædda og dána gerðar
þannig, að hver prestur gerði yfirlitsskýrslu í ákveðnu formi fyrir sitt
prestakall og sendi það prófasti eftir hver áramót. Gerði hann svo yfir-
litsskýrslu fyrir prófastsdæmið eftir skýrslum prestanna og sendi biskupi,
en hann gerði yfirlitsskýrslu fyrir alt landið eftir skýrslum prófastanna.
Þetta gerði það að verkum, að villur, sem komust inn í skýrslurnar hjá
prestum eða próföstum, var ómögulegt að leiðrjetta síðar. Sama hjóna-
vígslan eða sama mannslát gat verið talið á tveim stöðum án þess að
skýrslurnar bæru þess nokkur merki. Ennfremur var með þessu móti
fyrirfram ákveðið með yfirlitsskýrsluforminu, hvaða upplýsingar gætu fengist
um þessi efni og loku skotið fyrir, að unt væri að fá aðrar eða nánari
upplýsingar, nema með því að breyta yfirlitsskýrslunum, en hinsvegar
viðurhlutamikið að gera þær alt of margbrotnar. En árið 1916 var gerð
gagngerð breyting á skýrslufyrirkomulaginu. Vfirlitsskýrslum presta, pró-
fasta og biskups var alveg slept, en í þess stað skyldu prestar gefa
skýrslu á sjerstöku blaði um sjerhverja hjónavígslu, fæðingu og mannslát